Innlent

Kennari stefnir Mýrarhúsaskóla og foreldri nemanda síns

Héraðsdómur Reykjavíkur
Héraðsdómur Reykjavíkur

Kennari við Mýrarhúsaskóla hefur stefnt Seltjarnarnesbæ og móður eins nemandans þar vegna slyss sem hún varð fyrir á árinu 2005.

Nemandinn, stúlka sem var þá ellefu ára gömul, hafði verið í kennslustund þegar hún tók upp á því að fela sig fyrir samnemendum sínum inni í vinnurými kennara, sem er inn af skólastofunni. Kennarinn þurfti því að svipast um eftir nemandanum. Þegar hún gægðist inn í vinnurýmið renndi nemandinn rennihurð fyrir opið með þeim afleiðingum að hurðin skall á höfuð kennarans.

Kennarinn hlaut 25% varanlega örorku og krefur móður stúlkunnar og Seltjarnarnesbæ, sem rekur Mýrarhúsaskóla, um 9 milljónir króna í miskabætur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×