Innlent

Formaður Bændasamtakanna tekur undir orð forsetans um sáttmála

Haraldur Benediktsson.
Haraldur Benediktsson.

Haraldur Benediktsson formaður Bændasamtaka Íslands segist vera sammála Ólafi Ragnari Grímssyni forseta um að skapa þurfi sáttmála um fæðuöryggi til handa öllum Íslendingum.

Í ræðu sinni, á Búnaðarþingi í gær, sagði Ólafur Ragnar að spáð væri allt að 100 prósenta hækkun heimsverðs á matvælum í náinni framtíð. Brýnt væri fyrir hverja þjóð að móta stefnu sem tryggði fæðuöryggi hennar í framtíðinni, tryggja aðgang að nægum og hollum mat á viðráðanlegu verði.

Þetta sjónarmið tók Haraldur Benediktsson undir í hádegisviðtalinu á Stöð 2 í dag. Að hans sögn er slíkur sáttmáli best tryggður með því að Íslendingar haldi áfram að verja rekstrarstöðu íslensks landbúnaðar og að Íslendingar haldi áfram að framleiða 50% af matvælum sínum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×