„Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 31. desember 2025 10:31 Damir Muminovic hefur kvatt Kópavoginn og byrjar æfingar í Grindavík eftir áramót. vísir Damir Muminovic sá öðruvísi endalok fyrir sér á ferlinum hjá Breiðabliki en skilur sáttur við félagið sem hann elskar af öllu sínu hjarta. Hann var líka snöggur að finna sér nýjan samastað. Damir er næst leikjahæsti leikmaður í sögu Breiðabliks og hefur tvisvar orðið Íslandsmeistari síðan hann gekk til liðs við félagið árið 2014. Hann sá fyrir sér að enda ferilinn klæddur í grænt en Breiðablik ákvað að endursemja ekki við miðvörðinn. „Það var erfitt, þegar mér var tjáð að félagið vildi ekki hafa mig áfram, en núna eftir á er maður búinn að komast í gegnum það. Ég var þarna í einhver tólf ár og planið hjá mér er allavega að spila einhver ár í viðbót, markmiðið var að klára ferilinn í Breiðablik en við fórum ekki einu sinni í samningsviðræður. Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað og spurði engra fleiri spurninga um það, bara gott og blessað.“ Eftir að hafa jafnað sig af svekkelsinu gat hinn 35 ára gamli Damir sætt sig við þessa ákvörðun. Hann segist skilja við félagið í góðu og spilaði meira að segja tvo leiki með Breiðablik í Sambandsdeildinni eftir að hann var látinn fara. „Þegar ég hugsa til baka hefði ég sennilega ekkert spilað þessa leiki sem voru eftir ef Ásgeir [Helgi Orrason] hefði verið heill. En það er gott að hafa fengið mínútur til að klára ferilinn almennilega, með félagi sem ég elska af öllu mínu hjarta.“ Nú liggur leiðin niður í Lengjudeildina, þar sem Damir er nýbúinn að skrifa undir tveggja ára samning við lið Grindavíkur. Vitað er að önnur lið sýndu honum áhuga en Damir var snöggur að ákveða sig. „Já, ég var fljótur að finna mér nýtt félag. Ég hitti þá einhvern laugardag, kom heim eftir fundinn og sagði bara við konuna mína að ég væri búinn að ákveða mig. Þeir vilja koma klúbbnum aftur á þann stað sem hann á að vera og ég hlakka ekkert eðlilega mikið til að taka þátt í því verkefni… Mér finnst ég eiga nokkur ár eftir inni, líkaminn er góður og ég stefni á að taka allavega einhver ár í viðbót.“ Viðtal við Damir var sýnt í Sportpakka Sýnar í gærkvöldi og má sjá í spilaranum að ofan. Besta deild karla Lengjudeild karla UMF Grindavík Breiðablik Mest lesið Ísland - Ungverjaland | Úrslitaleikur um efsta sætið í riðlinum Sport Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Utan vallar: Ég get ekki meir Handbolti „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti Mikil trú á íslenskum sigri meðal stuðningsmanna Íslands Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti Átján ára orðin næstfljótust í sögu Íslands Sport Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn Fleiri fréttir Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Sjá meira
Damir er næst leikjahæsti leikmaður í sögu Breiðabliks og hefur tvisvar orðið Íslandsmeistari síðan hann gekk til liðs við félagið árið 2014. Hann sá fyrir sér að enda ferilinn klæddur í grænt en Breiðablik ákvað að endursemja ekki við miðvörðinn. „Það var erfitt, þegar mér var tjáð að félagið vildi ekki hafa mig áfram, en núna eftir á er maður búinn að komast í gegnum það. Ég var þarna í einhver tólf ár og planið hjá mér er allavega að spila einhver ár í viðbót, markmiðið var að klára ferilinn í Breiðablik en við fórum ekki einu sinni í samningsviðræður. Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað og spurði engra fleiri spurninga um það, bara gott og blessað.“ Eftir að hafa jafnað sig af svekkelsinu gat hinn 35 ára gamli Damir sætt sig við þessa ákvörðun. Hann segist skilja við félagið í góðu og spilaði meira að segja tvo leiki með Breiðablik í Sambandsdeildinni eftir að hann var látinn fara. „Þegar ég hugsa til baka hefði ég sennilega ekkert spilað þessa leiki sem voru eftir ef Ásgeir [Helgi Orrason] hefði verið heill. En það er gott að hafa fengið mínútur til að klára ferilinn almennilega, með félagi sem ég elska af öllu mínu hjarta.“ Nú liggur leiðin niður í Lengjudeildina, þar sem Damir er nýbúinn að skrifa undir tveggja ára samning við lið Grindavíkur. Vitað er að önnur lið sýndu honum áhuga en Damir var snöggur að ákveða sig. „Já, ég var fljótur að finna mér nýtt félag. Ég hitti þá einhvern laugardag, kom heim eftir fundinn og sagði bara við konuna mína að ég væri búinn að ákveða mig. Þeir vilja koma klúbbnum aftur á þann stað sem hann á að vera og ég hlakka ekkert eðlilega mikið til að taka þátt í því verkefni… Mér finnst ég eiga nokkur ár eftir inni, líkaminn er góður og ég stefni á að taka allavega einhver ár í viðbót.“ Viðtal við Damir var sýnt í Sportpakka Sýnar í gærkvöldi og má sjá í spilaranum að ofan.
Besta deild karla Lengjudeild karla UMF Grindavík Breiðablik Mest lesið Ísland - Ungverjaland | Úrslitaleikur um efsta sætið í riðlinum Sport Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Utan vallar: Ég get ekki meir Handbolti „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti Mikil trú á íslenskum sigri meðal stuðningsmanna Íslands Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti Átján ára orðin næstfljótust í sögu Íslands Sport Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn Fleiri fréttir Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Sjá meira