
Lengjudeild karla

Fjögur mörk og tvö rauð í Grindavíkursigri í Laugardalnum
Grindavík vann góðan sigur á Þrótti Reykjavík þegar liðin mættust á Þróttarvellinum í Laugardal í dag. Grindvíkingar skoruðu fjögur mörk í leiknum en misstu tvo menn af velli með rautt spjald.

Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik
Nítján ára gamli Keflvíkingurinn Gabríel Aron Sævarsson gerði sér lítið fyrir á Akureyri og skoraði þrjú mörk í fyrri hálfleik gegn Þór, í 2-4 sigri Keflvíkinga sem settust í efsta sæti Lengjudeildarinnar.

Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR
Lengjudeild karla í fótbolta virðist ætla að fara af stað með spennandi hætti og spennan var í það minnsta mikil í leikjunum þremur í kvöld.

Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli
Það var fagnaðarstund í Grindavík á laugardag þegar meistaraflokkur karla í knattspyrnu lék sinn fyrsta heimaleik í háa herrans tíð innan bæjarmarka.

Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga
Manni færri jafnaði Fjölnir í blálokin í því sem var fyrsti alvöru heimaleikur Grindavíkur í háa herrans tíð. Lokatölur á Stakkavíkurvelli 3-3 og bæði lið enn án sigurs að lokinni 2. umferð Lengjudeildar karla í knattspyrnu.

Fjögur lið á toppnum með fjögur stig
Þór Akureyri, Fylkir og Þróttur unnu öll leiki sína í Lengjudeild karla í fótbolta í kvöld en jafntefli varð hjá HK og ÍR í Kórnum.

Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík
Lið í Lengjudeild karla í fótbolta treysta Almannavörnum fyrir öryggi til fótboltaiðkunar í Grindavík en fyrsti leikur liðsins í bænum fer fram á morgun. Vísir stóð að könnun á meðal liðanna í Lengjudeild karla þar sem athugun var gerð á viðhorfi til þess að spila í Grindavík.

Völlurinn í Grindavík metinn öruggur
Grindavíkurvöllur hefur verið metinn öruggur til æfinga og keppni og því virðist ekkert því til fyrirstöðu að Grindvíkingar taki þar á móti Fjölni úr Grafarvogi á laugardaginn, í fyrsta heimaleik sínum í Lengjudeild karla í fótbolta í ár.

Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“
Gleðin skein úr hverju andliti í Grindavík í gær og bjartsýni var í lofti, þegar 90 ára afmæli UMFG var fagnað og íþróttamannvirki opnuð almenningi, í fyrsta sinn frá rýmingu vegna náttúruhamfaranna á Reykjanesskaga.

Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum
Ef spá fyrirliða, þjálfara og forráðamanna liðanna í Lengjudeildunum rætist standa Fylkir og Keflavík uppi sem sigurvegarar í þeim.

Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni
Gunnar Jarl Jónsson var eitt sinn besti knattspyrnudómari Íslands. Vegna meiðsla lagði hann flautuna á hilluna árið 2019 en dæmdi á þriðjudag sinn fyrsta meistaraflokks síðan þá.

„Hér verður enginn í hættu, það er loforð“
Grindvíkingar nýttu margir hverjir sumardaginn fyrsta í sjálfboðaliðastarf á fótboltavelli bæjarins. Ekki hafa farið fram íþróttakappleikir í bænum í um 18 mánuði, en það á að breytast í sumar.

„Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“
Knattspyrnudeild Fylkis hefur gefið frá sér yfirlýsingu þar sem farið er yfir af hverju félagið seldi Stefán Gísla Stefánsson til Vals.

Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar
Þrátt fyrir jarðhræringar á svæðinu ætlar Grindavík að spila heimaleiki sína í Lengjudeild karla í sumar í Grindavík.

„Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“
Sindri Kristinn Ólafsson segist vera stoltur af tíma sínum í FH og ákvörðunin að yfirgefa klúbbinn hafi verið erfið.

Orðið of erfitt að standa sig á öllum vígstöðvum
Leifur Andri Leifsson, oft kallaður herra HK, er hættur knattspyrnuiðkun eftir farsælan feril með uppeldisfélaginu. Félagið hefur spilað stóran sess í lífi hans en fjölskyldan fær nú forgang.

Varnargarðahópurinn stendur vörð um fótboltann í Grindavík
Verktakarnir sem unnið hafa við gerð varnargarða við Grindavík og Svartsengi, og stærstu birgjar þeirra, hafa nú tekið höndum saman og verða aðalstyrktaraðili knattspyrnudeildar Grindavíkur.

Markvörður FH fer heim til Keflavíkur
FH og Keflavík hafa náð samkomulagi um félagsskipti markvarðarins Sindra Kristins Ólafssonar en þetta kemur fram á miðlum FH-inga í kvöld.

Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“
Spænski varnarmaðurinn Jose Manuel López verður ekki með liðinu i Lengjudeild karla í fótbolta í sumar. Selfyssingar segja frá þessum óvæntum fréttum rétt fyrir mót.

Herra Fjölnir tekur við Fjölni
Gunnar Már Guðmundsson hefur verið ráðinn nýr þjálfari meistaraflokks karla hjá Fjölni og fær það verkefni að koma liðinu aftur í hóp þeirra bestu.

Ætla að spila í Grindavík: „Ábyrgð mín að koma liðinu heim“
„Við erum Grindvíkingar og eigum að spila heima,“ segir formaður knattspyrnudeildar Grindavíkur sem hefur tekið fyrsta skrefið í átt að heimkomu í ár. Félagið hefur skráð Stakkavíkurvöll í Grindavík sem heimavöll sinn fyrir komandi tímabil.

Úlfur óvænt rekinn frá Fjölni
Fótboltaþjálfaranum Úlfi Arnari Jökulssyni, sem síðustu tvö ár hefur verið með Fjölni í harðri baráttu um sæti í Bestu deild karla, var í gær óvænt vikið úr starfi.

Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar
Húsvíkingurinn ungi Jakob Gunnar Sigurðsson mun leika með Þrótti í Lengjudeild karla í fótbolta í sumar. Hann fer á láni frá KR.

Framarar lausir við Frambanann
HK hefur tryggt sér þjónustu Þorsteins Arons Antonssonar næsta sumar en hann var á láni hjá félaginu í Bestu deildinni síðasta sumar.

Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“
Nú er orðið ljóst að Eyþór Aron Wöhler, sem lék með KR í Bestu deildinni á síðustu leiktíð, verður leikmaður Fylkis næstu tvö árin.

Mætti syni sínum
Fyrrverandi atvinnu- og landsliðsmaðurinn Steinþór Freyr Þorsteinsson mætti syni sínum, Emil, í Kjarnafæðismótinu í gær.

Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík
Keflvíkingar hafa sótt sér leikmann hinum megin við lækinn því þeir hafa gengið frá kaupum á bakverði nágranna sinna úr Njarðvík.

Elfar Árni heim í Völsung
Framherjinn Elfar Árni Aðalsteinsson er genginn í raðir Völsungs eftir langa dvöl hjá KA. Völsungur vann sér sæti í Lengjudeildinni á síðasta tímabili.

Grindvíkingar þétta raðirnar
Grindvíkingar eru byrjaðir að safna liði fyrir komandi átök í Lengjudeild karla næsta sumar en í gær tilkynnti liðið að Arnór Gauti Úlfarsson væri genginn til liðs við Grindavík.

Haraldur Árni áfram með Grindavík
Haraldur Árni Hróðmarsson verður áfram við stjórnvölinn hjá Grindavík í Lengjudeildinni en Haraldur tók við liðinu á miðju sumri í þröngri stöðu.