Íhugaði að koma ekki heim: „Þarf að berjast fyrir mínu sæti í liðinu“ Aron Guðmundsson skrifar 21. júní 2025 08:01 Damir Muminovic er mættur aftur í græna hluta Kópavogs og framundan seinni hluti tímabilsins með Breiðabliki Vísir/Ívar Fannar Eftir ævintýramennsku í Singapúrsku deildinni er Damir Muminovic aftur orðinn leikmaður Breiðabliks. Hann er spenntur fyrir því að spila aftur fyrir framan stuðningsmenn Blika en býst ekki við því að geta gengið að sæti í byrjunarliði liðsins sem vísu. Hálfs árs dvöl Damirs hjá liði DPMM í Brúnei hefur runnið sitt skeið, þar uppfyllti hann ævintýraþrá sína en fjarveran frá konu og börnum reyndist honum strembin. „Það var erfitt, ég skal viðurkenna það. Ég heyrði í þeim á morgnanna eða á kvöldin þegar að ég var að fara sofa. Það var það aðallega sem kallaði í mann að koma heim. Lífið var mjög einmanalegt þarna. Ég fór bara í kaffi með strákunum á morgnanna og beið svo eftir æfingu, smá golf líka. Ég spilaði gott golf þegar að ég var einn en þetta var mjög einmanalegt.“ Var aldrei að fara neitt annað en í Breiðablik Damir er því mættur aftur í græna hluta Kópavogs þar sem að hann hefur gert garðinn frægan og í tvígang orðið Íslandsmeistari, nú síðast í fyrra en það var möguleiki fyrir hann að vera áfram úti. „Það var möguleiki og jú ég íhugaði það alveg alvarlega en ákvað fyrir nokkrum dögum síðan að semja við Breiðablik í staðin og vera heima með fjölskyldunni.“ Damir er afar vel liðinn hjá stuðningsmönnum Breiðabliks. Hér fagnar hann með stuðningsmönnum á Víkingsvelli eftir að Blikar tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn á síðasta ári.VÍSIR/VILHELM Lá kannski beinast við fyrst þú varst að snúa aftur heim að mæta þá aftur í Breiðablik en voru einhver önnur lið hér heima á höttunum eftir þér? „Nei engin og ég get alveg verið hreinskilinn með að ég væri aldrei að fara í neitt annað lið en Breiðablik væri ég að snúa aftur heim.“ Damir fær ekki leikheimild með Blikum fyrr en eftir að félagskiptaglugginn opnar að nýju í næsta mánuði en hann iðar af spennu yfir því að spila aftur á Kópavogsvelli „Ég er bara með fiðring núna að standa hérna og tala við þig. Ég get ekki beðið eftir því að spila hérna fyrir framan stuðningsmennina aftur.“ Damir hefur haft ýmsu að fagna í grænu treyjunni.Vísir/Hulda Margrét En nú hefur gengið vel hjá Breiðabliki upp á síðkastið. Býstu við að geta bara labbað inn í byrjunarliðið? „Nei auðvitað ekki. Ég þarf bara að berjast fyrir mínu sæti í þessu liði. Þetta er drullu gott lið og alveg sama hver hefur spilað þarna í hafsentinum, þeir eru búnir að standa sig vel. Ég þarf að berjast fyrir mínu sæti í liðinu.“ Damir skrifaði undir samning út árið við Breiðablik en hvað svo? „Við erum bara að hugsa það þannig, út árið. Svo setjumst við niður þegar nær dregur lokum þessa árs og förum yfir stöðuna.“ Þannig að það er ekki eins og þetta tímabil sé þitt síðasta? „Nei ég er alls ekki hættur.“ Besta deild karla Breiðablik Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Íslenski boltinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Fótbolti Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Fótbolti Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Fótbolti Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Fótbolti Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Fótbolti Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Fótbolti „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Fótbolti Fleiri fréttir „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Sjá meira
Hálfs árs dvöl Damirs hjá liði DPMM í Brúnei hefur runnið sitt skeið, þar uppfyllti hann ævintýraþrá sína en fjarveran frá konu og börnum reyndist honum strembin. „Það var erfitt, ég skal viðurkenna það. Ég heyrði í þeim á morgnanna eða á kvöldin þegar að ég var að fara sofa. Það var það aðallega sem kallaði í mann að koma heim. Lífið var mjög einmanalegt þarna. Ég fór bara í kaffi með strákunum á morgnanna og beið svo eftir æfingu, smá golf líka. Ég spilaði gott golf þegar að ég var einn en þetta var mjög einmanalegt.“ Var aldrei að fara neitt annað en í Breiðablik Damir er því mættur aftur í græna hluta Kópavogs þar sem að hann hefur gert garðinn frægan og í tvígang orðið Íslandsmeistari, nú síðast í fyrra en það var möguleiki fyrir hann að vera áfram úti. „Það var möguleiki og jú ég íhugaði það alveg alvarlega en ákvað fyrir nokkrum dögum síðan að semja við Breiðablik í staðin og vera heima með fjölskyldunni.“ Damir er afar vel liðinn hjá stuðningsmönnum Breiðabliks. Hér fagnar hann með stuðningsmönnum á Víkingsvelli eftir að Blikar tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn á síðasta ári.VÍSIR/VILHELM Lá kannski beinast við fyrst þú varst að snúa aftur heim að mæta þá aftur í Breiðablik en voru einhver önnur lið hér heima á höttunum eftir þér? „Nei engin og ég get alveg verið hreinskilinn með að ég væri aldrei að fara í neitt annað lið en Breiðablik væri ég að snúa aftur heim.“ Damir fær ekki leikheimild með Blikum fyrr en eftir að félagskiptaglugginn opnar að nýju í næsta mánuði en hann iðar af spennu yfir því að spila aftur á Kópavogsvelli „Ég er bara með fiðring núna að standa hérna og tala við þig. Ég get ekki beðið eftir því að spila hérna fyrir framan stuðningsmennina aftur.“ Damir hefur haft ýmsu að fagna í grænu treyjunni.Vísir/Hulda Margrét En nú hefur gengið vel hjá Breiðabliki upp á síðkastið. Býstu við að geta bara labbað inn í byrjunarliðið? „Nei auðvitað ekki. Ég þarf bara að berjast fyrir mínu sæti í þessu liði. Þetta er drullu gott lið og alveg sama hver hefur spilað þarna í hafsentinum, þeir eru búnir að standa sig vel. Ég þarf að berjast fyrir mínu sæti í liðinu.“ Damir skrifaði undir samning út árið við Breiðablik en hvað svo? „Við erum bara að hugsa það þannig, út árið. Svo setjumst við niður þegar nær dregur lokum þessa árs og förum yfir stöðuna.“ Þannig að það er ekki eins og þetta tímabil sé þitt síðasta? „Nei ég er alls ekki hættur.“
Besta deild karla Breiðablik Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Íslenski boltinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Fótbolti Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Fótbolti Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Fótbolti Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Fótbolti Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Fótbolti Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Fótbolti „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Fótbolti Fleiri fréttir „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Sjá meira