„Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 22. desember 2025 21:36 Mette Fredriksen er ekki ánægð með bandaríska forsetann. Samsett/EPA Utanríkisráðherra Danmerkur hyggst boða sendiherra Bandaríkjanna í Danmörku á fund sinn til að ræða skipun Bandaríkjaforseta á sendifulltrúa fyrir Grænland. Fjöldi leiðtoga í Evrópusambandinu segist standa með Dönum. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur ítrekað talað opinberlega um hvernig hann girnist Grænland, sem er nú undir stjórn Danmerkur. Í gær tilkynnti forsetinn á Truth Social, samfélagsmiðlinum sínum, að hann hefði skipað sérstakan sendifulltrúa til að sinna málefnum Grænlands. Í sameiginlegri yfirlýsingu segja Mette Fredriksen, forsætisráðherra Danmerkur, og Jens-Frederik Nielsen, landstjóri Grænlands, að það sé ekki í boði að innlima önnur lönd þrátt fyrir rökstuðning um að það varði alþjóðlegt öryggi. „Grænland tilheyrir Grænlendingum og Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland,“ segja þau samkvæmt DR. „Við væntum virðingar fyrir sameiginlegri landhelgi okkar.“ Samkvæmt skoðanakönnun sem var framkvæmd í Grænlandi í janúar vilja langflestir af 57 þúsund íbúunum sjálfstæði frá Danmörku. Þeir vilja þó ekki verða hluti af Bandaríkjunum samkvæmt The Guardian. Grafi undan fullveldi konungsdæmisins Í færslu Trumps sagði hann að Jeff Landry, nýi sendifulltrúinn, skildi hversu mikilvægt Grænland væri fyrir þjóðaröryggi Bandaríkjanna. Landry birti einnig sína eigin færslu þar sem hann sagði það heiður að fá að þjóna Trump og gera Grænland að hluta af Bandaríkjunum. Lars Lokke Rasmussen, utanríkisráðherra Danmerkur, sagði að hann myndi boða sendiherra Bandaríkjanna í Danmörku á sinn fund til að fá skýringar á skipun sendifulltrúans. Hann sagðist vera virkilega óánægður með skipunina og sérstaklega vegna ummæla Landry. „Svo lengi sem við erum með konungsdæmi í Danmörku sem samanstendur af Danmörku, Færeyjum og Grænlandi, getum við ekki samþykkt að það séu einhverjir sem grafi undan fullveldi okkar,“ segir Rasmussen. Keppast um að styðja við Dani Fjöldi evrópskra leiðtoga hefur lýst yfir stuðningi sínum við Danmörku. Þeirra á meðal er Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, sem segir að landhelgi og fullveldi séu grundvallarreglur alþjóðalaga. María Malmer Stenergard, utanríkisráðherra Svíþjóðar, hefur einnig lýst yfir stuðningi sínum við Danmörku og það hafa fulltrúar frá Þýskalandi, Lettlandi, Litháen og Eistlandi gert. Áhugi Trumps á Grænlandi vaknaði á fyrri embættistíð hans árið 2019 og sóttist hann eftir því að kaupa Grænland af Danmörku, sem forsvarsmenn Danmerkur neituðu. Hann tók aftur upp hugmyndina þegar hann tók aftur við forsætisembættinu. Bæði Donald Trump yngri, sonur þeirra eldri, og JD Vance, varaforseti Bandaríkjanna, hafa heimsótt landið á árinu. Danir héldu áfram að mótmæla sókn Bandaríkjanna. Eftir að Nielsen tók við embætti landstjóra í mars hefur hann einnig mótmælt áætlunum Trumps. Danmörk Donald Trump Grænland Bandaríkin Hótanir Bandaríkjanna vegna Grænlands Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Stórbruni í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Fleiri fréttir Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur ítrekað talað opinberlega um hvernig hann girnist Grænland, sem er nú undir stjórn Danmerkur. Í gær tilkynnti forsetinn á Truth Social, samfélagsmiðlinum sínum, að hann hefði skipað sérstakan sendifulltrúa til að sinna málefnum Grænlands. Í sameiginlegri yfirlýsingu segja Mette Fredriksen, forsætisráðherra Danmerkur, og Jens-Frederik Nielsen, landstjóri Grænlands, að það sé ekki í boði að innlima önnur lönd þrátt fyrir rökstuðning um að það varði alþjóðlegt öryggi. „Grænland tilheyrir Grænlendingum og Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland,“ segja þau samkvæmt DR. „Við væntum virðingar fyrir sameiginlegri landhelgi okkar.“ Samkvæmt skoðanakönnun sem var framkvæmd í Grænlandi í janúar vilja langflestir af 57 þúsund íbúunum sjálfstæði frá Danmörku. Þeir vilja þó ekki verða hluti af Bandaríkjunum samkvæmt The Guardian. Grafi undan fullveldi konungsdæmisins Í færslu Trumps sagði hann að Jeff Landry, nýi sendifulltrúinn, skildi hversu mikilvægt Grænland væri fyrir þjóðaröryggi Bandaríkjanna. Landry birti einnig sína eigin færslu þar sem hann sagði það heiður að fá að þjóna Trump og gera Grænland að hluta af Bandaríkjunum. Lars Lokke Rasmussen, utanríkisráðherra Danmerkur, sagði að hann myndi boða sendiherra Bandaríkjanna í Danmörku á sinn fund til að fá skýringar á skipun sendifulltrúans. Hann sagðist vera virkilega óánægður með skipunina og sérstaklega vegna ummæla Landry. „Svo lengi sem við erum með konungsdæmi í Danmörku sem samanstendur af Danmörku, Færeyjum og Grænlandi, getum við ekki samþykkt að það séu einhverjir sem grafi undan fullveldi okkar,“ segir Rasmussen. Keppast um að styðja við Dani Fjöldi evrópskra leiðtoga hefur lýst yfir stuðningi sínum við Danmörku. Þeirra á meðal er Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, sem segir að landhelgi og fullveldi séu grundvallarreglur alþjóðalaga. María Malmer Stenergard, utanríkisráðherra Svíþjóðar, hefur einnig lýst yfir stuðningi sínum við Danmörku og það hafa fulltrúar frá Þýskalandi, Lettlandi, Litháen og Eistlandi gert. Áhugi Trumps á Grænlandi vaknaði á fyrri embættistíð hans árið 2019 og sóttist hann eftir því að kaupa Grænland af Danmörku, sem forsvarsmenn Danmerkur neituðu. Hann tók aftur upp hugmyndina þegar hann tók aftur við forsætisembættinu. Bæði Donald Trump yngri, sonur þeirra eldri, og JD Vance, varaforseti Bandaríkjanna, hafa heimsótt landið á árinu. Danir héldu áfram að mótmæla sókn Bandaríkjanna. Eftir að Nielsen tók við embætti landstjóra í mars hefur hann einnig mótmælt áætlunum Trumps.
Danmörk Donald Trump Grænland Bandaríkin Hótanir Bandaríkjanna vegna Grænlands Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Stórbruni í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Fleiri fréttir Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Sjá meira