Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Samúel Karl Ólason skrifar 15. desember 2025 14:32 Steve Witkoff, sérstakur erindreki Donalds Trump, í Berlín í dag. AP/Fabian Sommer, dpa Bandaríkjamenn hafa farið fram á það við Úkraínumenn að þeir gefi eftir það landsvæði sem þeir stjórna enn á Donbas-svæðinu svokallaða og segja að slíkt sé skilyrði fyrir friðarviðræðum við Rússa. Þá þykir orðið ólíklegt að hægt verði að nota frystar eigur Rússa í Belgíu til að fjármagna lán handa Úkraínumönnum og er það meðal annars vegna þrýstings frá Washington DC. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, fundaði í dag og í gær með þeim Steve Witkoff, sérstökum erindreka Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, og Jared Kushner, tengdasyni forsetans bandaríska, í Berlín í Þýskalandi. Á fundi þeirra í gær kom meðal annars fram að Bandaríkjamenn vilja enn að Úkraínumenn hörfi frá Donabas en Úkraínumenn hafa þegar útilokað að það komi til greina. Sjá einnig: Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Donbas-svæðið er myndað af Lúhansk- og Dónetsk-héruðum í austurhluta Úkraínu. Rússar stjórna svo gott sem öllu Lúhansk en Úkraínumenn stjórna enn stórum hluta Dónetsk og er það mjög víggirt svæði sem Rússar hafa varið miklu púðri í að reyna að ná. Sóknin hefur verið stöðvuð við borgina Pokrovsk í fjölmarga mánuði. Evrópskur embættismaður sem þekkir til fundanna og ræddi við blaðamenn AFP fréttaveitunnar segir Vladimír Pútín, forseta Rússlands, vilja landsvæðið og að Bandaríkjamenn krefjist þess að Úkraínumenn hörfi frá því. Það væru Úkraínumenn ekki tilbúnir til að gera. „Það er nokkuð sláandi að Bandaríkjamenn taki afstöðu með Rússum í þessu máli,“ sagði embættismaðurinn. Fundurinn í gær stóð yfir í um fimm tíma en í fundurinn í dag tók um tvo tíma. Eftir hann fundaði Selenskí með Frank-Walter Steinmeier, forseta Þýskalands. Í kvöld stendur svo til að halda kvöldverð með þeim Friedrich Merz, kanslara Þýskalands, og Selenskí auk þeirra Keir Starmer, Giorgia Meloni, Donald Tusk og Alexander Stubb, leiðtogum Bretlands, Ítalíu, Póllands og Finnlands. Mark Rutte, framkvæmdastjóri NATO, og Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, verða þar einnig, samkvæmt AFP fréttaveitunni. Verður erfiðara að nota frosna sjóði Rússa Kaja Kallas, yfirmaður utanríkismála hjá Evrópusambandinu, sagði í morgun að það yrði sífellt ólíklegra að hægt yrði að nota frysta sjóði Rússa í Evrópu, og þá aðallega í Belgíu, til að fjármagna stærðarinnar lán til Úkraínu. Þessa sjóði vilja flestir leiðtogar Evrópu nota til að fjármagna 210 milljarða evra aðstoðarpakka handa Úkraínu, sem Úkraínumenn þyrftu ekki að greiða nema þeir fengju stríðsbætur frá yfirvöldum í Rússlandi. Sjá einnig: ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Aðstoðarpakki þessi þykir einstaklega mikilvægur, þar sem útlit er fyrir að verulegur halli verði á ríkisrekstri Úkraínu á næsta ári og þar að auki yrði hægt að nota peningana til að fjármagna hergagnakaup fyrir Úkraínu. Eins og segir í grein Politico hafa Merz og aðrir leiðtogar í Evrópu sagt að haldlagningin sé nauðsynleg. Til stendur að greiða atkvæði um málið á leiðtogafundi ESB seinna í vikunni. Belgar hafa ekki verið tilbúnir til að leggja hald á þessa frystu sjóði, meðal annars vegna hótana Rússa um lögsóknir og að þeir muni krefjast þess að fá þá endurgreidda. Þá hafa fregnir einnig borist af því að ráðamenn í Bandaríkjunum hafi þrýst á ráðamenn í Evrópu um að leggja ekki hald á sjóðina. Ungverjar og Slóvakar hafa lýst yfir andstöðu við haldlagninguna en á undanförnum dögum hefur sambærilegur rökflutningur borist frá Ítalíu, Búlgaríu og Möltu. Erindrekar og embættismenn Trumps hafa á undanförnum vikum ítrekað gefið til kynna að þeir vilji koma höndum yfir frysta sjóði Rússa í Evrópu, eða i það minnsta stóran hluta þeirra. Þeir hafa einnig gert Evrópumönnum ljóst að þeir vilji veita Rússum aftur aðgang að alþjóðahagkerfinu. Meðal annars hafa Bandaríkjamenn lagt til að hluti sjóðanna, eða hundrað milljarðar dala, verði settur í sérstakan sjóð sem nota eigi til uppbyggingar í Úkraínu. Ríki Evrópu eiga að setja eigin hundrað milljarða í þennan sjóð einnig en Bandaríkjamenn myndu hirða helminginn af hagnaðinum. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Donald Trump Rússland Vladimír Pútín Þýskaland NATO Tengdar fréttir Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti heldur til Bretlands á mánudaginn þar sem hann mun funda með Keir Starmer forsætisráðherra, Emmanuel Macron Frakklandsforseta og Friedrich Merz Þýskalandskanslara í Downing-stræti og upplýsa þá um stöðu yfirstandandi viðræðna milli bandarískra og úkraínskra erindreka um mögulegan friðarsáttmála. 6. desember 2025 23:19 Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Ráðamenn í Evrópu bera lítið traust til erindreka Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, í tengslum við viðræður Bandaríkjamanna við Rússa um mögulegan frið í Evrópu. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, varaði aðra þjóðarleiðtoga og embættismenn í Evrópu við því á dögunum að ráðamenn í Bandaríkjunum gætu á endanum svikið Úkraínu og Evrópu. 4. desember 2025 19:03 Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Ráðamenn í Evrópu bera lítið traust til erindreka Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, í tengslum við viðræður Bandaríkjamanna við Rússa um mögulegan frið í Evrópu. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, varaði aðra þjóðarleiðtoga og embættismenn í Evrópu við því á dögunum að ráðamenn í Bandaríkjunum gætu á endanum svikið Úkraínu og Evrópu. 4. desember 2025 19:03 Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segir að átökunum í Úkraínu muni ekki linna fyrr en úkraínskir hermenn hörfi frá „landsvæðum sem þeir halda“. Hörfi þeir ekki muni Rússar ná fram markmiðum sínum með hervaldi. 27. nóvember 2025 14:42 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Fleiri fréttir Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Sjá meira
Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, fundaði í dag og í gær með þeim Steve Witkoff, sérstökum erindreka Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, og Jared Kushner, tengdasyni forsetans bandaríska, í Berlín í Þýskalandi. Á fundi þeirra í gær kom meðal annars fram að Bandaríkjamenn vilja enn að Úkraínumenn hörfi frá Donabas en Úkraínumenn hafa þegar útilokað að það komi til greina. Sjá einnig: Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Donbas-svæðið er myndað af Lúhansk- og Dónetsk-héruðum í austurhluta Úkraínu. Rússar stjórna svo gott sem öllu Lúhansk en Úkraínumenn stjórna enn stórum hluta Dónetsk og er það mjög víggirt svæði sem Rússar hafa varið miklu púðri í að reyna að ná. Sóknin hefur verið stöðvuð við borgina Pokrovsk í fjölmarga mánuði. Evrópskur embættismaður sem þekkir til fundanna og ræddi við blaðamenn AFP fréttaveitunnar segir Vladimír Pútín, forseta Rússlands, vilja landsvæðið og að Bandaríkjamenn krefjist þess að Úkraínumenn hörfi frá því. Það væru Úkraínumenn ekki tilbúnir til að gera. „Það er nokkuð sláandi að Bandaríkjamenn taki afstöðu með Rússum í þessu máli,“ sagði embættismaðurinn. Fundurinn í gær stóð yfir í um fimm tíma en í fundurinn í dag tók um tvo tíma. Eftir hann fundaði Selenskí með Frank-Walter Steinmeier, forseta Þýskalands. Í kvöld stendur svo til að halda kvöldverð með þeim Friedrich Merz, kanslara Þýskalands, og Selenskí auk þeirra Keir Starmer, Giorgia Meloni, Donald Tusk og Alexander Stubb, leiðtogum Bretlands, Ítalíu, Póllands og Finnlands. Mark Rutte, framkvæmdastjóri NATO, og Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, verða þar einnig, samkvæmt AFP fréttaveitunni. Verður erfiðara að nota frosna sjóði Rússa Kaja Kallas, yfirmaður utanríkismála hjá Evrópusambandinu, sagði í morgun að það yrði sífellt ólíklegra að hægt yrði að nota frysta sjóði Rússa í Evrópu, og þá aðallega í Belgíu, til að fjármagna stærðarinnar lán til Úkraínu. Þessa sjóði vilja flestir leiðtogar Evrópu nota til að fjármagna 210 milljarða evra aðstoðarpakka handa Úkraínu, sem Úkraínumenn þyrftu ekki að greiða nema þeir fengju stríðsbætur frá yfirvöldum í Rússlandi. Sjá einnig: ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Aðstoðarpakki þessi þykir einstaklega mikilvægur, þar sem útlit er fyrir að verulegur halli verði á ríkisrekstri Úkraínu á næsta ári og þar að auki yrði hægt að nota peningana til að fjármagna hergagnakaup fyrir Úkraínu. Eins og segir í grein Politico hafa Merz og aðrir leiðtogar í Evrópu sagt að haldlagningin sé nauðsynleg. Til stendur að greiða atkvæði um málið á leiðtogafundi ESB seinna í vikunni. Belgar hafa ekki verið tilbúnir til að leggja hald á þessa frystu sjóði, meðal annars vegna hótana Rússa um lögsóknir og að þeir muni krefjast þess að fá þá endurgreidda. Þá hafa fregnir einnig borist af því að ráðamenn í Bandaríkjunum hafi þrýst á ráðamenn í Evrópu um að leggja ekki hald á sjóðina. Ungverjar og Slóvakar hafa lýst yfir andstöðu við haldlagninguna en á undanförnum dögum hefur sambærilegur rökflutningur borist frá Ítalíu, Búlgaríu og Möltu. Erindrekar og embættismenn Trumps hafa á undanförnum vikum ítrekað gefið til kynna að þeir vilji koma höndum yfir frysta sjóði Rússa í Evrópu, eða i það minnsta stóran hluta þeirra. Þeir hafa einnig gert Evrópumönnum ljóst að þeir vilji veita Rússum aftur aðgang að alþjóðahagkerfinu. Meðal annars hafa Bandaríkjamenn lagt til að hluti sjóðanna, eða hundrað milljarðar dala, verði settur í sérstakan sjóð sem nota eigi til uppbyggingar í Úkraínu. Ríki Evrópu eiga að setja eigin hundrað milljarða í þennan sjóð einnig en Bandaríkjamenn myndu hirða helminginn af hagnaðinum.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Donald Trump Rússland Vladimír Pútín Þýskaland NATO Tengdar fréttir Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti heldur til Bretlands á mánudaginn þar sem hann mun funda með Keir Starmer forsætisráðherra, Emmanuel Macron Frakklandsforseta og Friedrich Merz Þýskalandskanslara í Downing-stræti og upplýsa þá um stöðu yfirstandandi viðræðna milli bandarískra og úkraínskra erindreka um mögulegan friðarsáttmála. 6. desember 2025 23:19 Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Ráðamenn í Evrópu bera lítið traust til erindreka Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, í tengslum við viðræður Bandaríkjamanna við Rússa um mögulegan frið í Evrópu. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, varaði aðra þjóðarleiðtoga og embættismenn í Evrópu við því á dögunum að ráðamenn í Bandaríkjunum gætu á endanum svikið Úkraínu og Evrópu. 4. desember 2025 19:03 Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Ráðamenn í Evrópu bera lítið traust til erindreka Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, í tengslum við viðræður Bandaríkjamanna við Rússa um mögulegan frið í Evrópu. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, varaði aðra þjóðarleiðtoga og embættismenn í Evrópu við því á dögunum að ráðamenn í Bandaríkjunum gætu á endanum svikið Úkraínu og Evrópu. 4. desember 2025 19:03 Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segir að átökunum í Úkraínu muni ekki linna fyrr en úkraínskir hermenn hörfi frá „landsvæðum sem þeir halda“. Hörfi þeir ekki muni Rússar ná fram markmiðum sínum með hervaldi. 27. nóvember 2025 14:42 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Fleiri fréttir Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Sjá meira
Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti heldur til Bretlands á mánudaginn þar sem hann mun funda með Keir Starmer forsætisráðherra, Emmanuel Macron Frakklandsforseta og Friedrich Merz Þýskalandskanslara í Downing-stræti og upplýsa þá um stöðu yfirstandandi viðræðna milli bandarískra og úkraínskra erindreka um mögulegan friðarsáttmála. 6. desember 2025 23:19
Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Ráðamenn í Evrópu bera lítið traust til erindreka Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, í tengslum við viðræður Bandaríkjamanna við Rússa um mögulegan frið í Evrópu. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, varaði aðra þjóðarleiðtoga og embættismenn í Evrópu við því á dögunum að ráðamenn í Bandaríkjunum gætu á endanum svikið Úkraínu og Evrópu. 4. desember 2025 19:03
Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Ráðamenn í Evrópu bera lítið traust til erindreka Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, í tengslum við viðræður Bandaríkjamanna við Rússa um mögulegan frið í Evrópu. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, varaði aðra þjóðarleiðtoga og embættismenn í Evrópu við því á dögunum að ráðamenn í Bandaríkjunum gætu á endanum svikið Úkraínu og Evrópu. 4. desember 2025 19:03
Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segir að átökunum í Úkraínu muni ekki linna fyrr en úkraínskir hermenn hörfi frá „landsvæðum sem þeir halda“. Hörfi þeir ekki muni Rússar ná fram markmiðum sínum með hervaldi. 27. nóvember 2025 14:42