Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 6. desember 2025 23:19 Marco Rubio utanríkisráðherra og Donald Trump forseti virðast líta á Evrópu sem meiri óvin sinn en Pútín. AP Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti heldur til Bretlands á mánudaginn þar sem hann mun funda með Keir Starmer forsætisráðherra, Emmanuel Macron Frakklandsforseta og Friedrich Merz Þýskalandskanslara í Downing-stræti og upplýsa þá um stöðu yfirstandandi viðræðna milli bandarískra og úkraínskra erindreka um mögulegan friðarsáttmála. Leiðtogarnir fjórir áttu fjarfund fyrir tveimur vikum síðan þar sem mögulegt friðargæslulið „bandalags hinna viljugu“ í Úkraínu var rætt sem ætlað er að tryggja öryggi Úkraínu þegar vopnahlé kemst á. Reuters og Guardian fjalla um málið. Afdrikaríkir dagar Drög að friðarsáttmála, sem lekið var á dögunum og samið var um í kyrrþey milli bandarískra og rússneskra embættismanna, hafa ekki fallið vel í kramið hvorki í Kænugarði né í öðrum höfuðborgum Evrópu. Getgátur eru jafnvel uppi um að texti þessa 28 punkta draga hafi verið vélþýddur af rússnesku. Úkraínumenn sögðu þessi drög samsvara uppgjöf. Erindrekarnir bandarísku sem útbjuggu þessi drög ásamt rússneskum erindrekum, og freista nú að ná samningi við Úkraínumenn, eru þeir Steve Witkoff fasteignamógúll og golffélagi Trump og Jared Kushner tengdasonur hans. Þeir hafa nú í þrjá daga staðið í viðræðum við Rustem Úmerov og Andríj Hnatov, sem sitja í herforingjaráði Úkraínu, í Miami í Flórídaríki. Þess er vert að geta að Kushner, tengdasonur Trump, varð vellauðugur á aðkomu sinni að Abrahamsamningunum svokölluðu sem höfðu það að marki að koma sambandi Ísraels og hóps Arabaríkja í eðlilegt horf árið 2020. Selenskí Úkraínuforseti er upplitsdjarfur þrátt fyrir allt.AP Í kvöld sagðist Selenskí hafa átt „mjög innihaldsríkt og uppbyggilegt“ símtal við bandarísku sendimennina Witkoff og Kushner sem hann ræddi við í gegnum fjarfundarbúnað. „Úkraína er staðráðin í að halda áfram að vinna heiðarlega með Bandaríkjamönnum að því að koma á raunverulegum friði. Við komum okkur saman um næstu skref viðræðnanna við Bandaríkin og fyrirkomulag þeirra,“ skrifaði Selenskí í færslu á samfélagsmiðlum. Forgangsatriði að „kynda undir mótstöðu“ í Evrópu Viðræðurnar eru haldnar í skugga nýrrar þjóðaröryggisáætlunar Bandaríkjastjórnar sem birt var í gær. Í henni er varpað ljósi á þá gjá sem myndast hefur á milli heimsmynda leiðtoga hvorra sín megin við Atlantshafið. Líkt og fjallað var um í gær hefur innihald áætlunarinnar valdið miklum áhyggjum og hneykslan í Evrópu. Samkvæmt henni líta bandarísk stjórnvöld svo á að Evrópa standi frammi fyrir algjöru siðrofi vegna stríðs straums innflytjenda. Í það stefni að Evrópa verði ekki lengur áreiðanlegir bandamenn vegna þess að bráðum verði íbúar Evrópu að minnihluta í eigin löndum. Ekkert er vikið að lýðræðislegum gildum, mannréttindum eða virðingu fyrir lögum og reglum í kafla áætlunarinnar um hvað Bandaríkjastjórn vilji í og frá heimsbyggðinni. Þess í stað segir í áætlunin að markmiðið sé að vesturhvel jarðar verði nógu stöðugt og vel stjórnað til þess að koma í veg fyrir fjöldaflutninga fólks til Bandaríkjanna. Einnig er „stöðugu“ sambandi við Rússland forgangsraðað og beinlínis sagt að ríkisstjórnir Evrópu hafi að svo miklu leyti grafið undan lýðræði og tjáningarfrelsi í álfunni að raddir „hins mikla meirihluta“ sem vilji gefa Úkraínu upp á bátinn og þannig ná skjótum friði. Í áætluninni er það berum orðum sagt að það sé forgangsatriði í utanríkisstefnu Bandaríkjanna að „kynda undir andstöðu“ við þá stefnu sem Evrópuþjóðir eru á. Bandaríkin Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Erlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Fleiri fréttir Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Sjá meira
Leiðtogarnir fjórir áttu fjarfund fyrir tveimur vikum síðan þar sem mögulegt friðargæslulið „bandalags hinna viljugu“ í Úkraínu var rætt sem ætlað er að tryggja öryggi Úkraínu þegar vopnahlé kemst á. Reuters og Guardian fjalla um málið. Afdrikaríkir dagar Drög að friðarsáttmála, sem lekið var á dögunum og samið var um í kyrrþey milli bandarískra og rússneskra embættismanna, hafa ekki fallið vel í kramið hvorki í Kænugarði né í öðrum höfuðborgum Evrópu. Getgátur eru jafnvel uppi um að texti þessa 28 punkta draga hafi verið vélþýddur af rússnesku. Úkraínumenn sögðu þessi drög samsvara uppgjöf. Erindrekarnir bandarísku sem útbjuggu þessi drög ásamt rússneskum erindrekum, og freista nú að ná samningi við Úkraínumenn, eru þeir Steve Witkoff fasteignamógúll og golffélagi Trump og Jared Kushner tengdasonur hans. Þeir hafa nú í þrjá daga staðið í viðræðum við Rustem Úmerov og Andríj Hnatov, sem sitja í herforingjaráði Úkraínu, í Miami í Flórídaríki. Þess er vert að geta að Kushner, tengdasonur Trump, varð vellauðugur á aðkomu sinni að Abrahamsamningunum svokölluðu sem höfðu það að marki að koma sambandi Ísraels og hóps Arabaríkja í eðlilegt horf árið 2020. Selenskí Úkraínuforseti er upplitsdjarfur þrátt fyrir allt.AP Í kvöld sagðist Selenskí hafa átt „mjög innihaldsríkt og uppbyggilegt“ símtal við bandarísku sendimennina Witkoff og Kushner sem hann ræddi við í gegnum fjarfundarbúnað. „Úkraína er staðráðin í að halda áfram að vinna heiðarlega með Bandaríkjamönnum að því að koma á raunverulegum friði. Við komum okkur saman um næstu skref viðræðnanna við Bandaríkin og fyrirkomulag þeirra,“ skrifaði Selenskí í færslu á samfélagsmiðlum. Forgangsatriði að „kynda undir mótstöðu“ í Evrópu Viðræðurnar eru haldnar í skugga nýrrar þjóðaröryggisáætlunar Bandaríkjastjórnar sem birt var í gær. Í henni er varpað ljósi á þá gjá sem myndast hefur á milli heimsmynda leiðtoga hvorra sín megin við Atlantshafið. Líkt og fjallað var um í gær hefur innihald áætlunarinnar valdið miklum áhyggjum og hneykslan í Evrópu. Samkvæmt henni líta bandarísk stjórnvöld svo á að Evrópa standi frammi fyrir algjöru siðrofi vegna stríðs straums innflytjenda. Í það stefni að Evrópa verði ekki lengur áreiðanlegir bandamenn vegna þess að bráðum verði íbúar Evrópu að minnihluta í eigin löndum. Ekkert er vikið að lýðræðislegum gildum, mannréttindum eða virðingu fyrir lögum og reglum í kafla áætlunarinnar um hvað Bandaríkjastjórn vilji í og frá heimsbyggðinni. Þess í stað segir í áætlunin að markmiðið sé að vesturhvel jarðar verði nógu stöðugt og vel stjórnað til þess að koma í veg fyrir fjöldaflutninga fólks til Bandaríkjanna. Einnig er „stöðugu“ sambandi við Rússland forgangsraðað og beinlínis sagt að ríkisstjórnir Evrópu hafi að svo miklu leyti grafið undan lýðræði og tjáningarfrelsi í álfunni að raddir „hins mikla meirihluta“ sem vilji gefa Úkraínu upp á bátinn og þannig ná skjótum friði. Í áætluninni er það berum orðum sagt að það sé forgangsatriði í utanríkisstefnu Bandaríkjanna að „kynda undir andstöðu“ við þá stefnu sem Evrópuþjóðir eru á.
Bandaríkin Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Erlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Fleiri fréttir Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Sjá meira