„Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 15. desember 2025 10:02 Viktor Gyökeres þótti ekki eiga góðan leik gegn Wolves. getty/Catherine Ivill Framherjamál Arsenal voru til umræðu í Sunnudagsmessunni í gær, meðal annars frammistaða Viktors Gyökeres það sem af er tímabili. Arsenal vann nauman sigur á botnliði Wolves, 2-1, í fyrradag. Sigurmarkið var sjálfsmark og kom í uppbótartíma. Gyökeres byrjaði í fremstu víglínu hjá Skyttunum gegn Úlfunum en fann sig ekki. Mikel Merino, sem hefur leyst stöðu framherja hjá Arsenal að undanförnu, kom inn á eftir tæplega klukkutíma. „Ég hefði haldið í þessum leik hefði Merino hentað betur frammi, með allar litlu og fínu sendingarnar sínar frekar en Gyökeres,“ sagði Bjarni Guðjónsson í Messunni. Klippa: Messan - umræða um framherjamál Arsenal Eftir langa fjarveru vegna meiðsla er Gabriel Jesus aftur kominn á ferðina og hann átti þátt í sigurmarki Arsenal gegn Wolves. Svífur um fyrstu leikina „Ef hann er að koma inn á og valda svona usla sem skilar sigri er hann strax byrjaður að því,“ sagði Kjartan Henry Finnbogason, aðspurður hvort Jesus myndi hafa áhrif á leik Arsenal. Gabriel Jesus í baráttu við Yerson Mosquera sem skallaði boltann í eigið mark og tryggði Arsenal sigur á Wolves.getty/Catherine Ivill „Það er ár síðan hann spilaði síðast. Hann er frábær leikmaður en það er oft þannig þegar þú kemur til baka að þá svífurðu alveg um fyrstu 3-4 leikina en svo kemur bakslag,“ sagði Kjartan Henry og beindi því næst umræðunni að Merino og Gyökeres. Finnst hann ekki henta Arsenal „Við vorum að tala um það í Big Ben um daginn að ef við ættum að velja framherja fyrir Arsenal eins og staðan er í dag hefði ég alltaf valið Merino,“ sagði Kjartan Henry. „Það er allt önnur skepna að koma í ensku úrvalsdeildina úr þeirri portúgölsku og þeir [Sporting] spiluðu allt öðruvísi fótbolta heldur en Arsenal gerir. Þetta tekur tíma og það er svakaleg pressa á honum. En mér finnst hann ekki henta Arsenal eins og Arsenal vill spila.“ Mikel Arteta ræðir við sína menn.getty/Catherine Ivill Í sporum Mikels Arteta, knattspyrnustjóra Arsenal, myndi Kjartan Henry frekar veðja á Merino en Gyökeres. „Maður getur bara tekið mið af því sem er í dag. Ef ég ætti að velja myndi ég hafa Merino frammi,“ sagði Kjartan Henry. Áhyggjur í svipnum Bjarna finnst áran yfir Gyökeres ekki góð. „Finnst þér lúkkið á honum ekkert þannig að hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ sagði Bjarni. „Það eru áhyggjur í svipnum og hann fer að svara þegar það er kallað á hann á meðan þegar Merino fer fram hugsar hann bara: Ég þarf ekki að skora. Ég er ekki framherji. Ég ætla bara að spila þennan leik eins og ég er beðinn um að spila og þetta flýtur og rúllar mikið betur í kringum hann.“ Innslagið úr Messunni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Enski boltinn Messan Arsenal FC Tengdar fréttir „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Sérfræðingar Sunnudagsmessunnar eru hrifnir af Hugo Ekitike og telja farsælla að hann byrji inn á í framlínu Liverpool frekar en Alexander Isak. 15. desember 2025 07:30 Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Arsenal er komið aftur á sigurbraut og með fimm stiga forskot á toppi ensku úrvalsdeildarinnar eftir dramatískan 2-1 sigur á botnliði Úlfanna í kvöld. Úlfarnir skoruðu þó öll mörkin á Emirates-leikvanginum í kvöld. 13. desember 2025 22:00 Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Benóný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Sjá meira
Arsenal vann nauman sigur á botnliði Wolves, 2-1, í fyrradag. Sigurmarkið var sjálfsmark og kom í uppbótartíma. Gyökeres byrjaði í fremstu víglínu hjá Skyttunum gegn Úlfunum en fann sig ekki. Mikel Merino, sem hefur leyst stöðu framherja hjá Arsenal að undanförnu, kom inn á eftir tæplega klukkutíma. „Ég hefði haldið í þessum leik hefði Merino hentað betur frammi, með allar litlu og fínu sendingarnar sínar frekar en Gyökeres,“ sagði Bjarni Guðjónsson í Messunni. Klippa: Messan - umræða um framherjamál Arsenal Eftir langa fjarveru vegna meiðsla er Gabriel Jesus aftur kominn á ferðina og hann átti þátt í sigurmarki Arsenal gegn Wolves. Svífur um fyrstu leikina „Ef hann er að koma inn á og valda svona usla sem skilar sigri er hann strax byrjaður að því,“ sagði Kjartan Henry Finnbogason, aðspurður hvort Jesus myndi hafa áhrif á leik Arsenal. Gabriel Jesus í baráttu við Yerson Mosquera sem skallaði boltann í eigið mark og tryggði Arsenal sigur á Wolves.getty/Catherine Ivill „Það er ár síðan hann spilaði síðast. Hann er frábær leikmaður en það er oft þannig þegar þú kemur til baka að þá svífurðu alveg um fyrstu 3-4 leikina en svo kemur bakslag,“ sagði Kjartan Henry og beindi því næst umræðunni að Merino og Gyökeres. Finnst hann ekki henta Arsenal „Við vorum að tala um það í Big Ben um daginn að ef við ættum að velja framherja fyrir Arsenal eins og staðan er í dag hefði ég alltaf valið Merino,“ sagði Kjartan Henry. „Það er allt önnur skepna að koma í ensku úrvalsdeildina úr þeirri portúgölsku og þeir [Sporting] spiluðu allt öðruvísi fótbolta heldur en Arsenal gerir. Þetta tekur tíma og það er svakaleg pressa á honum. En mér finnst hann ekki henta Arsenal eins og Arsenal vill spila.“ Mikel Arteta ræðir við sína menn.getty/Catherine Ivill Í sporum Mikels Arteta, knattspyrnustjóra Arsenal, myndi Kjartan Henry frekar veðja á Merino en Gyökeres. „Maður getur bara tekið mið af því sem er í dag. Ef ég ætti að velja myndi ég hafa Merino frammi,“ sagði Kjartan Henry. Áhyggjur í svipnum Bjarna finnst áran yfir Gyökeres ekki góð. „Finnst þér lúkkið á honum ekkert þannig að hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ sagði Bjarni. „Það eru áhyggjur í svipnum og hann fer að svara þegar það er kallað á hann á meðan þegar Merino fer fram hugsar hann bara: Ég þarf ekki að skora. Ég er ekki framherji. Ég ætla bara að spila þennan leik eins og ég er beðinn um að spila og þetta flýtur og rúllar mikið betur í kringum hann.“ Innslagið úr Messunni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Enski boltinn Messan Arsenal FC Tengdar fréttir „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Sérfræðingar Sunnudagsmessunnar eru hrifnir af Hugo Ekitike og telja farsælla að hann byrji inn á í framlínu Liverpool frekar en Alexander Isak. 15. desember 2025 07:30 Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Arsenal er komið aftur á sigurbraut og með fimm stiga forskot á toppi ensku úrvalsdeildarinnar eftir dramatískan 2-1 sigur á botnliði Úlfanna í kvöld. Úlfarnir skoruðu þó öll mörkin á Emirates-leikvanginum í kvöld. 13. desember 2025 22:00 Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Benóný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Sjá meira
„Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Sérfræðingar Sunnudagsmessunnar eru hrifnir af Hugo Ekitike og telja farsælla að hann byrji inn á í framlínu Liverpool frekar en Alexander Isak. 15. desember 2025 07:30
Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Arsenal er komið aftur á sigurbraut og með fimm stiga forskot á toppi ensku úrvalsdeildarinnar eftir dramatískan 2-1 sigur á botnliði Úlfanna í kvöld. Úlfarnir skoruðu þó öll mörkin á Emirates-leikvanginum í kvöld. 13. desember 2025 22:00