„Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 15. desember 2025 10:02 Viktor Gyökeres þótti ekki eiga góðan leik gegn Wolves. getty/Catherine Ivill Framherjamál Arsenal voru til umræðu í Sunnudagsmessunni í gær, meðal annars frammistaða Viktors Gyökeres það sem af er tímabili. Arsenal vann nauman sigur á botnliði Wolves, 2-1, í fyrradag. Sigurmarkið var sjálfsmark og kom í uppbótartíma. Gyökeres byrjaði í fremstu víglínu hjá Skyttunum gegn Úlfunum en fann sig ekki. Mikel Merino, sem hefur leyst stöðu framherja hjá Arsenal að undanförnu, kom inn á eftir tæplega klukkutíma. „Ég hefði haldið í þessum leik hefði Merino hentað betur frammi, með allar litlu og fínu sendingarnar sínar frekar en Gyökeres,“ sagði Bjarni Guðjónsson í Messunni. Klippa: Messan - umræða um framherjamál Arsenal Eftir langa fjarveru vegna meiðsla er Gabriel Jesus aftur kominn á ferðina og hann átti þátt í sigurmarki Arsenal gegn Wolves. Svífur um fyrstu leikina „Ef hann er að koma inn á og valda svona usla sem skilar sigri er hann strax byrjaður að því,“ sagði Kjartan Henry Finnbogason, aðspurður hvort Jesus myndi hafa áhrif á leik Arsenal. Gabriel Jesus í baráttu við Yerson Mosquera sem skallaði boltann í eigið mark og tryggði Arsenal sigur á Wolves.getty/Catherine Ivill „Það er ár síðan hann spilaði síðast. Hann er frábær leikmaður en það er oft þannig þegar þú kemur til baka að þá svífurðu alveg um fyrstu 3-4 leikina en svo kemur bakslag,“ sagði Kjartan Henry og beindi því næst umræðunni að Merino og Gyökeres. Finnst hann ekki henta Arsenal „Við vorum að tala um það í Big Ben um daginn að ef við ættum að velja framherja fyrir Arsenal eins og staðan er í dag hefði ég alltaf valið Merino,“ sagði Kjartan Henry. „Það er allt önnur skepna að koma í ensku úrvalsdeildina úr þeirri portúgölsku og þeir [Sporting] spiluðu allt öðruvísi fótbolta heldur en Arsenal gerir. Þetta tekur tíma og það er svakaleg pressa á honum. En mér finnst hann ekki henta Arsenal eins og Arsenal vill spila.“ Mikel Arteta ræðir við sína menn.getty/Catherine Ivill Í sporum Mikels Arteta, knattspyrnustjóra Arsenal, myndi Kjartan Henry frekar veðja á Merino en Gyökeres. „Maður getur bara tekið mið af því sem er í dag. Ef ég ætti að velja myndi ég hafa Merino frammi,“ sagði Kjartan Henry. Áhyggjur í svipnum Bjarna finnst áran yfir Gyökeres ekki góð. „Finnst þér lúkkið á honum ekkert þannig að hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ sagði Bjarni. „Það eru áhyggjur í svipnum og hann fer að svara þegar það er kallað á hann á meðan þegar Merino fer fram hugsar hann bara: Ég þarf ekki að skora. Ég er ekki framherji. Ég ætla bara að spila þennan leik eins og ég er beðinn um að spila og þetta flýtur og rúllar mikið betur í kringum hann.“ Innslagið úr Messunni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Enski boltinn Messan Arsenal FC Tengdar fréttir „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Sérfræðingar Sunnudagsmessunnar eru hrifnir af Hugo Ekitike og telja farsælla að hann byrji inn á í framlínu Liverpool frekar en Alexander Isak. 15. desember 2025 07:30 Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Arsenal er komið aftur á sigurbraut og með fimm stiga forskot á toppi ensku úrvalsdeildarinnar eftir dramatískan 2-1 sigur á botnliði Úlfanna í kvöld. Úlfarnir skoruðu þó öll mörkin á Emirates-leikvanginum í kvöld. 13. desember 2025 22:00 Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Enski boltinn Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Tvenna frá Sesko dugði United skammt Enski boltinn Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Körfubolti Fleiri fréttir „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Kudus bætir gráu ofan á svart Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Tvenna frá Sesko dugði United skammt Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Keegan með krabbamein Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Fletcher fékk blessun frá Ferguson Aðeins fimmti svarti Englendingurinn í sögunni Segir rugl að ætla að ræða United Sjá meira
Arsenal vann nauman sigur á botnliði Wolves, 2-1, í fyrradag. Sigurmarkið var sjálfsmark og kom í uppbótartíma. Gyökeres byrjaði í fremstu víglínu hjá Skyttunum gegn Úlfunum en fann sig ekki. Mikel Merino, sem hefur leyst stöðu framherja hjá Arsenal að undanförnu, kom inn á eftir tæplega klukkutíma. „Ég hefði haldið í þessum leik hefði Merino hentað betur frammi, með allar litlu og fínu sendingarnar sínar frekar en Gyökeres,“ sagði Bjarni Guðjónsson í Messunni. Klippa: Messan - umræða um framherjamál Arsenal Eftir langa fjarveru vegna meiðsla er Gabriel Jesus aftur kominn á ferðina og hann átti þátt í sigurmarki Arsenal gegn Wolves. Svífur um fyrstu leikina „Ef hann er að koma inn á og valda svona usla sem skilar sigri er hann strax byrjaður að því,“ sagði Kjartan Henry Finnbogason, aðspurður hvort Jesus myndi hafa áhrif á leik Arsenal. Gabriel Jesus í baráttu við Yerson Mosquera sem skallaði boltann í eigið mark og tryggði Arsenal sigur á Wolves.getty/Catherine Ivill „Það er ár síðan hann spilaði síðast. Hann er frábær leikmaður en það er oft þannig þegar þú kemur til baka að þá svífurðu alveg um fyrstu 3-4 leikina en svo kemur bakslag,“ sagði Kjartan Henry og beindi því næst umræðunni að Merino og Gyökeres. Finnst hann ekki henta Arsenal „Við vorum að tala um það í Big Ben um daginn að ef við ættum að velja framherja fyrir Arsenal eins og staðan er í dag hefði ég alltaf valið Merino,“ sagði Kjartan Henry. „Það er allt önnur skepna að koma í ensku úrvalsdeildina úr þeirri portúgölsku og þeir [Sporting] spiluðu allt öðruvísi fótbolta heldur en Arsenal gerir. Þetta tekur tíma og það er svakaleg pressa á honum. En mér finnst hann ekki henta Arsenal eins og Arsenal vill spila.“ Mikel Arteta ræðir við sína menn.getty/Catherine Ivill Í sporum Mikels Arteta, knattspyrnustjóra Arsenal, myndi Kjartan Henry frekar veðja á Merino en Gyökeres. „Maður getur bara tekið mið af því sem er í dag. Ef ég ætti að velja myndi ég hafa Merino frammi,“ sagði Kjartan Henry. Áhyggjur í svipnum Bjarna finnst áran yfir Gyökeres ekki góð. „Finnst þér lúkkið á honum ekkert þannig að hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ sagði Bjarni. „Það eru áhyggjur í svipnum og hann fer að svara þegar það er kallað á hann á meðan þegar Merino fer fram hugsar hann bara: Ég þarf ekki að skora. Ég er ekki framherji. Ég ætla bara að spila þennan leik eins og ég er beðinn um að spila og þetta flýtur og rúllar mikið betur í kringum hann.“ Innslagið úr Messunni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Enski boltinn Messan Arsenal FC Tengdar fréttir „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Sérfræðingar Sunnudagsmessunnar eru hrifnir af Hugo Ekitike og telja farsælla að hann byrji inn á í framlínu Liverpool frekar en Alexander Isak. 15. desember 2025 07:30 Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Arsenal er komið aftur á sigurbraut og með fimm stiga forskot á toppi ensku úrvalsdeildarinnar eftir dramatískan 2-1 sigur á botnliði Úlfanna í kvöld. Úlfarnir skoruðu þó öll mörkin á Emirates-leikvanginum í kvöld. 13. desember 2025 22:00 Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Enski boltinn Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Tvenna frá Sesko dugði United skammt Enski boltinn Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Körfubolti Fleiri fréttir „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Kudus bætir gráu ofan á svart Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Tvenna frá Sesko dugði United skammt Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Keegan með krabbamein Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Fletcher fékk blessun frá Ferguson Aðeins fimmti svarti Englendingurinn í sögunni Segir rugl að ætla að ræða United Sjá meira
„Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Sérfræðingar Sunnudagsmessunnar eru hrifnir af Hugo Ekitike og telja farsælla að hann byrji inn á í framlínu Liverpool frekar en Alexander Isak. 15. desember 2025 07:30
Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Arsenal er komið aftur á sigurbraut og með fimm stiga forskot á toppi ensku úrvalsdeildarinnar eftir dramatískan 2-1 sigur á botnliði Úlfanna í kvöld. Úlfarnir skoruðu þó öll mörkin á Emirates-leikvanginum í kvöld. 13. desember 2025 22:00