„Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 15. desember 2025 10:02 Viktor Gyökeres þótti ekki eiga góðan leik gegn Wolves. getty/Catherine Ivill Framherjamál Arsenal voru til umræðu í Sunnudagsmessunni í gær, meðal annars frammistaða Viktors Gyökeres það sem af er tímabili. Arsenal vann nauman sigur á botnliði Wolves, 2-1, í fyrradag. Sigurmarkið var sjálfsmark og kom í uppbótartíma. Gyökeres byrjaði í fremstu víglínu hjá Skyttunum gegn Úlfunum en fann sig ekki. Mikel Merino, sem hefur leyst stöðu framherja hjá Arsenal að undanförnu, kom inn á eftir tæplega klukkutíma. „Ég hefði haldið í þessum leik hefði Merino hentað betur frammi, með allar litlu og fínu sendingarnar sínar frekar en Gyökeres,“ sagði Bjarni Guðjónsson í Messunni. Klippa: Messan - umræða um framherjamál Arsenal Eftir langa fjarveru vegna meiðsla er Gabriel Jesus aftur kominn á ferðina og hann átti þátt í sigurmarki Arsenal gegn Wolves. Svífur um fyrstu leikina „Ef hann er að koma inn á og valda svona usla sem skilar sigri er hann strax byrjaður að því,“ sagði Kjartan Henry Finnbogason, aðspurður hvort Jesus myndi hafa áhrif á leik Arsenal. Gabriel Jesus í baráttu við Yerson Mosquera sem skallaði boltann í eigið mark og tryggði Arsenal sigur á Wolves.getty/Catherine Ivill „Það er ár síðan hann spilaði síðast. Hann er frábær leikmaður en það er oft þannig þegar þú kemur til baka að þá svífurðu alveg um fyrstu 3-4 leikina en svo kemur bakslag,“ sagði Kjartan Henry og beindi því næst umræðunni að Merino og Gyökeres. Finnst hann ekki henta Arsenal „Við vorum að tala um það í Big Ben um daginn að ef við ættum að velja framherja fyrir Arsenal eins og staðan er í dag hefði ég alltaf valið Merino,“ sagði Kjartan Henry. „Það er allt önnur skepna að koma í ensku úrvalsdeildina úr þeirri portúgölsku og þeir [Sporting] spiluðu allt öðruvísi fótbolta heldur en Arsenal gerir. Þetta tekur tíma og það er svakaleg pressa á honum. En mér finnst hann ekki henta Arsenal eins og Arsenal vill spila.“ Mikel Arteta ræðir við sína menn.getty/Catherine Ivill Í sporum Mikels Arteta, knattspyrnustjóra Arsenal, myndi Kjartan Henry frekar veðja á Merino en Gyökeres. „Maður getur bara tekið mið af því sem er í dag. Ef ég ætti að velja myndi ég hafa Merino frammi,“ sagði Kjartan Henry. Áhyggjur í svipnum Bjarna finnst áran yfir Gyökeres ekki góð. „Finnst þér lúkkið á honum ekkert þannig að hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ sagði Bjarni. „Það eru áhyggjur í svipnum og hann fer að svara þegar það er kallað á hann á meðan þegar Merino fer fram hugsar hann bara: Ég þarf ekki að skora. Ég er ekki framherji. Ég ætla bara að spila þennan leik eins og ég er beðinn um að spila og þetta flýtur og rúllar mikið betur í kringum hann.“ Innslagið úr Messunni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Enski boltinn Messan Arsenal FC Tengdar fréttir „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Sérfræðingar Sunnudagsmessunnar eru hrifnir af Hugo Ekitike og telja farsælla að hann byrji inn á í framlínu Liverpool frekar en Alexander Isak. 15. desember 2025 07:30 Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Arsenal er komið aftur á sigurbraut og með fimm stiga forskot á toppi ensku úrvalsdeildarinnar eftir dramatískan 2-1 sigur á botnliði Úlfanna í kvöld. Úlfarnir skoruðu þó öll mörkin á Emirates-leikvanginum í kvöld. 13. desember 2025 22:00 Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Fótbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Körfubolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti Körfubolti Fleiri fréttir Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Sjá meira
Arsenal vann nauman sigur á botnliði Wolves, 2-1, í fyrradag. Sigurmarkið var sjálfsmark og kom í uppbótartíma. Gyökeres byrjaði í fremstu víglínu hjá Skyttunum gegn Úlfunum en fann sig ekki. Mikel Merino, sem hefur leyst stöðu framherja hjá Arsenal að undanförnu, kom inn á eftir tæplega klukkutíma. „Ég hefði haldið í þessum leik hefði Merino hentað betur frammi, með allar litlu og fínu sendingarnar sínar frekar en Gyökeres,“ sagði Bjarni Guðjónsson í Messunni. Klippa: Messan - umræða um framherjamál Arsenal Eftir langa fjarveru vegna meiðsla er Gabriel Jesus aftur kominn á ferðina og hann átti þátt í sigurmarki Arsenal gegn Wolves. Svífur um fyrstu leikina „Ef hann er að koma inn á og valda svona usla sem skilar sigri er hann strax byrjaður að því,“ sagði Kjartan Henry Finnbogason, aðspurður hvort Jesus myndi hafa áhrif á leik Arsenal. Gabriel Jesus í baráttu við Yerson Mosquera sem skallaði boltann í eigið mark og tryggði Arsenal sigur á Wolves.getty/Catherine Ivill „Það er ár síðan hann spilaði síðast. Hann er frábær leikmaður en það er oft þannig þegar þú kemur til baka að þá svífurðu alveg um fyrstu 3-4 leikina en svo kemur bakslag,“ sagði Kjartan Henry og beindi því næst umræðunni að Merino og Gyökeres. Finnst hann ekki henta Arsenal „Við vorum að tala um það í Big Ben um daginn að ef við ættum að velja framherja fyrir Arsenal eins og staðan er í dag hefði ég alltaf valið Merino,“ sagði Kjartan Henry. „Það er allt önnur skepna að koma í ensku úrvalsdeildina úr þeirri portúgölsku og þeir [Sporting] spiluðu allt öðruvísi fótbolta heldur en Arsenal gerir. Þetta tekur tíma og það er svakaleg pressa á honum. En mér finnst hann ekki henta Arsenal eins og Arsenal vill spila.“ Mikel Arteta ræðir við sína menn.getty/Catherine Ivill Í sporum Mikels Arteta, knattspyrnustjóra Arsenal, myndi Kjartan Henry frekar veðja á Merino en Gyökeres. „Maður getur bara tekið mið af því sem er í dag. Ef ég ætti að velja myndi ég hafa Merino frammi,“ sagði Kjartan Henry. Áhyggjur í svipnum Bjarna finnst áran yfir Gyökeres ekki góð. „Finnst þér lúkkið á honum ekkert þannig að hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ sagði Bjarni. „Það eru áhyggjur í svipnum og hann fer að svara þegar það er kallað á hann á meðan þegar Merino fer fram hugsar hann bara: Ég þarf ekki að skora. Ég er ekki framherji. Ég ætla bara að spila þennan leik eins og ég er beðinn um að spila og þetta flýtur og rúllar mikið betur í kringum hann.“ Innslagið úr Messunni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Enski boltinn Messan Arsenal FC Tengdar fréttir „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Sérfræðingar Sunnudagsmessunnar eru hrifnir af Hugo Ekitike og telja farsælla að hann byrji inn á í framlínu Liverpool frekar en Alexander Isak. 15. desember 2025 07:30 Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Arsenal er komið aftur á sigurbraut og með fimm stiga forskot á toppi ensku úrvalsdeildarinnar eftir dramatískan 2-1 sigur á botnliði Úlfanna í kvöld. Úlfarnir skoruðu þó öll mörkin á Emirates-leikvanginum í kvöld. 13. desember 2025 22:00 Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Fótbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Körfubolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti Körfubolti Fleiri fréttir Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Sjá meira
„Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Sérfræðingar Sunnudagsmessunnar eru hrifnir af Hugo Ekitike og telja farsælla að hann byrji inn á í framlínu Liverpool frekar en Alexander Isak. 15. desember 2025 07:30
Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Arsenal er komið aftur á sigurbraut og með fimm stiga forskot á toppi ensku úrvalsdeildarinnar eftir dramatískan 2-1 sigur á botnliði Úlfanna í kvöld. Úlfarnir skoruðu þó öll mörkin á Emirates-leikvanginum í kvöld. 13. desember 2025 22:00