„Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. nóvember 2025 12:01 Þýska landsliðskonan Giulia Gwinn meiddist á hné á Evrópumótinu í Sviss síðasta sumar. Getty/Sebastian Christoph Gollnow Keira Walsh, lykilmaður Evrópumeistaraliðs Englendinga, segir að stjórnendur fótboltans verði að hlusta á leikmennina varðandi áhyggjur út af krossbandameiðslum. Katie Reid varnarmaður Arsenal var sú síðasta til að slíta krossband af konum í fremstu röð fótboltans. Hin nítján ára gamla Reid sleit fremra krossband á æfingu í síðustu viku. Hún er sjöundi leikmaðurinn, þar á meðal Michelle Agyemang, framherji enska landsliðsins, sem verður fyrir krossbandameiðslum frá því að tímabilið í ensku úrvalsdeild kvenna hófst. Hlusta á þá sem ganga í gegnum þetta „Stundum spilum við kannski of marga leiki í þéttri leikjadagskrá. Það er ekki nægur tími til að jafna sig,“ sagði Walsh, sem er leikmaður Chelsea. The footballing authorities must listen to players over the congested fixture schedule, says England and Chelsea star Keira Walsh. 🗣️ACL injuries continue to be a problem in the game. #BBCFootball pic.twitter.com/KSO6PEoZSL— Match of the Day (@BBCMOTD) November 11, 2025 „Það er hægt að gera rannsóknir, en á endanum þarf að hlusta á þá sem eru að ganga í gegnum þetta og hvernig við getum best fundið lausnirnar. Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna,“ sagði Walsh. Arsenal, sem vann Meistaradeildina á síðasta tímabili, spilaði 58 leiki í öllum keppnum, samanborið við 52 leiki tímabilið á undan. Alessia Russo og Beth Mead spiluðu sex leiki til viðbótar þegar England vann EM 2025 í Sviss. Rannsóknir benda til þess að leikmenn kvenna séu tvisvar til sex sinnum líklegri til að verða fyrir krossbandameiðslum en karlar. Þetta er erfitt „Stundum hafa leikmenn áhyggjur af þessu. Þetta er erfitt. Maður vill samt spila þessa leiki. Maður vill spila viku eftir viku og á stóru stundunum,“ sagði Walsh. „En stundum þarf fólk ofar í kerfinu að hlusta á það sem við leikmennirnir erum að segja,“ sagði Walsh. WSL Football skipuleggur leiki í ensku úrvalsdeild kvenna, UEFA ber ábyrgð á Meistaradeild kvenna og Evrópumótinu og FIFA hefur yfirumsjón með heimsmeistaramótinu. Líka vandamál hjá körlunum Þétt leikjadagskrá er einnig vandamál í knattspyrnu karla. Rodri, miðjumaður Manchester City, sagði í september síðastliðnum – skömmu áður en hann varð fyrir krossbandameiðslum sem bundu enda á tímabilið hjá honum – að leikmenn væru nálægt því að fara í verkfall til að mótmæla. Seinna í sama mánuði lýsti Jurrien Timber, varnarmaður Arsenal, leikjadagskránni sem „hættulegri“ og sagði hana vera „stórt umræðuefni“ í búningsklefanum. The ACL epidemic continues across the women’s game, and it’s happening at every level.So far this WSL season, at least seven players have been confirmed with ruptured ACLs, with young Arsenal star Katie Reid being the latest player sidelined due to the injury. Every season… pic.twitter.com/9YtqRQGHoE— Beyond The Pitch (@beyond_pitch) November 11, 2025 Enski boltinn Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Arsenal - Crystal Palace | Síðasta lausa sætið í undanúrslitum Enski boltinn Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Handbolti Glódís framlengir samninginn við Bayern Fótbolti Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Enski boltinn Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Enski boltinn Fleiri fréttir Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Arsenal - Crystal Palace | Síðasta lausa sætið í undanúrslitum „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Sjá meira
Katie Reid varnarmaður Arsenal var sú síðasta til að slíta krossband af konum í fremstu röð fótboltans. Hin nítján ára gamla Reid sleit fremra krossband á æfingu í síðustu viku. Hún er sjöundi leikmaðurinn, þar á meðal Michelle Agyemang, framherji enska landsliðsins, sem verður fyrir krossbandameiðslum frá því að tímabilið í ensku úrvalsdeild kvenna hófst. Hlusta á þá sem ganga í gegnum þetta „Stundum spilum við kannski of marga leiki í þéttri leikjadagskrá. Það er ekki nægur tími til að jafna sig,“ sagði Walsh, sem er leikmaður Chelsea. The footballing authorities must listen to players over the congested fixture schedule, says England and Chelsea star Keira Walsh. 🗣️ACL injuries continue to be a problem in the game. #BBCFootball pic.twitter.com/KSO6PEoZSL— Match of the Day (@BBCMOTD) November 11, 2025 „Það er hægt að gera rannsóknir, en á endanum þarf að hlusta á þá sem eru að ganga í gegnum þetta og hvernig við getum best fundið lausnirnar. Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna,“ sagði Walsh. Arsenal, sem vann Meistaradeildina á síðasta tímabili, spilaði 58 leiki í öllum keppnum, samanborið við 52 leiki tímabilið á undan. Alessia Russo og Beth Mead spiluðu sex leiki til viðbótar þegar England vann EM 2025 í Sviss. Rannsóknir benda til þess að leikmenn kvenna séu tvisvar til sex sinnum líklegri til að verða fyrir krossbandameiðslum en karlar. Þetta er erfitt „Stundum hafa leikmenn áhyggjur af þessu. Þetta er erfitt. Maður vill samt spila þessa leiki. Maður vill spila viku eftir viku og á stóru stundunum,“ sagði Walsh. „En stundum þarf fólk ofar í kerfinu að hlusta á það sem við leikmennirnir erum að segja,“ sagði Walsh. WSL Football skipuleggur leiki í ensku úrvalsdeild kvenna, UEFA ber ábyrgð á Meistaradeild kvenna og Evrópumótinu og FIFA hefur yfirumsjón með heimsmeistaramótinu. Líka vandamál hjá körlunum Þétt leikjadagskrá er einnig vandamál í knattspyrnu karla. Rodri, miðjumaður Manchester City, sagði í september síðastliðnum – skömmu áður en hann varð fyrir krossbandameiðslum sem bundu enda á tímabilið hjá honum – að leikmenn væru nálægt því að fara í verkfall til að mótmæla. Seinna í sama mánuði lýsti Jurrien Timber, varnarmaður Arsenal, leikjadagskránni sem „hættulegri“ og sagði hana vera „stórt umræðuefni“ í búningsklefanum. The ACL epidemic continues across the women’s game, and it’s happening at every level.So far this WSL season, at least seven players have been confirmed with ruptured ACLs, with young Arsenal star Katie Reid being the latest player sidelined due to the injury. Every season… pic.twitter.com/9YtqRQGHoE— Beyond The Pitch (@beyond_pitch) November 11, 2025
Enski boltinn Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Arsenal - Crystal Palace | Síðasta lausa sætið í undanúrslitum Enski boltinn Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Handbolti Glódís framlengir samninginn við Bayern Fótbolti Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Enski boltinn Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Enski boltinn Fleiri fréttir Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Arsenal - Crystal Palace | Síðasta lausa sætið í undanúrslitum „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Sjá meira