Veður

Gul við­vörun á landinu sunnan- og austan­verðu

Kjartan Kjartansson skrifar
Gular viðvaranir sem gilda frá 22. október til 23. október 2025.
Gular viðvaranir sem gilda frá 22. október til 23. október 2025. Veðurstofa Íslands

Spáð er norðaustan stormi eða hríð á suðaustan- og austanverðu landinu í nótt og fram á fimmtudag. Veðurstofan hefur gefið út gular viðvaranir vegna veðursins.

Viðvaranirnar taka gildi á Austurlandi og Austfjörðum klukkan þrjú í nótt og gilda fram á aðfararnótt fimmtudags. Þar er gert ráð fyrir norðaustan hríð með éljum og skafrenningi. Afmarkarðar samgöngutruflanir eru taldar líklegar þar.

Þegar líður á morguninn færist veðrið sunnar. Á Suðausturlandi tekur viðvörun gildi klukkan sex í fyrramálið og er varað við norðaustan hvassviðri eða stormi þar. Samfelldur vindur gæti verið á bilinu 15-23 metrar á sekúndu en hviður við fjöll, sérstaklega austan Öræfa gætu náð allt að 40 metrum á sekúndu.

Búast má við samgöngutruflunum og sandfoki á Suðausturlandi. Fólk er hvatt til að sýna aðgát og ganga frá lausum munum þar. Viðvörunin gildi til klukkan 10:00 á fimmtudagsmorgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×