Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Samúel Karl Ólason skrifar 3. september 2025 11:13 Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, heilsaði Wang Yi, utanríkisráðherra Kína, við komuna til Peking í gær. Dóttir Kims, sem heitir Kim Ju Ae, stóð þá fyrir aftan hann. AP/KCNA Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, er nú staddur í Kína þar sem hann hefur fundað með öðrum þjóðarleiðtogum og þá helst þeim Xi Jinpin og Vladimír Pútín, forsetum Kína og Rússlands. Kim tók dóttur sína, Kim Ju Ae með sér til Kína, sem sérfræðingar segja benda til þess að hann sjái hana sem erfingja sinn. Dóttirin stóð nærri Kim þegar tekið var á móti honum við komuna til Kína í gær en þetta er í fyrsta sinn sem Ju Ae fer frá Norður-Kóreu, svo vitað sé. Kim Ju Ae er eina barn Kims sem birst hefur í ríkismiðlum Norður-Kóreu en frá 2022 hefur hún verið með honum á ýmsum viðburðum, eins og skrúðgöngum, vopnatilraunum og pólitískum viðburðum. Talið er að hún sé tólf eða þrettán ára gömul, samkvæmt frétt New York Times. Feðginin við misheppnaða sjósetningu nýs herskips í sumar.EPA/KCNA Hún er talin vera næst elsta barn Kims og ku elsta barn hans vera sonur en samkvæmt Sky News hefur það lengi verið dregið í efa. Í rauninni liggur ekki skýrt fyrir Sjá einnig: Kim talinn vera að undirbúa fjórðu kynslóðina Áður en Ju Ae var dregin á sjónarsviðið var talið líklegast að Kim Yo Jong, systir einræðisherrans, ætti að taka við af honum ef hann myndi falla frá. Hvort það myndi ganga eftir var þó annað mál. Norður-Kórea er þó mjög karllægt ríki, ef svo má segja, og óvíst er hvort hún hafi burði til að tryggja sig í sessi ef bróðir hennar myndi falla frá skyndilega. Sjá einnig: Hleypur undir bagga með bróður sínum og fær meiri völd Greinendur í Suður-Kóreu segja að það að Kim hafi tekið dóttur sína með sér til Kína og kynnt hana fyrir ráðamönnum þar, bendi sterklega til þess að hún eigi að vera erfingi hans. Þetta er í fyrsta sinn í sex ár sem Kim fer til Kína, en ríkið er lang mikilvægasta vinaríki Norður-Kóreu. Kim Jong Un og dóttir hans Kim Ju Ae við opnun nýs ferðamannastaðar í Norður-Kóreu í sumar.EPA/KCNA Það hefur þó margsinnis sýnt sig að erfitt er að segja til um hvað er að gerast og hvað muni gerast í Norður-Kóreu. Kim var tiltölulega ungur þegar faðir hans Kim Jon Il gerði hann að erfingja sínum. Umheimurinn komst þó ekki að því fyrr en Kim Jong Il dó árið 2008. Kim Jong Un er eingöngu 41 árs gamall og margt gæti breyst þangað til hann fellur frá. Norður-Kórea Kína Tengdar fréttir Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Þúsundir Norður-Kóreumanna hafa verið sendir til Rússlands, þar sem þeir segja komið fram við þá eins og þræla. Þar eru þeir látnir vinna við húsasmíðar og í verksmiðjum, svo eitthvað sé nefnt, og eru þeir látnir vinna gífurlega langa daga og nánast án frídaga. 12. ágúst 2025 16:36 Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Kim Yo Jong, hin áhrifamikla systir Kims Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, hefur hafnað tilraunum nýs forseta Suður-Kóreu til að hefja viðræður ríkjanna á milli. Hún segir að þó ný ríkisstjórn hafi tekið við í suðri marki það litlar breytingar vegna fjandskapar í garð Norður-Kóreu og bandalags Suður-Kóreu og Bandaríkjanna. 28. júlí 2025 11:39 Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, hefur lofað Rússum skilyrðislausan stuðning sinn í innrásarstríði þeirra við Úkraínu. 13. júlí 2025 07:53 Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, hefur látið handtaka fjóra embættismenn sem sagðir eru bera ábyrgð á því að nýju herskipi hvolfdi við sjósetningu. Skipið er sagt vera í viðgerð en sérfræðingar segja gervihnattamyndir benda til þess að skemmdirnar séu umfangsmiklar. 26. maí 2025 10:33 Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Fleiri fréttir „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Sjá meira
Dóttirin stóð nærri Kim þegar tekið var á móti honum við komuna til Kína í gær en þetta er í fyrsta sinn sem Ju Ae fer frá Norður-Kóreu, svo vitað sé. Kim Ju Ae er eina barn Kims sem birst hefur í ríkismiðlum Norður-Kóreu en frá 2022 hefur hún verið með honum á ýmsum viðburðum, eins og skrúðgöngum, vopnatilraunum og pólitískum viðburðum. Talið er að hún sé tólf eða þrettán ára gömul, samkvæmt frétt New York Times. Feðginin við misheppnaða sjósetningu nýs herskips í sumar.EPA/KCNA Hún er talin vera næst elsta barn Kims og ku elsta barn hans vera sonur en samkvæmt Sky News hefur það lengi verið dregið í efa. Í rauninni liggur ekki skýrt fyrir Sjá einnig: Kim talinn vera að undirbúa fjórðu kynslóðina Áður en Ju Ae var dregin á sjónarsviðið var talið líklegast að Kim Yo Jong, systir einræðisherrans, ætti að taka við af honum ef hann myndi falla frá. Hvort það myndi ganga eftir var þó annað mál. Norður-Kórea er þó mjög karllægt ríki, ef svo má segja, og óvíst er hvort hún hafi burði til að tryggja sig í sessi ef bróðir hennar myndi falla frá skyndilega. Sjá einnig: Hleypur undir bagga með bróður sínum og fær meiri völd Greinendur í Suður-Kóreu segja að það að Kim hafi tekið dóttur sína með sér til Kína og kynnt hana fyrir ráðamönnum þar, bendi sterklega til þess að hún eigi að vera erfingi hans. Þetta er í fyrsta sinn í sex ár sem Kim fer til Kína, en ríkið er lang mikilvægasta vinaríki Norður-Kóreu. Kim Jong Un og dóttir hans Kim Ju Ae við opnun nýs ferðamannastaðar í Norður-Kóreu í sumar.EPA/KCNA Það hefur þó margsinnis sýnt sig að erfitt er að segja til um hvað er að gerast og hvað muni gerast í Norður-Kóreu. Kim var tiltölulega ungur þegar faðir hans Kim Jon Il gerði hann að erfingja sínum. Umheimurinn komst þó ekki að því fyrr en Kim Jong Il dó árið 2008. Kim Jong Un er eingöngu 41 árs gamall og margt gæti breyst þangað til hann fellur frá.
Norður-Kórea Kína Tengdar fréttir Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Þúsundir Norður-Kóreumanna hafa verið sendir til Rússlands, þar sem þeir segja komið fram við þá eins og þræla. Þar eru þeir látnir vinna við húsasmíðar og í verksmiðjum, svo eitthvað sé nefnt, og eru þeir látnir vinna gífurlega langa daga og nánast án frídaga. 12. ágúst 2025 16:36 Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Kim Yo Jong, hin áhrifamikla systir Kims Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, hefur hafnað tilraunum nýs forseta Suður-Kóreu til að hefja viðræður ríkjanna á milli. Hún segir að þó ný ríkisstjórn hafi tekið við í suðri marki það litlar breytingar vegna fjandskapar í garð Norður-Kóreu og bandalags Suður-Kóreu og Bandaríkjanna. 28. júlí 2025 11:39 Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, hefur lofað Rússum skilyrðislausan stuðning sinn í innrásarstríði þeirra við Úkraínu. 13. júlí 2025 07:53 Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, hefur látið handtaka fjóra embættismenn sem sagðir eru bera ábyrgð á því að nýju herskipi hvolfdi við sjósetningu. Skipið er sagt vera í viðgerð en sérfræðingar segja gervihnattamyndir benda til þess að skemmdirnar séu umfangsmiklar. 26. maí 2025 10:33 Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Fleiri fréttir „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Sjá meira
Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Þúsundir Norður-Kóreumanna hafa verið sendir til Rússlands, þar sem þeir segja komið fram við þá eins og þræla. Þar eru þeir látnir vinna við húsasmíðar og í verksmiðjum, svo eitthvað sé nefnt, og eru þeir látnir vinna gífurlega langa daga og nánast án frídaga. 12. ágúst 2025 16:36
Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Kim Yo Jong, hin áhrifamikla systir Kims Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, hefur hafnað tilraunum nýs forseta Suður-Kóreu til að hefja viðræður ríkjanna á milli. Hún segir að þó ný ríkisstjórn hafi tekið við í suðri marki það litlar breytingar vegna fjandskapar í garð Norður-Kóreu og bandalags Suður-Kóreu og Bandaríkjanna. 28. júlí 2025 11:39
Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, hefur lofað Rússum skilyrðislausan stuðning sinn í innrásarstríði þeirra við Úkraínu. 13. júlí 2025 07:53
Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, hefur látið handtaka fjóra embættismenn sem sagðir eru bera ábyrgð á því að nýju herskipi hvolfdi við sjósetningu. Skipið er sagt vera í viðgerð en sérfræðingar segja gervihnattamyndir benda til þess að skemmdirnar séu umfangsmiklar. 26. maí 2025 10:33