Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Samúel Karl Ólason skrifar 26. maí 2025 10:33 Tundurspillirinn á hliðinni en búið er að leggja bláan dúk yfir skipið. Myndin var tekin þann 24. maí. AP/Maxar Technologies Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, hefur látið handtaka fjóra embættismenn sem sagðir eru bera ábyrgð á því að nýju herskipi hvolfdi við sjósetningu. Skipið er sagt vera í viðgerð en sérfræðingar segja gervihnattamyndir benda til þess að skemmdirnar séu umfangsmiklar. Kim var viðstaddur sjósetningu nýs tundurspillis á miðvikudaginn í síðustu viku. Um er að ræða annan tundurspillinn sem smíðaður er í Norður-Kóreu en sjósetningin misheppnaðist og skipið fór á hliðina. Gervihnattamyndir sem teknar hafa verið af herskipinu sýna það liggja á hliðinni og þakið bláum dúk. Hluti þess er á kafi. Sagt var frá því í KCNA, ríkismiðli Norður-Kóreu, sem þykir óhefðbundið en Kim er sagður vera mjög reiður yfir atvikinu. Í kjölfarið bárust svo fregnir af því að minnsta kosti fjórir embættismenn hafi verið handteknir vegna slyssins. Í yfirlýsingu frá yfirstjórn hersins á fimmtudaginn stóð að hinir seku gætu ekki komist hjá því að bera ábyrgð á slysinu. Skipið á að spila stórra rullu í nútímavæðingu herafla Norður-Kóreu og hefur Kim sakað embættismennina um vanrækslu og ábyrgðarleysi. Hitt herskipið, fyrsti tundurspillir Norður-Kóreu, var sjósett í síðasta mánuði. Herskipið nýja á landi þann 18. maí.AP/Maxar Technologies Það er stærsta og þróaðasta herskip Norður-Kóreu og á meðal annars að geta borið og skotið eldflaugum með kjarnaoddum. AP fréttaveitan hefur eftir yfirvöldum í Norður-Kóreu að taka eigi um tíu daga að gera við skemmda skipið en sérfræðingar segja það ólíklegt. Gervihnattamyndir bendi til þess að skemmdirnar séu svo miklar að meira en tíu daga þurfi til að laga skipið. Yonhap fréttaveitan, frá Suður-Kóreu, vitnar einnig í KCNA og segir að viðgerðir á skipinu séu hafnar. Kim er sagður hafa krafist þess að þeim verði lokið í næsta mánuði. Hefur veitt vísindamönnum forréttindi Frá því Kim tók við völdum í Norður-Kóreu, hefur hann látið taka marga háttsetta embættismenn og herforingja af lífi. Það var þó að mestu í upphafi valdatíðar hans og var hann þá að tryggja völd sín. Síðan þá hefur aftökum fækkað mjög og þá hefur hann ítrekað veitt vísindamönnum og verkfræðingum ákveðin forréttindi, eins og nýjar íbúðir í Pyongyang, og forðast það að refsa þeim þegar verkefni og tilraunir ganga ekki upp. Það hefur að miklu leyti verið rakið til þess hve mikla áherslu hann hefur lagt á áðurnefnda nútímavæðingu herafla síns. Handtökurnar og það að sagt hafi verið frá þeim þykir benda til þess að Kim sé sérstaklega ósáttur og það hvað hann telur nútímavæðinguna mikilvæga. Enn sem komið er liggur ekki fyrir hvort og þá hvernig mönnunum sem hafa verið handteknir verður refsað. KCNA sagði á föstudaginn að mennirnir gætu ómögulega komist hjá því að vera refstað fyrir glæpi þeirra. Norður-Kórea Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Fleiri fréttir Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Sjá meira
Kim var viðstaddur sjósetningu nýs tundurspillis á miðvikudaginn í síðustu viku. Um er að ræða annan tundurspillinn sem smíðaður er í Norður-Kóreu en sjósetningin misheppnaðist og skipið fór á hliðina. Gervihnattamyndir sem teknar hafa verið af herskipinu sýna það liggja á hliðinni og þakið bláum dúk. Hluti þess er á kafi. Sagt var frá því í KCNA, ríkismiðli Norður-Kóreu, sem þykir óhefðbundið en Kim er sagður vera mjög reiður yfir atvikinu. Í kjölfarið bárust svo fregnir af því að minnsta kosti fjórir embættismenn hafi verið handteknir vegna slyssins. Í yfirlýsingu frá yfirstjórn hersins á fimmtudaginn stóð að hinir seku gætu ekki komist hjá því að bera ábyrgð á slysinu. Skipið á að spila stórra rullu í nútímavæðingu herafla Norður-Kóreu og hefur Kim sakað embættismennina um vanrækslu og ábyrgðarleysi. Hitt herskipið, fyrsti tundurspillir Norður-Kóreu, var sjósett í síðasta mánuði. Herskipið nýja á landi þann 18. maí.AP/Maxar Technologies Það er stærsta og þróaðasta herskip Norður-Kóreu og á meðal annars að geta borið og skotið eldflaugum með kjarnaoddum. AP fréttaveitan hefur eftir yfirvöldum í Norður-Kóreu að taka eigi um tíu daga að gera við skemmda skipið en sérfræðingar segja það ólíklegt. Gervihnattamyndir bendi til þess að skemmdirnar séu svo miklar að meira en tíu daga þurfi til að laga skipið. Yonhap fréttaveitan, frá Suður-Kóreu, vitnar einnig í KCNA og segir að viðgerðir á skipinu séu hafnar. Kim er sagður hafa krafist þess að þeim verði lokið í næsta mánuði. Hefur veitt vísindamönnum forréttindi Frá því Kim tók við völdum í Norður-Kóreu, hefur hann látið taka marga háttsetta embættismenn og herforingja af lífi. Það var þó að mestu í upphafi valdatíðar hans og var hann þá að tryggja völd sín. Síðan þá hefur aftökum fækkað mjög og þá hefur hann ítrekað veitt vísindamönnum og verkfræðingum ákveðin forréttindi, eins og nýjar íbúðir í Pyongyang, og forðast það að refsa þeim þegar verkefni og tilraunir ganga ekki upp. Það hefur að miklu leyti verið rakið til þess hve mikla áherslu hann hefur lagt á áðurnefnda nútímavæðingu herafla síns. Handtökurnar og það að sagt hafi verið frá þeim þykir benda til þess að Kim sé sérstaklega ósáttur og það hvað hann telur nútímavæðinguna mikilvæga. Enn sem komið er liggur ekki fyrir hvort og þá hvernig mönnunum sem hafa verið handteknir verður refsað. KCNA sagði á föstudaginn að mennirnir gætu ómögulega komist hjá því að vera refstað fyrir glæpi þeirra.
Norður-Kórea Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Fleiri fréttir Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Sjá meira