Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Samúel Karl Ólason skrifar 28. júlí 2025 11:39 Kim Yo Jong, systir Kims Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu. AP/KCNA Kim Yo Jong, hin áhrifamikla systir Kims Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, hefur hafnað tilraunum nýs forseta Suður-Kóreu til að hefja viðræður ríkjanna á milli. Hún segir að þó ný ríkisstjórn hafi tekið við í suðri marki það litlar breytingar vegna fjandskapar í garð Norður-Kóreu og bandalags Suður-Kóreu og Bandaríkjanna. Kim sagði að „blint traust“ Suðurkóreumanna í garð Bandaríkjamanna væri til marks um að ný frjálslyndari ríkisstjórn Suður-Kóreu væri lítið frábrugðin þeirri íhaldssömu sem var við völd áður. Ríkismiðlar Norður-Kóreu hafa eftir henni að hvað sem heyrist frá Seoul, hafi ráðamenn í norðri engan áhuga ekkert tilefni sé til nokkurra viðræðna ríkjanna á milli. AP fréttaveitan segir ummælin til marks um að Kim Jong Un og systir hans sjái enga þörf á viðræðum við Suður-Kóreumenn eða Bandaríkjamenn í framtíðinni. Þau hafi lagt mikið púður í að auka samvinnu Norður-Kóreu og Rússlands að undanförnu. Sjá einnig: Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Norður-Kóreumenn hafa sent gífurlegt magn hergagna til Rússlands á undanförnum árum. Er þar meðal annars um að ræða skotfæri fyrir stórskotalið, eldflaugar og jafnvel hermenn. Í staðinn er talið að Norður-Kórea fái aðstoð við nútímavæðingu hergagna. Sjá einnig: Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Systir einræðisherrans nefndi einnig í ummælum sínum árlegar heræfingar með Bandaríkjamönnum og sagði þær æfingar fyrir innrás í Norður-Kóreu. Vilja reka fleyg milli óvina sinna Sérfræðingar segja mögulegt að Kim Yo Jong og aðrir ráðamenn í Norður-Kóreu sjái tækifæri til að reka fleyg milli Suður-Kóreu og Bandaríkjanna. Lee Jae Myung tók við embætti forseta Suður-Kóreu í síðasta mánuði og hefur lofað því að bæta samskipti ríkisins við Norður-Kóreu. Hann hefur meðal annars látið slökkva á stórum hátölurum við landamæri ríkjanna, þar sem áróðri gegn yfirvöldum í Pyongyang var básúnað, og gripið til aðgerða gegn aðgerðasinnum sem sent hafa blöðrur með áróðri gegn ríkisstjórn Kims yfir landamærin. Forsetinn hefur einnig látið senda sjómenn frá Norður-Kóreu sem villst hafa í landhelgi Suður-Kóreu aftur til síns heima. Fyrr í dag lýsti Lee því yfir að hann hefði skipað Chung Dung Young í embætti sameiningarráðherra sem gerir hann mjög áhrifamikinn þegar kemur að samskiptum ríkjanna tveggja. Chung tilkynnti í kjölfarið að hann ætlaði að leggja til að gerðar yrðu breytingar á heræfingum með Bandaríkjunum. Hann vildi ekki segja hvernig þær breytingar ættu að vera en umfangsmiklar æfingar eiga að hefjast í Suður-Kóreu um miðjan ágúst. Norður-Kórea Suður-Kórea Hernaður Bandaríkin Mest lesið Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Innlent Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Innlent Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Innlent „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Innlent Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Fleiri fréttir Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles Sjá meira
Kim sagði að „blint traust“ Suðurkóreumanna í garð Bandaríkjamanna væri til marks um að ný frjálslyndari ríkisstjórn Suður-Kóreu væri lítið frábrugðin þeirri íhaldssömu sem var við völd áður. Ríkismiðlar Norður-Kóreu hafa eftir henni að hvað sem heyrist frá Seoul, hafi ráðamenn í norðri engan áhuga ekkert tilefni sé til nokkurra viðræðna ríkjanna á milli. AP fréttaveitan segir ummælin til marks um að Kim Jong Un og systir hans sjái enga þörf á viðræðum við Suður-Kóreumenn eða Bandaríkjamenn í framtíðinni. Þau hafi lagt mikið púður í að auka samvinnu Norður-Kóreu og Rússlands að undanförnu. Sjá einnig: Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Norður-Kóreumenn hafa sent gífurlegt magn hergagna til Rússlands á undanförnum árum. Er þar meðal annars um að ræða skotfæri fyrir stórskotalið, eldflaugar og jafnvel hermenn. Í staðinn er talið að Norður-Kórea fái aðstoð við nútímavæðingu hergagna. Sjá einnig: Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Systir einræðisherrans nefndi einnig í ummælum sínum árlegar heræfingar með Bandaríkjamönnum og sagði þær æfingar fyrir innrás í Norður-Kóreu. Vilja reka fleyg milli óvina sinna Sérfræðingar segja mögulegt að Kim Yo Jong og aðrir ráðamenn í Norður-Kóreu sjái tækifæri til að reka fleyg milli Suður-Kóreu og Bandaríkjanna. Lee Jae Myung tók við embætti forseta Suður-Kóreu í síðasta mánuði og hefur lofað því að bæta samskipti ríkisins við Norður-Kóreu. Hann hefur meðal annars látið slökkva á stórum hátölurum við landamæri ríkjanna, þar sem áróðri gegn yfirvöldum í Pyongyang var básúnað, og gripið til aðgerða gegn aðgerðasinnum sem sent hafa blöðrur með áróðri gegn ríkisstjórn Kims yfir landamærin. Forsetinn hefur einnig látið senda sjómenn frá Norður-Kóreu sem villst hafa í landhelgi Suður-Kóreu aftur til síns heima. Fyrr í dag lýsti Lee því yfir að hann hefði skipað Chung Dung Young í embætti sameiningarráðherra sem gerir hann mjög áhrifamikinn þegar kemur að samskiptum ríkjanna tveggja. Chung tilkynnti í kjölfarið að hann ætlaði að leggja til að gerðar yrðu breytingar á heræfingum með Bandaríkjunum. Hann vildi ekki segja hvernig þær breytingar ættu að vera en umfangsmiklar æfingar eiga að hefjast í Suður-Kóreu um miðjan ágúst.
Norður-Kórea Suður-Kórea Hernaður Bandaríkin Mest lesið Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Innlent Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Innlent Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Innlent „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Innlent Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Fleiri fréttir Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles Sjá meira