Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Kjartan Kjartansson skrifar 1. september 2025 13:41 Robert F. Kennedy yngri, heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna, aðhyllist ýmis konar kukl og gervivísindi. Margir starfsmenn CDC voru honum gramir eftir að vopnaður maður lét nýlega byssukúlum rigna yfir byggingu stofnunarinnar í Georgíu. Hann var knúinn áfram af samsæriskenningum sem Kennedy hefur meðal annars borið út. Vísir/EPA Níu fyrrverandi forstöðumenn helstu lýðheilsustofnunar Bandaríkjanna undanfarinna tæplega fimmtíu ára vara við því að núverandi heilbrigðisráðherra ógni heilsu landsmanna. Framferði ráðherrans sé fordæmalaust í sögu Bandaríkjanna. Glundroði hefur ríkt innan Sjúkdómavarnamiðstöðvar Bandaríkjanna (CDC), helstu lýðheilsustofnunar bandarísku alríkisstjórnarinnar, vegna breytinga sem Robert F. Kennedy yngri, heilbrigðisráðherra hefur gert þar. Kennedy, sem hefur verið einn helsti boðberi staðlausra samsæriskenninga um öryggi og virkni bóluefna í heiminum um árabil, rak meðal annars utanaðkomandi ráðgjafaráð um bólusetningar á einu bretti og skipaði í staðinn pótentáta sína. Stofnunin hefur þegar gert ýmsar breytingar á leiðbeiningum um bólusetningar. Steininn tók úr í síðustu viku þegar Hvíta húsið rak forstöðumann CDC eftir innan við mánuð í embætti. Sá sagðist hafa verið rekinn fyrir að neita að samþykkja gagnrýnislaust „óvísindalegar og glæfralegar“ tilskipanir yfirboðara sinna og að reka starfsfólk að geðþótta þeirra. Í kjölfarið sögðu nokkrir af æðstu stjórnendum stofnunarinnar af sér í mótmælaskyni. Lýsa samstöðu með rekna forstöðumanninum Nú hafa níu fyrrverandi forstöðumenn CDC skrifað saman grein í New York Times þar sem þeir lýsa aðförum Kennedy hjá stofnuninni og lýðheilsukerfinu almennt sem fordæmalausum. Vísa þeir sérstaklega til brottrekstrar Susan Monarez sem forstöðumanns í síðustu viku. Lofuðu forstöðumennirnir hana fyrir að hafa staðið uppi í hárinu á Kennedy. Enginn þeirra hefði heldur tekið skipunum Kennedy þegjandi í hennar stað. Kennedy hafi einnig haft umsjón með brottrekstri þúsunda heilbrigðisstarfsmanna og veikt verulega verkefni sem eiga að verja Bandaríkjamenn fyrir krabbameini, hjartaáföllum, heilablóðfalli, blýeitrununum og fleira. Á sama tíma og versti mislingafaraldur í seinni tíð geisi geri Kennedy lítið úr bóluefnum en tali aftur á móti upp óstaðreyndar meðferðir. „Við höfum áhyggjur af afdrifaríkum afleiðingum allra þessara ákvarðana á heilbrigðisöryggi Bandaríkjanna,“ skrifa forstöðumennirnir fyrrverandi sem telja að starfsmenn stofnunarinnar eigi skilið forstöðumann sem styðji vísindin og standi við bakið á þeim. Nímenningarnir voru skipaðir í embættið af forsetanum úr báðum flokkum. Sá elsti þeirra stýrði stofnuninni frá 1977 til 2023 en sá nýjasti lét af embætti þegar Donald Trump tók við sem forseti í janúar. Bandaríkin Donald Trump Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vísindi Heilbrigðismál Mest lesið Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Innlent Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Hæddist að vörnum Dana á Grænlandi: „Þeir bættu við einum hundasleða“ Upphaf langra málaferla Ítrekaðar íhlutanir í „bakgarði“ Bandaríkjanna Fjallaljón banaði konu eftir að ráðist var á mann Maduro verður leiddur fyrir dómara síðdegis Rétta yfir löggu fyrir aðgerðaleysi á meðan börn og kennarar voru myrt Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Reyna að koma sextán skipum gegnum herkví Rannsaka klámmyndir spjallmennis Musk af táningum Aðgerðasinnar tóku rafmagnið af Berlín Rúmlega þrjátíu Kúbverjar sagðir hafa fallið í Venesúela Sjá meira
Glundroði hefur ríkt innan Sjúkdómavarnamiðstöðvar Bandaríkjanna (CDC), helstu lýðheilsustofnunar bandarísku alríkisstjórnarinnar, vegna breytinga sem Robert F. Kennedy yngri, heilbrigðisráðherra hefur gert þar. Kennedy, sem hefur verið einn helsti boðberi staðlausra samsæriskenninga um öryggi og virkni bóluefna í heiminum um árabil, rak meðal annars utanaðkomandi ráðgjafaráð um bólusetningar á einu bretti og skipaði í staðinn pótentáta sína. Stofnunin hefur þegar gert ýmsar breytingar á leiðbeiningum um bólusetningar. Steininn tók úr í síðustu viku þegar Hvíta húsið rak forstöðumann CDC eftir innan við mánuð í embætti. Sá sagðist hafa verið rekinn fyrir að neita að samþykkja gagnrýnislaust „óvísindalegar og glæfralegar“ tilskipanir yfirboðara sinna og að reka starfsfólk að geðþótta þeirra. Í kjölfarið sögðu nokkrir af æðstu stjórnendum stofnunarinnar af sér í mótmælaskyni. Lýsa samstöðu með rekna forstöðumanninum Nú hafa níu fyrrverandi forstöðumenn CDC skrifað saman grein í New York Times þar sem þeir lýsa aðförum Kennedy hjá stofnuninni og lýðheilsukerfinu almennt sem fordæmalausum. Vísa þeir sérstaklega til brottrekstrar Susan Monarez sem forstöðumanns í síðustu viku. Lofuðu forstöðumennirnir hana fyrir að hafa staðið uppi í hárinu á Kennedy. Enginn þeirra hefði heldur tekið skipunum Kennedy þegjandi í hennar stað. Kennedy hafi einnig haft umsjón með brottrekstri þúsunda heilbrigðisstarfsmanna og veikt verulega verkefni sem eiga að verja Bandaríkjamenn fyrir krabbameini, hjartaáföllum, heilablóðfalli, blýeitrununum og fleira. Á sama tíma og versti mislingafaraldur í seinni tíð geisi geri Kennedy lítið úr bóluefnum en tali aftur á móti upp óstaðreyndar meðferðir. „Við höfum áhyggjur af afdrifaríkum afleiðingum allra þessara ákvarðana á heilbrigðisöryggi Bandaríkjanna,“ skrifa forstöðumennirnir fyrrverandi sem telja að starfsmenn stofnunarinnar eigi skilið forstöðumann sem styðji vísindin og standi við bakið á þeim. Nímenningarnir voru skipaðir í embættið af forsetanum úr báðum flokkum. Sá elsti þeirra stýrði stofnuninni frá 1977 til 2023 en sá nýjasti lét af embætti þegar Donald Trump tók við sem forseti í janúar.
Bandaríkin Donald Trump Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vísindi Heilbrigðismál Mest lesið Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Innlent Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Hæddist að vörnum Dana á Grænlandi: „Þeir bættu við einum hundasleða“ Upphaf langra málaferla Ítrekaðar íhlutanir í „bakgarði“ Bandaríkjanna Fjallaljón banaði konu eftir að ráðist var á mann Maduro verður leiddur fyrir dómara síðdegis Rétta yfir löggu fyrir aðgerðaleysi á meðan börn og kennarar voru myrt Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Reyna að koma sextán skipum gegnum herkví Rannsaka klámmyndir spjallmennis Musk af táningum Aðgerðasinnar tóku rafmagnið af Berlín Rúmlega þrjátíu Kúbverjar sagðir hafa fallið í Venesúela Sjá meira