Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Kjartan Kjartansson skrifar 1. september 2025 13:41 Robert F. Kennedy yngri, heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna, aðhyllist ýmis konar kukl og gervivísindi. Margir starfsmenn CDC voru honum gramir eftir að vopnaður maður lét nýlega byssukúlum rigna yfir byggingu stofnunarinnar í Georgíu. Hann var knúinn áfram af samsæriskenningum sem Kennedy hefur meðal annars borið út. Vísir/EPA Níu fyrrverandi forstöðumenn helstu lýðheilsustofnunar Bandaríkjanna undanfarinna tæplega fimmtíu ára vara við því að núverandi heilbrigðisráðherra ógni heilsu landsmanna. Framferði ráðherrans sé fordæmalaust í sögu Bandaríkjanna. Glundroði hefur ríkt innan Sjúkdómavarnamiðstöðvar Bandaríkjanna (CDC), helstu lýðheilsustofnunar bandarísku alríkisstjórnarinnar, vegna breytinga sem Robert F. Kennedy yngri, heilbrigðisráðherra hefur gert þar. Kennedy, sem hefur verið einn helsti boðberi staðlausra samsæriskenninga um öryggi og virkni bóluefna í heiminum um árabil, rak meðal annars utanaðkomandi ráðgjafaráð um bólusetningar á einu bretti og skipaði í staðinn pótentáta sína. Stofnunin hefur þegar gert ýmsar breytingar á leiðbeiningum um bólusetningar. Steininn tók úr í síðustu viku þegar Hvíta húsið rak forstöðumann CDC eftir innan við mánuð í embætti. Sá sagðist hafa verið rekinn fyrir að neita að samþykkja gagnrýnislaust „óvísindalegar og glæfralegar“ tilskipanir yfirboðara sinna og að reka starfsfólk að geðþótta þeirra. Í kjölfarið sögðu nokkrir af æðstu stjórnendum stofnunarinnar af sér í mótmælaskyni. Lýsa samstöðu með rekna forstöðumanninum Nú hafa níu fyrrverandi forstöðumenn CDC skrifað saman grein í New York Times þar sem þeir lýsa aðförum Kennedy hjá stofnuninni og lýðheilsukerfinu almennt sem fordæmalausum. Vísa þeir sérstaklega til brottrekstrar Susan Monarez sem forstöðumanns í síðustu viku. Lofuðu forstöðumennirnir hana fyrir að hafa staðið uppi í hárinu á Kennedy. Enginn þeirra hefði heldur tekið skipunum Kennedy þegjandi í hennar stað. Kennedy hafi einnig haft umsjón með brottrekstri þúsunda heilbrigðisstarfsmanna og veikt verulega verkefni sem eiga að verja Bandaríkjamenn fyrir krabbameini, hjartaáföllum, heilablóðfalli, blýeitrununum og fleira. Á sama tíma og versti mislingafaraldur í seinni tíð geisi geri Kennedy lítið úr bóluefnum en tali aftur á móti upp óstaðreyndar meðferðir. „Við höfum áhyggjur af afdrifaríkum afleiðingum allra þessara ákvarðana á heilbrigðisöryggi Bandaríkjanna,“ skrifa forstöðumennirnir fyrrverandi sem telja að starfsmenn stofnunarinnar eigi skilið forstöðumann sem styðji vísindin og standi við bakið á þeim. Nímenningarnir voru skipaðir í embættið af forsetanum úr báðum flokkum. Sá elsti þeirra stýrði stofnuninni frá 1977 til 2023 en sá nýjasti lét af embætti þegar Donald Trump tók við sem forseti í janúar. Bandaríkin Donald Trump Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vísindi Heilbrigðismál Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Innlent Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Innlent Fleiri fréttir Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Sjá meira
Glundroði hefur ríkt innan Sjúkdómavarnamiðstöðvar Bandaríkjanna (CDC), helstu lýðheilsustofnunar bandarísku alríkisstjórnarinnar, vegna breytinga sem Robert F. Kennedy yngri, heilbrigðisráðherra hefur gert þar. Kennedy, sem hefur verið einn helsti boðberi staðlausra samsæriskenninga um öryggi og virkni bóluefna í heiminum um árabil, rak meðal annars utanaðkomandi ráðgjafaráð um bólusetningar á einu bretti og skipaði í staðinn pótentáta sína. Stofnunin hefur þegar gert ýmsar breytingar á leiðbeiningum um bólusetningar. Steininn tók úr í síðustu viku þegar Hvíta húsið rak forstöðumann CDC eftir innan við mánuð í embætti. Sá sagðist hafa verið rekinn fyrir að neita að samþykkja gagnrýnislaust „óvísindalegar og glæfralegar“ tilskipanir yfirboðara sinna og að reka starfsfólk að geðþótta þeirra. Í kjölfarið sögðu nokkrir af æðstu stjórnendum stofnunarinnar af sér í mótmælaskyni. Lýsa samstöðu með rekna forstöðumanninum Nú hafa níu fyrrverandi forstöðumenn CDC skrifað saman grein í New York Times þar sem þeir lýsa aðförum Kennedy hjá stofnuninni og lýðheilsukerfinu almennt sem fordæmalausum. Vísa þeir sérstaklega til brottrekstrar Susan Monarez sem forstöðumanns í síðustu viku. Lofuðu forstöðumennirnir hana fyrir að hafa staðið uppi í hárinu á Kennedy. Enginn þeirra hefði heldur tekið skipunum Kennedy þegjandi í hennar stað. Kennedy hafi einnig haft umsjón með brottrekstri þúsunda heilbrigðisstarfsmanna og veikt verulega verkefni sem eiga að verja Bandaríkjamenn fyrir krabbameini, hjartaáföllum, heilablóðfalli, blýeitrununum og fleira. Á sama tíma og versti mislingafaraldur í seinni tíð geisi geri Kennedy lítið úr bóluefnum en tali aftur á móti upp óstaðreyndar meðferðir. „Við höfum áhyggjur af afdrifaríkum afleiðingum allra þessara ákvarðana á heilbrigðisöryggi Bandaríkjanna,“ skrifa forstöðumennirnir fyrrverandi sem telja að starfsmenn stofnunarinnar eigi skilið forstöðumann sem styðji vísindin og standi við bakið á þeim. Nímenningarnir voru skipaðir í embættið af forsetanum úr báðum flokkum. Sá elsti þeirra stýrði stofnuninni frá 1977 til 2023 en sá nýjasti lét af embætti þegar Donald Trump tók við sem forseti í janúar.
Bandaríkin Donald Trump Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vísindi Heilbrigðismál Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Innlent Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Innlent Fleiri fréttir Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Sjá meira