Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Samúel Karl Ólason skrifar 20. ágúst 2025 14:29 Ísraelskir hermenn á Gasaströndinni. AP/Maya Levin Ráðamenn í Ísrael hafa samþykkt áætlanir um að kalla tugi þúsunda manna úr varalið hersins til herþjónustu á næstunni. Það á að gera til undirbúnings mögulegs hernáms Gasaborgar, sem þjóðaröryggisráð Ísrael samþykkt fyrr í mánuðinum. Samkvæmt fjölmiðlum ytra er búist við því að formaður herforingjaráðs muni gefa áætluninni blessun sína á næstu dögum og mun herinn þá byrja að kalla inn um sextíu þúsund menn og framlengja þjónustu tuttugu þúsund manna úr varaliðinu til viðbótar. AP fréttaveitan segir að herkvaðning svo margra manna í tæplega tíu milljón manna þjóð hafi án efa umfangsmiklar efnahagslegar og pólitískar afleiðingar, einungis nokkrum dögum eftir að hundruð þúsund Ísraela mótmæltu á götum landsins og kölluðu eftir vopnahléi á Gasaströndinni. Leiðtogar Gasa samþykktu í gær tillögur að sextíu daga vopnahléi í skiptum fyrir það að þeir slepptu tíu gíslum úr haldi. Sú tillaga var runnin undan rifjum sáttasemjara frá Egyptalandi og Katar en ríkisstjórn Ísrael svaraði því óformlega með kröfu um að öllum fimmtíu gíslunum yrði sleppt. Talið er að einungis tuttugu þeirra séu enn á lífi. Ísraelar hafa ekki enn svarað formlega en Times of Israel segir tillöguna enn til skoðunar. Hermennirnir eru sagðir eiga að vera sendir til hverfa borgarinnar þar sem Ísraelar telja Hamas-liða enn virka. Sérstök áhersla verður lögð á göng samtakanna í borginni, sem talin eru umfangsmikil. Ekki liggur fyrir hvenær þessar aðgerðir eiga að hefjast en það gæti gerst á næstu dögum. Hundruð þúsunda manna hafa leitað sér skjóls í Gasaborg frá því árásir Ísraela á Gasaströndina hófust fyrir um 22 mánuðum. Þjóðarleiðtogar víða um heim, þar á meðal bandamenn Ísrael, sem og forsvarsmenn mannréttindasamtaka, hafa fordæmt áætlanirnar og varað við því að áframhaldandi árásir á Gasaströndina og hernám Gasaborgar muni auka enn frekar á þjáningar íbúa þar, sem séu þegar flestir á vergangi og standa frammi fyrir hungursneyð. Neyðarbirgðum varpað á Gasaströndina.AP/Abdel Kareem Hana Talið er að fleiri en 62 þúsund manns hafi fallið í árásum Ísraela frá því þær hófust. Einnig er talið að rúmlega 90 prósent heimila hafi eyðilagst eða orðið fyrir skemmdum. Heilbrigðiskerfi Gasa er hrunið og má segja það sama um vatnsveitur. Réðust á varðstöð hersins Talsmenn ísraelska hersins sögðu í morgun að að minnsta kosti átján vopnaðir menn hafi komið úr göngum í Khan Younis í suðurhluta Gasastrandarinnar í morgun og ráðist á varðstöð Ísraela. Talið er að mennirnir hafi ætlað sér að fanga ísraelska hermenn en þeir eru sagðir hafa verið með börur með sér. Einhverjir vígamannanna eru sagðir hafa komist inn i varðstöðina og skiptust þeir á skotum við ísraelska hermenn. Palestínumenn safna neyðaraðstoð frá Sameinuðu arabísku furstadæmunum.AP/Abdel Kareem Hana Þrír hermenn munu hafa særst og herinn segir að minnsta kosti tíu vígamenn hafi verið skotnir eða felldir í loftárás. Átta flúðu aftur ofan í göngin. Talsmenn Qassam-sveitanna, sem er hernaðararmur Hamas, segja að þó nokkrir hermenn hafi verið felldir í árásinni og að leyniskytta hafi skotið hátt settan ísraelskan hermann. Herinn birti í dag myndband sem sagt er sýna árásir á vígamennina í Khan Younis. בקרבות פנים אל פנים: לוחמי חטיבת כפיר חיסלו כעשרה מחבלים לאחר שביצעו ירי לעברםמוקדם יותר היום, יותר מ-15 מחבלים ביצעו התקפה משולבת של ירי מקלעים ונ״ט, ומספר מחבלים חדרו למגנן של כוחות מגדוד נחשון של חטיבת כפיר במרחב ח׳אן יונס. במהלך האירוע, לוחמי החטיבה הצליחו לחסל כ-10 מחבלים… pic.twitter.com/ROGLPWMavY— צבא ההגנה לישראל (@idfonline) August 20, 2025 Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Tengdar fréttir Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Hátt í fjörutíu Ísraelsmenn voru handteknir í dag fyrir að mótmæla áframhaldandi stríðsrekstri á Gasa. Mörg þúsund mótmæltu áformum yfirvalda um að leggja Gasaströnd undir sig og fjölmargir lögðu niður störf. 17. ágúst 2025 20:01 Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Hjón særðust í árás landtökufólks á þorpið Susya á Vesturbakkanum í nótt og þá voru gerðar árásir á þorpið Atara, þar sem kveikt var í bifreiðum Palestínumanna. 15. ágúst 2025 08:02 Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Fjármálaráðherra Ísraels tilkynnti í dag að hann hefði samþykkt áform um nýja landtökubyggð sem slítur í reynd í sundur landsvæði Palestínumanna á Vesturbakkanum. Hann stærði sig af því að byggðin gengi af hugmyndinni um palestínskt ríki dauðri. 14. ágúst 2025 15:09 Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Dráp Ísraelshers á þekktum palestínskum blaðamanni, ásamt fjórum kollegum hans, á sunnudaginn sem hefur vakið öldu reiði og fordæmingar er langt frá því að vera einsdæmi. Herinn hefur ekki lagt fram nein sannreynanleg gögn um aðild hans að Hamas og hefur jafnframt ekki fært nein haldbær rök fyrir því að hafa drepið þrjá aðra fréttamenn í sömu árás. Ísraelsher hefur myrt blaðamenn í trássi við alþjóðalög í fleiri áratugi. 13. ágúst 2025 11:53 Mest lesið Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Fleiri fréttir Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Sjá meira
Samkvæmt fjölmiðlum ytra er búist við því að formaður herforingjaráðs muni gefa áætluninni blessun sína á næstu dögum og mun herinn þá byrja að kalla inn um sextíu þúsund menn og framlengja þjónustu tuttugu þúsund manna úr varaliðinu til viðbótar. AP fréttaveitan segir að herkvaðning svo margra manna í tæplega tíu milljón manna þjóð hafi án efa umfangsmiklar efnahagslegar og pólitískar afleiðingar, einungis nokkrum dögum eftir að hundruð þúsund Ísraela mótmæltu á götum landsins og kölluðu eftir vopnahléi á Gasaströndinni. Leiðtogar Gasa samþykktu í gær tillögur að sextíu daga vopnahléi í skiptum fyrir það að þeir slepptu tíu gíslum úr haldi. Sú tillaga var runnin undan rifjum sáttasemjara frá Egyptalandi og Katar en ríkisstjórn Ísrael svaraði því óformlega með kröfu um að öllum fimmtíu gíslunum yrði sleppt. Talið er að einungis tuttugu þeirra séu enn á lífi. Ísraelar hafa ekki enn svarað formlega en Times of Israel segir tillöguna enn til skoðunar. Hermennirnir eru sagðir eiga að vera sendir til hverfa borgarinnar þar sem Ísraelar telja Hamas-liða enn virka. Sérstök áhersla verður lögð á göng samtakanna í borginni, sem talin eru umfangsmikil. Ekki liggur fyrir hvenær þessar aðgerðir eiga að hefjast en það gæti gerst á næstu dögum. Hundruð þúsunda manna hafa leitað sér skjóls í Gasaborg frá því árásir Ísraela á Gasaströndina hófust fyrir um 22 mánuðum. Þjóðarleiðtogar víða um heim, þar á meðal bandamenn Ísrael, sem og forsvarsmenn mannréttindasamtaka, hafa fordæmt áætlanirnar og varað við því að áframhaldandi árásir á Gasaströndina og hernám Gasaborgar muni auka enn frekar á þjáningar íbúa þar, sem séu þegar flestir á vergangi og standa frammi fyrir hungursneyð. Neyðarbirgðum varpað á Gasaströndina.AP/Abdel Kareem Hana Talið er að fleiri en 62 þúsund manns hafi fallið í árásum Ísraela frá því þær hófust. Einnig er talið að rúmlega 90 prósent heimila hafi eyðilagst eða orðið fyrir skemmdum. Heilbrigðiskerfi Gasa er hrunið og má segja það sama um vatnsveitur. Réðust á varðstöð hersins Talsmenn ísraelska hersins sögðu í morgun að að minnsta kosti átján vopnaðir menn hafi komið úr göngum í Khan Younis í suðurhluta Gasastrandarinnar í morgun og ráðist á varðstöð Ísraela. Talið er að mennirnir hafi ætlað sér að fanga ísraelska hermenn en þeir eru sagðir hafa verið með börur með sér. Einhverjir vígamannanna eru sagðir hafa komist inn i varðstöðina og skiptust þeir á skotum við ísraelska hermenn. Palestínumenn safna neyðaraðstoð frá Sameinuðu arabísku furstadæmunum.AP/Abdel Kareem Hana Þrír hermenn munu hafa særst og herinn segir að minnsta kosti tíu vígamenn hafi verið skotnir eða felldir í loftárás. Átta flúðu aftur ofan í göngin. Talsmenn Qassam-sveitanna, sem er hernaðararmur Hamas, segja að þó nokkrir hermenn hafi verið felldir í árásinni og að leyniskytta hafi skotið hátt settan ísraelskan hermann. Herinn birti í dag myndband sem sagt er sýna árásir á vígamennina í Khan Younis. בקרבות פנים אל פנים: לוחמי חטיבת כפיר חיסלו כעשרה מחבלים לאחר שביצעו ירי לעברםמוקדם יותר היום, יותר מ-15 מחבלים ביצעו התקפה משולבת של ירי מקלעים ונ״ט, ומספר מחבלים חדרו למגנן של כוחות מגדוד נחשון של חטיבת כפיר במרחב ח׳אן יונס. במהלך האירוע, לוחמי החטיבה הצליחו לחסל כ-10 מחבלים… pic.twitter.com/ROGLPWMavY— צבא ההגנה לישראל (@idfonline) August 20, 2025
Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Tengdar fréttir Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Hátt í fjörutíu Ísraelsmenn voru handteknir í dag fyrir að mótmæla áframhaldandi stríðsrekstri á Gasa. Mörg þúsund mótmæltu áformum yfirvalda um að leggja Gasaströnd undir sig og fjölmargir lögðu niður störf. 17. ágúst 2025 20:01 Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Hjón særðust í árás landtökufólks á þorpið Susya á Vesturbakkanum í nótt og þá voru gerðar árásir á þorpið Atara, þar sem kveikt var í bifreiðum Palestínumanna. 15. ágúst 2025 08:02 Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Fjármálaráðherra Ísraels tilkynnti í dag að hann hefði samþykkt áform um nýja landtökubyggð sem slítur í reynd í sundur landsvæði Palestínumanna á Vesturbakkanum. Hann stærði sig af því að byggðin gengi af hugmyndinni um palestínskt ríki dauðri. 14. ágúst 2025 15:09 Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Dráp Ísraelshers á þekktum palestínskum blaðamanni, ásamt fjórum kollegum hans, á sunnudaginn sem hefur vakið öldu reiði og fordæmingar er langt frá því að vera einsdæmi. Herinn hefur ekki lagt fram nein sannreynanleg gögn um aðild hans að Hamas og hefur jafnframt ekki fært nein haldbær rök fyrir því að hafa drepið þrjá aðra fréttamenn í sömu árás. Ísraelsher hefur myrt blaðamenn í trássi við alþjóðalög í fleiri áratugi. 13. ágúst 2025 11:53 Mest lesið Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Fleiri fréttir Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Sjá meira
Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Hátt í fjörutíu Ísraelsmenn voru handteknir í dag fyrir að mótmæla áframhaldandi stríðsrekstri á Gasa. Mörg þúsund mótmæltu áformum yfirvalda um að leggja Gasaströnd undir sig og fjölmargir lögðu niður störf. 17. ágúst 2025 20:01
Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Hjón særðust í árás landtökufólks á þorpið Susya á Vesturbakkanum í nótt og þá voru gerðar árásir á þorpið Atara, þar sem kveikt var í bifreiðum Palestínumanna. 15. ágúst 2025 08:02
Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Fjármálaráðherra Ísraels tilkynnti í dag að hann hefði samþykkt áform um nýja landtökubyggð sem slítur í reynd í sundur landsvæði Palestínumanna á Vesturbakkanum. Hann stærði sig af því að byggðin gengi af hugmyndinni um palestínskt ríki dauðri. 14. ágúst 2025 15:09
Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Dráp Ísraelshers á þekktum palestínskum blaðamanni, ásamt fjórum kollegum hans, á sunnudaginn sem hefur vakið öldu reiði og fordæmingar er langt frá því að vera einsdæmi. Herinn hefur ekki lagt fram nein sannreynanleg gögn um aðild hans að Hamas og hefur jafnframt ekki fært nein haldbær rök fyrir því að hafa drepið þrjá aðra fréttamenn í sömu árás. Ísraelsher hefur myrt blaðamenn í trássi við alþjóðalög í fleiri áratugi. 13. ágúst 2025 11:53