Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 17. ágúst 2025 20:01 Um fjörutíu mótmælendur voru handteknir í Ísrael í dag fyrir að mótmæla stríðsrekstrinum á Gasa. AP Photo/Ohad Zwigenberg Hátt í fjörutíu Ísraelsmenn voru handteknir í dag fyrir að mótmæla áframhaldandi stríðsrekstri á Gasa. Mörg þúsund mótmæltu áformum yfirvalda um að leggja Gasaströnd undir sig og fjölmargir lögðu niður störf. Mótmælendur komu saman í stærstu borgum Ísrael í gærkvöldi. Enn eru um fimmtíu gíslar, sem voru handsamaðir 7. október 2023, í haldi Hamas-samtakanna. Ættingjar þeirra hafa staðið að vikulegum mótmælum í lengri tíma, vegna þess sem þeir kalla aðgerðaleysi stjórnvalda í að koma gíslunum heim. Margir telja jafnframt að áframhaldandi hernaður og fyrirhuguð yfirtaka Gasastrandar stefni lífi gíslanna í enn frekari og óþarfa hættu. Mótmælin héldu áfram í dag og lögðu margir niður störf. „Í dag stöðvum við allt til að bjarga gíslunum og koma þeim og hermönnunum heim. Í dag stöðvum við allt til að minna á friðhelgi lífsins. Í dag stöðvum við allt svo við getum lifað hér saman næstu hundruð ára. Í dag stöðvum við allt til að takst í hendur til hægri og vinstri, á miðjunni og alls staðar þar á milli,“ segir Anat Angrest, móðir eins gíslanna. Gagnrýnir mótmælendur Ísraelski herinn hefur síðustu daga sótt mjög að íbúum Gasa-borgar en til stendur að rýma borgina og flytja íbúa til suðurhluta strandarinnar. Heilbrigðisyfirvöld á svæðinu segja fjörutíu hafa verið drepna yfir helgina, þar á meðal á svæðum sem áttu að heita örugg. Forsætisráðherra Ísrael var í dag harðorður í garð mótmælenda og ítrekaði að ekki yrði fallið frá fyrirætlunum um að taka yfir Gasaströnd. Þá sagði hann alla þá, sem kölluðu eftir því að stríðið yrði stöðvað án þess að ráða niðurlögum Hamas, styðja við málstað samtakanna. „Þeir sem kalla eftir stríðslokum án sigurs á Hamas herða ekki aðeins afstöðu Hamas og tefja lausn gíslanna, þeir eru líka að tryggja að hryllingurinn 7. október verði endurtekinn aftur og aftur og að synir okkar og dætur verði að berjast aftur og aftur í endalausu stríði,“ sagði Benjamín Netanjahú forsætisráðherra í dag. Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Hjón særðust í árás landtökufólks á þorpið Susya á Vesturbakkanum í nótt og þá voru gerðar árásir á þorpið Atara, þar sem kveikt var í bifreiðum Palestínumanna. 15. ágúst 2025 08:02 Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Fjármálaráðherra Ísraels tilkynnti í dag að hann hefði samþykkt áform um nýja landtökubyggð sem slítur í reynd í sundur landsvæði Palestínumanna á Vesturbakkanum. Hann stærði sig af því að byggðin gengi af hugmyndinni um palestínskt ríki dauðri. 14. ágúst 2025 15:09 Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Dráp Ísraelshers á þekktum palestínskum blaðamanni, ásamt fjórum kollegum hans, á sunnudaginn sem hefur vakið öldu reiði og fordæmingar er langt frá því að vera einsdæmi. Herinn hefur ekki lagt fram nein sannreynanleg gögn um aðild hans að Hamas og hefur jafnframt ekki fært nein haldbær rök fyrir því að hafa drepið þrjá aðra fréttamenn í sömu árás. Ísraelsher hefur myrt blaðamenn í trássi við alþjóðalög í fleiri áratugi. 13. ágúst 2025 11:53 Mest lesið Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Fleiri fréttir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Sjá meira
Mótmælendur komu saman í stærstu borgum Ísrael í gærkvöldi. Enn eru um fimmtíu gíslar, sem voru handsamaðir 7. október 2023, í haldi Hamas-samtakanna. Ættingjar þeirra hafa staðið að vikulegum mótmælum í lengri tíma, vegna þess sem þeir kalla aðgerðaleysi stjórnvalda í að koma gíslunum heim. Margir telja jafnframt að áframhaldandi hernaður og fyrirhuguð yfirtaka Gasastrandar stefni lífi gíslanna í enn frekari og óþarfa hættu. Mótmælin héldu áfram í dag og lögðu margir niður störf. „Í dag stöðvum við allt til að bjarga gíslunum og koma þeim og hermönnunum heim. Í dag stöðvum við allt til að minna á friðhelgi lífsins. Í dag stöðvum við allt svo við getum lifað hér saman næstu hundruð ára. Í dag stöðvum við allt til að takst í hendur til hægri og vinstri, á miðjunni og alls staðar þar á milli,“ segir Anat Angrest, móðir eins gíslanna. Gagnrýnir mótmælendur Ísraelski herinn hefur síðustu daga sótt mjög að íbúum Gasa-borgar en til stendur að rýma borgina og flytja íbúa til suðurhluta strandarinnar. Heilbrigðisyfirvöld á svæðinu segja fjörutíu hafa verið drepna yfir helgina, þar á meðal á svæðum sem áttu að heita örugg. Forsætisráðherra Ísrael var í dag harðorður í garð mótmælenda og ítrekaði að ekki yrði fallið frá fyrirætlunum um að taka yfir Gasaströnd. Þá sagði hann alla þá, sem kölluðu eftir því að stríðið yrði stöðvað án þess að ráða niðurlögum Hamas, styðja við málstað samtakanna. „Þeir sem kalla eftir stríðslokum án sigurs á Hamas herða ekki aðeins afstöðu Hamas og tefja lausn gíslanna, þeir eru líka að tryggja að hryllingurinn 7. október verði endurtekinn aftur og aftur og að synir okkar og dætur verði að berjast aftur og aftur í endalausu stríði,“ sagði Benjamín Netanjahú forsætisráðherra í dag.
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Hjón særðust í árás landtökufólks á þorpið Susya á Vesturbakkanum í nótt og þá voru gerðar árásir á þorpið Atara, þar sem kveikt var í bifreiðum Palestínumanna. 15. ágúst 2025 08:02 Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Fjármálaráðherra Ísraels tilkynnti í dag að hann hefði samþykkt áform um nýja landtökubyggð sem slítur í reynd í sundur landsvæði Palestínumanna á Vesturbakkanum. Hann stærði sig af því að byggðin gengi af hugmyndinni um palestínskt ríki dauðri. 14. ágúst 2025 15:09 Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Dráp Ísraelshers á þekktum palestínskum blaðamanni, ásamt fjórum kollegum hans, á sunnudaginn sem hefur vakið öldu reiði og fordæmingar er langt frá því að vera einsdæmi. Herinn hefur ekki lagt fram nein sannreynanleg gögn um aðild hans að Hamas og hefur jafnframt ekki fært nein haldbær rök fyrir því að hafa drepið þrjá aðra fréttamenn í sömu árás. Ísraelsher hefur myrt blaðamenn í trássi við alþjóðalög í fleiri áratugi. 13. ágúst 2025 11:53 Mest lesið Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Fleiri fréttir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Sjá meira
Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Hjón særðust í árás landtökufólks á þorpið Susya á Vesturbakkanum í nótt og þá voru gerðar árásir á þorpið Atara, þar sem kveikt var í bifreiðum Palestínumanna. 15. ágúst 2025 08:02
Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Fjármálaráðherra Ísraels tilkynnti í dag að hann hefði samþykkt áform um nýja landtökubyggð sem slítur í reynd í sundur landsvæði Palestínumanna á Vesturbakkanum. Hann stærði sig af því að byggðin gengi af hugmyndinni um palestínskt ríki dauðri. 14. ágúst 2025 15:09
Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Dráp Ísraelshers á þekktum palestínskum blaðamanni, ásamt fjórum kollegum hans, á sunnudaginn sem hefur vakið öldu reiði og fordæmingar er langt frá því að vera einsdæmi. Herinn hefur ekki lagt fram nein sannreynanleg gögn um aðild hans að Hamas og hefur jafnframt ekki fært nein haldbær rök fyrir því að hafa drepið þrjá aðra fréttamenn í sömu árás. Ísraelsher hefur myrt blaðamenn í trássi við alþjóðalög í fleiri áratugi. 13. ágúst 2025 11:53