Góður fundur en fátt fast í hendi Hólmfríður Gísladóttir skrifar 19. ágúst 2025 06:29 Almenn ánægja virðist ríkja með fundinn, þótt fátt sé fast í hendi. Sérfræðingar hafa bent á að þegar Trump tali um öryggistryggingar geti það allt eins þýtt loforð Bandaríkjaforseta um að tryggja öryggi Úkraínu, eins og raunverulega hernaðaraðstoð. Getty/Win McNamee Fundur Evrópuleiðtoga með Donald Trump Bandaríkjaforseta í Hvíta húsinu í gær virðist almennt séð hafa gengið ágætlega, þrátt fyrir að fátt sem var rætt sé fast í hendi. Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti sagði fundinn þann besta hingað til en hann var greinilega að vanda sig eftir að hafa verið sendur snemma heim í síðustu heimsókn í Hvíta húsið og þakkaði Trump ítrekað fyrir viðleitni sína í því að binda enda á átökin í Úkraínu. Trump tjáði sig um fundinn á Truth Social í gær og sagðist gera ráð fyrir að funda með Pútín og Selenskí eftir fund þeirra tveggja. Trump, sem átti samtal við Vladimír Pútín Rússlandsforseta strax að loknum fundi með Evrópuleiðtogunum, sagði í gærkvöldi að Pútín væri reiðubúinn til að hitta Selenskí, sem hann hefur hingað til þverneitað að gera. Þá sagði Bandaríkjaforseti að öryggi Úkraínu yrði tryggt ef aðilar kæmust að samkomulagi en hann hefur ekki viljað fara út í mögulegar útfærslur á öryggistryggingum né heldur svaraði hann því hver þáttur Bandaríkjanna yrði. Það var ljóst af ummælum Trump og hegðan í gær að hann fann sig vel í hlutverki samningamannsins og málamiðlarans. Aðrir hafa hrósað Evrópuleiðtogunum fyrir vel útfærða diplómasíu í því hvernig þeir fóru að Bandaríkjaforseta.Getty/Alex Wong Aðrir Evrópuleiðtogar sem sóttu fundinn virtust almennt ánægðir en bæði Emmanuel Macron Frakklandsforseti og Friedrich Merz, kanslari Þýskalands, lýstu efasemdum um friðarvilja Pútín. Þá virðast einnig efasemdir uppi um hvort Pútín sé raunverulega reiðubúinn til að funda með Selenskí en Merz sagðist ekki vera viss um að fyrrnefndi hefði „hugrekki til að sækja slíkan fund“. Rússar héldu áfram að gera árásir á Úkraínu í gær og í nótt og enn sem komið er hefur ekkert heyrst frá þeim um mögulegan fund Pútín og Selenskí. Þeir sendu hins vegar frá sér yfirlýsingu í gær þar sem þeir þvertóku fyrir það að samþykkja viðveru herliðs frá Atlantshafsbandalaginu í Úkraínu, til að tryggja öryggi landsins. Bandaríkin Donald Trump Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Sjá meira
Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti sagði fundinn þann besta hingað til en hann var greinilega að vanda sig eftir að hafa verið sendur snemma heim í síðustu heimsókn í Hvíta húsið og þakkaði Trump ítrekað fyrir viðleitni sína í því að binda enda á átökin í Úkraínu. Trump tjáði sig um fundinn á Truth Social í gær og sagðist gera ráð fyrir að funda með Pútín og Selenskí eftir fund þeirra tveggja. Trump, sem átti samtal við Vladimír Pútín Rússlandsforseta strax að loknum fundi með Evrópuleiðtogunum, sagði í gærkvöldi að Pútín væri reiðubúinn til að hitta Selenskí, sem hann hefur hingað til þverneitað að gera. Þá sagði Bandaríkjaforseti að öryggi Úkraínu yrði tryggt ef aðilar kæmust að samkomulagi en hann hefur ekki viljað fara út í mögulegar útfærslur á öryggistryggingum né heldur svaraði hann því hver þáttur Bandaríkjanna yrði. Það var ljóst af ummælum Trump og hegðan í gær að hann fann sig vel í hlutverki samningamannsins og málamiðlarans. Aðrir hafa hrósað Evrópuleiðtogunum fyrir vel útfærða diplómasíu í því hvernig þeir fóru að Bandaríkjaforseta.Getty/Alex Wong Aðrir Evrópuleiðtogar sem sóttu fundinn virtust almennt ánægðir en bæði Emmanuel Macron Frakklandsforseti og Friedrich Merz, kanslari Þýskalands, lýstu efasemdum um friðarvilja Pútín. Þá virðast einnig efasemdir uppi um hvort Pútín sé raunverulega reiðubúinn til að funda með Selenskí en Merz sagðist ekki vera viss um að fyrrnefndi hefði „hugrekki til að sækja slíkan fund“. Rússar héldu áfram að gera árásir á Úkraínu í gær og í nótt og enn sem komið er hefur ekkert heyrst frá þeim um mögulegan fund Pútín og Selenskí. Þeir sendu hins vegar frá sér yfirlýsingu í gær þar sem þeir þvertóku fyrir það að samþykkja viðveru herliðs frá Atlantshafsbandalaginu í Úkraínu, til að tryggja öryggi landsins.
Bandaríkin Donald Trump Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Sjá meira