Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 11. ágúst 2025 16:16 Selenskí verður ekki viðstaddur fund Trump og Pútín á föstudag en mun funda með Evrópuleiðtogum áður en þeir funda með Trump á miðvikudag. AP Leiðtogar sex Evrópuríkja munu sitja fjarfundi með Volodimír Selenskí Úkraínuforseta og Donald Trump Bandaríkjaforseta á miðvikudag. Selenskí er sagður hafa slakað á kröfum sínum og hann útiloki ekki að láta eftir landsvæði í friðarsamningum. Telegraph hefur eftir heimildum að Selenskí útiloki ekki friðarsamning við Rússland sem feli í sér að Úkraína láti eftir landsvæði sem Rússland hefur sölsað undir sig. Hann hafi þó sagt Evrópuleiðtogum að öllum samningum sem fela í sér að Úkraína gefi eftir eigið yfirráðasvæði verði að hafna. Það þýðir að einhverjar líkur eru á að landamæri miðist við víglínurnar eins og þær eru núna og Rússar haldi yfirráðum yfir vissum svæðum í Lúhansk, Dónetsk, Sapóríssja, Kerson og á á Krímsskaga. Miðillinn hefur eftir embættismanni að slíkir samningar kæmu bara til með að innihalda landsvæði sem Rússlandsher hefur þegar hernumið. Funda fyrst með Selenskí, svo Trump Fréttirnar koma í aðdraganda fyrirhugaðra friðarviðræðna Trump og Vladimírs Pútín Rússlandsforseta í Alaska á föstudag. Þar munu þeir freista þess að komast að friðarsamkomulagi vegna innrásarstríðs Rússa í Úkraínu. Selenskí, sem fékk ekki boð á fundinn, hefur gagnrýnt fjarveru sína og sagt enga niðurstöðu koma til greina án aðkomu Úkraínu. Þá hefur hann sagt að ekki komi til greina að láta eftir landsvæði í hendur Rússa. Greint er frá fundum miðvikudagsins í tilkynningu á vef ríkisstjórnar Þýskalands, þar sem fram kemur að ásamt Friedrich Merz kanslara Þýskalands muni þjóðarleiðtogar Frakklands, Bretlands, Ítalíu, Póllands og Finnlands funda með Trump í gegn um fjarfundarbúnað á miðvikudag. Merz komi til með að stýra fundinum. Fyrir leiðtogafundinn með Trump munu sömu fulltrúar sitja fjarfund með Selenskí. Ursula von der Leyen forseti framkvæmdarstjórnar Evrópuráðsins og Mark Rutte framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins verða sömuleiðis á fundunum tveimur. Í tilkynningunni segir að efni fundarins verði leiðir til að beita auknum þrýstingi á Rússlandsstjórn og undirbúningur undir hugsanlegar friðarviðræður, meðal annars í tengslum við landakröfur og öryggismál. Leiðtogar framangreindra ríkja sögðu í yfirlýsingu á laugardag ótækt að funda um stríðslok án aðkomu Úkraínu, sem hefði frelsi til að ákveða hver sín örlög eru. „Við fögnum vinnu Donald Trump forseta við að binda enda á blóðsúthellingarnar í Úkraínu, stöðva árásarstríð Rússlands og ná fram réttlátum og varanlegum friði og öryggi fyrir Úkraínu. Við stöndum fast á því að sú eina aðferð sem blandar saman virkum milliríkjasamskiptum, stuðningi við Úkraínu og þrýstingi á Rússland sé tæk til að binda enda á ólöglegt stríð þess.“ Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Þýskaland Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Fleiri fréttir Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Sjá meira
Telegraph hefur eftir heimildum að Selenskí útiloki ekki friðarsamning við Rússland sem feli í sér að Úkraína láti eftir landsvæði sem Rússland hefur sölsað undir sig. Hann hafi þó sagt Evrópuleiðtogum að öllum samningum sem fela í sér að Úkraína gefi eftir eigið yfirráðasvæði verði að hafna. Það þýðir að einhverjar líkur eru á að landamæri miðist við víglínurnar eins og þær eru núna og Rússar haldi yfirráðum yfir vissum svæðum í Lúhansk, Dónetsk, Sapóríssja, Kerson og á á Krímsskaga. Miðillinn hefur eftir embættismanni að slíkir samningar kæmu bara til með að innihalda landsvæði sem Rússlandsher hefur þegar hernumið. Funda fyrst með Selenskí, svo Trump Fréttirnar koma í aðdraganda fyrirhugaðra friðarviðræðna Trump og Vladimírs Pútín Rússlandsforseta í Alaska á föstudag. Þar munu þeir freista þess að komast að friðarsamkomulagi vegna innrásarstríðs Rússa í Úkraínu. Selenskí, sem fékk ekki boð á fundinn, hefur gagnrýnt fjarveru sína og sagt enga niðurstöðu koma til greina án aðkomu Úkraínu. Þá hefur hann sagt að ekki komi til greina að láta eftir landsvæði í hendur Rússa. Greint er frá fundum miðvikudagsins í tilkynningu á vef ríkisstjórnar Þýskalands, þar sem fram kemur að ásamt Friedrich Merz kanslara Þýskalands muni þjóðarleiðtogar Frakklands, Bretlands, Ítalíu, Póllands og Finnlands funda með Trump í gegn um fjarfundarbúnað á miðvikudag. Merz komi til með að stýra fundinum. Fyrir leiðtogafundinn með Trump munu sömu fulltrúar sitja fjarfund með Selenskí. Ursula von der Leyen forseti framkvæmdarstjórnar Evrópuráðsins og Mark Rutte framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins verða sömuleiðis á fundunum tveimur. Í tilkynningunni segir að efni fundarins verði leiðir til að beita auknum þrýstingi á Rússlandsstjórn og undirbúningur undir hugsanlegar friðarviðræður, meðal annars í tengslum við landakröfur og öryggismál. Leiðtogar framangreindra ríkja sögðu í yfirlýsingu á laugardag ótækt að funda um stríðslok án aðkomu Úkraínu, sem hefði frelsi til að ákveða hver sín örlög eru. „Við fögnum vinnu Donald Trump forseta við að binda enda á blóðsúthellingarnar í Úkraínu, stöðva árásarstríð Rússlands og ná fram réttlátum og varanlegum friði og öryggi fyrir Úkraínu. Við stöndum fast á því að sú eina aðferð sem blandar saman virkum milliríkjasamskiptum, stuðningi við Úkraínu og þrýstingi á Rússland sé tæk til að binda enda á ólöglegt stríð þess.“
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Þýskaland Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Fleiri fréttir Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Sjá meira