Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Agnar Már Másson skrifar 1. ágúst 2025 18:26 Donald Trump Bandaríkjaforseti. EPA Donald Trump Bandaríkjaforseti segist hafa ræst út tvo kjarnorkukafbáta á „viðeigandi svæði“ eftir að fyrrverandi forseti Rússlands lét „afar ögrandi“ ummæli falla á samfélagsmiðlum og bar Trump saman við forvera hans, hinn „syfjaða“ Joe Biden. Í færslu á Truth Social vísar Donald Trump Bandaríkjaforseti til „afar ögrandi ummæla“ Dmitrí Medvedev, fyrrverandi forseta og forsætisráðherra Rússlands og nú varaformann öryggisráðs Rússlands. Medvedev hefur gjarnan látið gamminn geisa síðustu daga og hótað stríði við Bandaríkin, sérstaklega eftir að Bandaríkjaforsetinn stytti frest Rússa til að semja um vopnahlé við Úkraínumenn úr fimmtíu dögum niður í tólf en annars þyrftu þeir að þola tolla. „Ég hef fyrirskipað að tveimur kjarnorkukafbátum verði komið fyrir á viðeigandi svæðum, bara ef þessar heimskulegu og æsandi yfirlýsingar eru meira en bara orð,“ skrifar Trump. Í fyrradag, miðvikudag, skrifaði Medvedev á X að „hver einasti úrslitakostur er hótun eða skref í átt að stríði. Ekki milli Rússlands og Úkraínu, heldur við sitt eigið land.“ Medvedev varaði Trump við að „fara ekki sömu leið og syfjaði Jói“ en það er uppnefni Trumps fyrir forvera sinn Joe Biden. Þá áréttaði hann einnig að Rússar væru ekki Ísraelar eða Íranar. Þetta virðist hafa farið illa í Bandaríkjaforseta sem hefur nú, sem fyrr segir, ræst út kjarnorkukafbáta. „Orð eru mjög mikilvæg og geta oft leitt til ófyrirséðra afleiðinga. Ég vona að þetta verði ekki eitt af þeim tilvikum,“ bætir Bandaríkjaforsetinn við. Donald Trump Kjarnorka Úkraína X (Twitter) Vladimír Pútín Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Tengdar fréttir „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Vladimír Pútín, forseti Rússlands, sagðist í dag vonast eftir því að hægt væri að hefja friðarviðræður við Úkraínu. Hann gaf þó til kynna að vindurinn væri í seglum Rússa um þessar mundir og að hann væri alls ekki tilbúinn til að láta af umfangsmiklum kröfum Rússa. 1. ágúst 2025 14:27 Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segist verulega vonsvikinn í garð Vladimírs Pútín, kollega síns í Rússlandi. Þeir hafi margsinnis talað saman og verið nærri því að koma á friði í Úkraínu en í hvert sinn hafi Pútín gert umfangsmiklar árásir á Úkraínu og gert út af við friðarviðleitnina. 28. júlí 2025 13:10 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Fleiri fréttir Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Sjá meira
Í færslu á Truth Social vísar Donald Trump Bandaríkjaforseti til „afar ögrandi ummæla“ Dmitrí Medvedev, fyrrverandi forseta og forsætisráðherra Rússlands og nú varaformann öryggisráðs Rússlands. Medvedev hefur gjarnan látið gamminn geisa síðustu daga og hótað stríði við Bandaríkin, sérstaklega eftir að Bandaríkjaforsetinn stytti frest Rússa til að semja um vopnahlé við Úkraínumenn úr fimmtíu dögum niður í tólf en annars þyrftu þeir að þola tolla. „Ég hef fyrirskipað að tveimur kjarnorkukafbátum verði komið fyrir á viðeigandi svæðum, bara ef þessar heimskulegu og æsandi yfirlýsingar eru meira en bara orð,“ skrifar Trump. Í fyrradag, miðvikudag, skrifaði Medvedev á X að „hver einasti úrslitakostur er hótun eða skref í átt að stríði. Ekki milli Rússlands og Úkraínu, heldur við sitt eigið land.“ Medvedev varaði Trump við að „fara ekki sömu leið og syfjaði Jói“ en það er uppnefni Trumps fyrir forvera sinn Joe Biden. Þá áréttaði hann einnig að Rússar væru ekki Ísraelar eða Íranar. Þetta virðist hafa farið illa í Bandaríkjaforseta sem hefur nú, sem fyrr segir, ræst út kjarnorkukafbáta. „Orð eru mjög mikilvæg og geta oft leitt til ófyrirséðra afleiðinga. Ég vona að þetta verði ekki eitt af þeim tilvikum,“ bætir Bandaríkjaforsetinn við.
Donald Trump Kjarnorka Úkraína X (Twitter) Vladimír Pútín Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Tengdar fréttir „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Vladimír Pútín, forseti Rússlands, sagðist í dag vonast eftir því að hægt væri að hefja friðarviðræður við Úkraínu. Hann gaf þó til kynna að vindurinn væri í seglum Rússa um þessar mundir og að hann væri alls ekki tilbúinn til að láta af umfangsmiklum kröfum Rússa. 1. ágúst 2025 14:27 Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segist verulega vonsvikinn í garð Vladimírs Pútín, kollega síns í Rússlandi. Þeir hafi margsinnis talað saman og verið nærri því að koma á friði í Úkraínu en í hvert sinn hafi Pútín gert umfangsmiklar árásir á Úkraínu og gert út af við friðarviðleitnina. 28. júlí 2025 13:10 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Fleiri fréttir Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Sjá meira
„Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Vladimír Pútín, forseti Rússlands, sagðist í dag vonast eftir því að hægt væri að hefja friðarviðræður við Úkraínu. Hann gaf þó til kynna að vindurinn væri í seglum Rússa um þessar mundir og að hann væri alls ekki tilbúinn til að láta af umfangsmiklum kröfum Rússa. 1. ágúst 2025 14:27
Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segist verulega vonsvikinn í garð Vladimírs Pútín, kollega síns í Rússlandi. Þeir hafi margsinnis talað saman og verið nærri því að koma á friði í Úkraínu en í hvert sinn hafi Pútín gert umfangsmiklar árásir á Úkraínu og gert út af við friðarviðleitnina. 28. júlí 2025 13:10