Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Magnús Jochum Pálsson skrifar 28. júní 2025 08:41 Donald Trump Bandaríkjaforseti baunaði á æðstaklerkinn Khameini vegna yfirlýsinga hans um sigur Írans. Í dag syrgja Íranir þá sem féllu í átökunum við Ísrael. AP/Getty Írönsk yfirvöld halda í dag jarðarför fyrir um sextíu manns, þar á meðal herforingja og kjarnorkuvísindamenn, sem létust í tólf daga átökunum við Ísrael sem lauk með vopnahléi í vikunni. Donald Trump segir Khameini æðstaklerk ljúga um sigur Írans og segist Trump hafa bjargað lífi æðstaklerksins. Jarðarförin fer fram í Tehran í dag og má þar sjá líkkistur þaktar íranska fánanum og stórar myndir af látnum herforingjum. Þúsundir svartklæddra syrgjenda hafa safnast saman í Enghelab-torgi í miðborg höfuðborgarinnar til að fylgja hinum látnu til grafar. Meðal þeirra sem verða bornir til grafar eru Mohammad Bagheri, sem var yfirmaður herforingjaráðs íranska hersins; Hossein Salami, sem var yfirmaður íranska byltingarvarðarins og kjarnorkuvísindamaðurinn Mohammad Mehdi Tehranchi, sem var rektor Azad-háskóla í Tehran. Íranski æðstiklerkurinn Ali Khamenei fagnaði sigri Írans á Ísraelum í fyrradag og sagði Íran hafa greitt Bandaríkjunum „þungt högg í andlitið“. Í gær var svo greint frá því að hreinsanir væru hafnar í Íran, fjöldi manns hefði verið handtekinn og margir teknir af lífi vegna meintra tengsla við ísraelsku leyniþjónustuna. Hafi bjargað æðstaklerknum frá „ljótum og smánarlegum“ dauða Donald Trump Bandaríkjaforseti brást ókvæða við yfirlýsingum æðstaklerksins í gær, sagðist hafa bjargað lífi æðstaklerksins og að Bandaríkin myndu ekki hika við að varpa sprengjum á Íran ef þess þyrfti. „Af hverju myndi hinn svokallaði „Æðsti leiðtogi,“ Ayataollah Ali Khameini, frá hinu stríðshrjáða Íran, segja svona blygðunarlaust og kjánalega að hann hafi unnið stríðið við Ísrael þegar hann veit að yfirlýsing sín er lygi, það er ekki svo. Sem mjög trúaður maður á hann ekki að ljúga,“ sagði Trump í færslu á samfélagsmiðli sínum, Truth Social. Donald Trump, Bandaríkjaforseti, með Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, fyrir utan Hvíta húsið.EPA „Landið hans var gjöreyðilagt, hans þrjár illu kjarnorkustöðvar voru þurrkaðar út og ég veit nákvæmlega hvar hann faldi sig og kom í veg fyrir að Ísrael eða bandaríski herinn, sá langbesti og öflugasti í heiminum, myndu taka hann af lífi. Ég bjargaði honum frá mjög ljótum og smánarlegum dauða og hann þarf ekki að segja, ,Þakka þér, forseti Trump',“ sagði hann einnig í færslunni. Þá sagðist hann einnig hafa komið í veg fyrir stórfellda árás Ísraela sem hefði hugsanlega verið lokahöggið. Hann hafi unnið að því að afnema refsiaðgerðir í garð Írans en fái að þökk ummæli æðstaklerksins sem einkennist af reiði og hatri. Á blaðamannafundi í gærkvöldi sagði Trump síðan að hann myndi „algjörlega“ íhuga að varpa sprengjum á Íran ef það lægi fyrir að Íranir væru að auðga úran. Abbas Araghchi, utanríkisráðherra Íran, vandar Trump ekki kveðjuna.Vísir/EPA Utanríkisráðherra Írans, Abbas Araghchi, varaði Trump við því að viðhafa „ruddaleg“ ummæli um æðstaklerkinn sem segir loftárásir bæði Bandaríkjanna og Ísrael hafa haft lítil áhrif. „Ef Trump forseti er einlægur í að vilja semja ætti hann að hætta þessum ruddalega og óásættanlega tóni í garð æðsta leiðtoga Írans, Ayatollah Khamenei,“ skrifaði Araghchi á samfélagsmiðilinn X. „Hin mikla og öfluga íranska þjóð, sem sýndi heiminum að stjórn Ísraels gat ekki annað en hlaupið til ,pabba' til að verða ekki flött út af eldflaugum okkar, tekur ekki vel í ógnanir og móðganir,“ sagði Araghchi einnig í færslunni. Hann gekkst hins vegar við því að kjarnorkumannvirki Írana hefðu orðið fyrir töluverðum skaða í loftárásunum. The complexity and tenacity of Iranians is famously known in our magnificent carpets, woven through countless hours of hard work and patience. But as a people, our basic premise is very simple and straightforward: we know our worth, value our independence, and never allow anyone…— Seyed Abbas Araghchi (@araghchi) June 27, 2025 Íran Bandaríkin Ísrael Donald Trump Tengdar fréttir Stígur fram og segir Írani hafa löðrungað Bandaríkin Íranskir miðlar hafa birt myndskeið af Ayatollah Ali Khamenei, leiðtoga landsins, þar sem hann segir meðal annars að Íran hafi greitt Bandaríkjunum „þungt högg í andlitið“. 26. júní 2025 12:11 „Áreiðanleg gögn“ sanni verulegt tjón á kjarnorkumannvirkjum Forstöðumaður bandarísku leyniþjónustunnar segir stofnunina búa yfir áreiðanlegum gögnum um að kjarnorkuinnviðir Írans og geta þeirra til framleiðslu á kjarnorkuvopnum hafi verið „verulega skert“ af loftárásum Bandaríkjanna. 26. júní 2025 10:58 Segist funda með ráðamönnum Íran í næstu viku Donald Trump Bandaríkjaforseti segir að fulltrúar Bandaríkjanna og Íran muni hittast í næstu viku og hefja viðræður um mögulegan kjarnorkusamning. Hann segir þó skipta litlu máli hvort samkomulag náist þar sem þegar væri búið að eyðileggja kjarnorkuáætlun Íran. 25. júní 2025 20:13 Tók í spaðann á Trump: „Hann er nú heillandi, karlinn“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra sat leiðtogafund Atlantshafsbandalagsríkjanna í Haag í dag ásamt Kristrúnu Frostadóttur forsætisráðherra. Þá ræddi hún við fulltrúa ýmissa þjóða, þar á meðal Marco Rubio utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Hún tók einnig í spaðann á Donald Trump forseta Bandaríkjanna, sem hún lýsir sem heillandi. 25. júní 2025 18:12 Mest lesið „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Innlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Innlent Fleiri fréttir Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Sjá meira
Jarðarförin fer fram í Tehran í dag og má þar sjá líkkistur þaktar íranska fánanum og stórar myndir af látnum herforingjum. Þúsundir svartklæddra syrgjenda hafa safnast saman í Enghelab-torgi í miðborg höfuðborgarinnar til að fylgja hinum látnu til grafar. Meðal þeirra sem verða bornir til grafar eru Mohammad Bagheri, sem var yfirmaður herforingjaráðs íranska hersins; Hossein Salami, sem var yfirmaður íranska byltingarvarðarins og kjarnorkuvísindamaðurinn Mohammad Mehdi Tehranchi, sem var rektor Azad-háskóla í Tehran. Íranski æðstiklerkurinn Ali Khamenei fagnaði sigri Írans á Ísraelum í fyrradag og sagði Íran hafa greitt Bandaríkjunum „þungt högg í andlitið“. Í gær var svo greint frá því að hreinsanir væru hafnar í Íran, fjöldi manns hefði verið handtekinn og margir teknir af lífi vegna meintra tengsla við ísraelsku leyniþjónustuna. Hafi bjargað æðstaklerknum frá „ljótum og smánarlegum“ dauða Donald Trump Bandaríkjaforseti brást ókvæða við yfirlýsingum æðstaklerksins í gær, sagðist hafa bjargað lífi æðstaklerksins og að Bandaríkin myndu ekki hika við að varpa sprengjum á Íran ef þess þyrfti. „Af hverju myndi hinn svokallaði „Æðsti leiðtogi,“ Ayataollah Ali Khameini, frá hinu stríðshrjáða Íran, segja svona blygðunarlaust og kjánalega að hann hafi unnið stríðið við Ísrael þegar hann veit að yfirlýsing sín er lygi, það er ekki svo. Sem mjög trúaður maður á hann ekki að ljúga,“ sagði Trump í færslu á samfélagsmiðli sínum, Truth Social. Donald Trump, Bandaríkjaforseti, með Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, fyrir utan Hvíta húsið.EPA „Landið hans var gjöreyðilagt, hans þrjár illu kjarnorkustöðvar voru þurrkaðar út og ég veit nákvæmlega hvar hann faldi sig og kom í veg fyrir að Ísrael eða bandaríski herinn, sá langbesti og öflugasti í heiminum, myndu taka hann af lífi. Ég bjargaði honum frá mjög ljótum og smánarlegum dauða og hann þarf ekki að segja, ,Þakka þér, forseti Trump',“ sagði hann einnig í færslunni. Þá sagðist hann einnig hafa komið í veg fyrir stórfellda árás Ísraela sem hefði hugsanlega verið lokahöggið. Hann hafi unnið að því að afnema refsiaðgerðir í garð Írans en fái að þökk ummæli æðstaklerksins sem einkennist af reiði og hatri. Á blaðamannafundi í gærkvöldi sagði Trump síðan að hann myndi „algjörlega“ íhuga að varpa sprengjum á Íran ef það lægi fyrir að Íranir væru að auðga úran. Abbas Araghchi, utanríkisráðherra Íran, vandar Trump ekki kveðjuna.Vísir/EPA Utanríkisráðherra Írans, Abbas Araghchi, varaði Trump við því að viðhafa „ruddaleg“ ummæli um æðstaklerkinn sem segir loftárásir bæði Bandaríkjanna og Ísrael hafa haft lítil áhrif. „Ef Trump forseti er einlægur í að vilja semja ætti hann að hætta þessum ruddalega og óásættanlega tóni í garð æðsta leiðtoga Írans, Ayatollah Khamenei,“ skrifaði Araghchi á samfélagsmiðilinn X. „Hin mikla og öfluga íranska þjóð, sem sýndi heiminum að stjórn Ísraels gat ekki annað en hlaupið til ,pabba' til að verða ekki flött út af eldflaugum okkar, tekur ekki vel í ógnanir og móðganir,“ sagði Araghchi einnig í færslunni. Hann gekkst hins vegar við því að kjarnorkumannvirki Írana hefðu orðið fyrir töluverðum skaða í loftárásunum. The complexity and tenacity of Iranians is famously known in our magnificent carpets, woven through countless hours of hard work and patience. But as a people, our basic premise is very simple and straightforward: we know our worth, value our independence, and never allow anyone…— Seyed Abbas Araghchi (@araghchi) June 27, 2025
Íran Bandaríkin Ísrael Donald Trump Tengdar fréttir Stígur fram og segir Írani hafa löðrungað Bandaríkin Íranskir miðlar hafa birt myndskeið af Ayatollah Ali Khamenei, leiðtoga landsins, þar sem hann segir meðal annars að Íran hafi greitt Bandaríkjunum „þungt högg í andlitið“. 26. júní 2025 12:11 „Áreiðanleg gögn“ sanni verulegt tjón á kjarnorkumannvirkjum Forstöðumaður bandarísku leyniþjónustunnar segir stofnunina búa yfir áreiðanlegum gögnum um að kjarnorkuinnviðir Írans og geta þeirra til framleiðslu á kjarnorkuvopnum hafi verið „verulega skert“ af loftárásum Bandaríkjanna. 26. júní 2025 10:58 Segist funda með ráðamönnum Íran í næstu viku Donald Trump Bandaríkjaforseti segir að fulltrúar Bandaríkjanna og Íran muni hittast í næstu viku og hefja viðræður um mögulegan kjarnorkusamning. Hann segir þó skipta litlu máli hvort samkomulag náist þar sem þegar væri búið að eyðileggja kjarnorkuáætlun Íran. 25. júní 2025 20:13 Tók í spaðann á Trump: „Hann er nú heillandi, karlinn“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra sat leiðtogafund Atlantshafsbandalagsríkjanna í Haag í dag ásamt Kristrúnu Frostadóttur forsætisráðherra. Þá ræddi hún við fulltrúa ýmissa þjóða, þar á meðal Marco Rubio utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Hún tók einnig í spaðann á Donald Trump forseta Bandaríkjanna, sem hún lýsir sem heillandi. 25. júní 2025 18:12 Mest lesið „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Innlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Innlent Fleiri fréttir Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Sjá meira
Stígur fram og segir Írani hafa löðrungað Bandaríkin Íranskir miðlar hafa birt myndskeið af Ayatollah Ali Khamenei, leiðtoga landsins, þar sem hann segir meðal annars að Íran hafi greitt Bandaríkjunum „þungt högg í andlitið“. 26. júní 2025 12:11
„Áreiðanleg gögn“ sanni verulegt tjón á kjarnorkumannvirkjum Forstöðumaður bandarísku leyniþjónustunnar segir stofnunina búa yfir áreiðanlegum gögnum um að kjarnorkuinnviðir Írans og geta þeirra til framleiðslu á kjarnorkuvopnum hafi verið „verulega skert“ af loftárásum Bandaríkjanna. 26. júní 2025 10:58
Segist funda með ráðamönnum Íran í næstu viku Donald Trump Bandaríkjaforseti segir að fulltrúar Bandaríkjanna og Íran muni hittast í næstu viku og hefja viðræður um mögulegan kjarnorkusamning. Hann segir þó skipta litlu máli hvort samkomulag náist þar sem þegar væri búið að eyðileggja kjarnorkuáætlun Íran. 25. júní 2025 20:13
Tók í spaðann á Trump: „Hann er nú heillandi, karlinn“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra sat leiðtogafund Atlantshafsbandalagsríkjanna í Haag í dag ásamt Kristrúnu Frostadóttur forsætisráðherra. Þá ræddi hún við fulltrúa ýmissa þjóða, þar á meðal Marco Rubio utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Hún tók einnig í spaðann á Donald Trump forseta Bandaríkjanna, sem hún lýsir sem heillandi. 25. júní 2025 18:12
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna