Arnar fór í starfskynningu hjá Óskari: „Ætlum að breyta íslenskum fótbolta“ Sindri Sverrisson skrifar 19. júní 2025 10:02 Óskar Hrafn Þorvaldsson og Arnar Gunnlaugsson ákváðu að breyta íslenskum fótbolta, og gerðu það. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Hatrömm barátta Óskars Hrafns Þorvaldssonar og Arnars Gunnlaugssonar, þegar þeir stýrðu bestu fótboltaliðum landsins, fór ekki framhjá neinum. Það sem fáir vita er hins vegar að áður en þeir fóru að senda hvor öðrum pillur í viðtölum, og berjast um titla, fór Arnar í starfskynningu hjá Óskari. Þetta kemur fram í fimmta og síðasta þætti Návígis, hlaðvarpsþátta úr smiðju Gunnlaugs Jónssonar, en tveir síðustu þættirnir eru nú komnir inn á Tal.is og aðrar streymisveitur. Hér að neðan má hlusta á síðasta þáttinn en umræðan um heimsókn Arnars til Óskars hefst eftir 12:30 mínútur. „Fólk kannski veit þetta ekki en ég fer til Óskars… Hann er svona 1-2 árum á undan mér í meistaraflokksþjálfun og með þetta geggjaða Gróttu-project. Ég fer til hans í raun til að sækja mér þekkingu,“ segir Arnar í þættinum. Arnar tók við sem aðalþjálfari Víkings haustið 2018. Ári síðar hætti Óskar Hrafn með Gróttu til að taka við Breiðabliki og við tók stórkostlegt einvígi þjálfaranna og þeirra liða með skemmtun fyrir alla sem fylgdust með, sérstaklega innan vallar en eins með föstum skotum á milli manna í viðtölum, eftirminnilegri rútuferð og fleiru. Áður en að þessu mikla einvígi kom heilsaði Arnar hins vegar upp á jafnaldra sinn Óskar á Seltjarnarnesi. Þar fékk hann, ásamt Einari Guðnasyni aðstoðarmanni sínum, að kynnast ákveðinni frumkvöðlavinnu í því hvernig þeir Óskar og Halldór Árnason, núverandi þjálfari Breiðabliks, nýttu ýmsa tækni, með myndatöku og mælingum, í sínu starfi sem þjálfarar Gróttu. Ekki alveg mentor en... „Óskar er fyrstur til að kenna mér á forrit og þess háttar. Segir mér frá hugmyndafræðinni sinni og ég er svolítið heillaður af því. Ég ætla ekki að taka svo djúpt í árinni að kalla hann minn „mentor“ en hann er basically að segja mér hluti…“ segir Arnar og nefnir sem dæmi undirbúning Óskars fyrir leik Gróttu við mun hærra skrifað lið Breiðabliks í deildabikarleik: „Ég var að spyrja hann hvernig þeir ætluðu að spila á móti Blikum í kvöld. Það er ein setning sem ég man svo vel eftir frá honum: „Blikum? Við ætlum bara að pressa á þá. Við ætlum bara að spila. Ég er hérna til að breyta fótbolta á Íslandi sko.“ Maður var bara: „Ókey“,“ segir Arnar. „Þú ert í endalausu stríði við sjálfsmyndina þína. Hvað ertu? Ertu fótboltalið sem vill pressa og vera agressívt, vera fram á við, eða ertu lið sem líður vel neðarlega á vellinum. Ég hef aldrei stýrt liði sem hefur liðið vel neðarlega á vellinum,“ segir Óskar og þetta er auðvitað augljóst í sumar af spilamennsku KR-inga. „Dirfska hans setur mína hugsun upp á nýjan stall“ „Það skipti engu máli hvort við hefðum verið að mæta Liverpool eða Hugin/Hetti. Þú ert bara það sem þú ert, og ef þú ferð að reyna að vera eitthvað annað þá eru allar líkur á að þú verðir bara léleg eftirlíking,“ segir Óskar og það er augljóst að hann hafði mikil áhrif á Arnar sem svo skömmu síðar átti eftir að verða hans helsti keppinautur: „Þessi dirfska hans setur mína hugsun upp á nýjan stall,“ segir Arnar. Aðstoðarþjálfari hans, Einar, kjarnar svo algjörlega það sem við tók í íslenskum fótbolta: „Við vorum þarna í um tvo klukkutíma, bara að dunda okkur í þessu. Þegar við erum að fara tekur Óskar í höndina á okkur og segir: „Saman ætlum við að breyta íslenskum fótbolta.“ Ég held að þeir hafi nú alveg staðið við það, þeir tveir.“ Hægt er að hlusta á alla þætti annarrar seríu Návígis á Tal.is með því að smella hér. Besta deild karla Víkingur Reykjavík Breiðablik Návígi Tengdar fréttir Arnar sá Souness slást við leikmenn sína: „Voru allir skíthræddir við hann“ Arnar Grétarsson var aðeins 17 ára gamall þegar skoska stórveldið Rangers, með „hrottann“ Graeme Souness sem spilandi þjálfara, keypti hann til sín árið 1989. Óhætt er að segja að Arnar hafi fengið að kynnast, tja, einstökum manni í Souness. 6. júní 2025 12:03 Reiddist Guðjóni og hætti í landsliðinu: „Þér er ekki fyrirgefið fyrir svona“ „Ég tók heimskulega ákvörðun og þurfti bara að díla við afleiðingarnar,“ segir Bjarki Gunnlaugsson um það þegar hann reiddist Guðjóni Þórðarsyni, þáverandi landsliðsþjálfara, og hætti í landsliðinu í fótbolta. 5. júní 2025 14:17 Bjarki var næstum því farinn í Val áður en gullöld ÍA hófst Sumarið 2009 lék Bjarki Gunnlaugsson einn leik með Val. Litlu munaði að hann færi til félagsins fyrir tímabilið 1991, þegar gullöld ÍA á 10. áratug síðustu aldar hófst, eftir að hafa lent upp á kant við Guðjón Þórðarson, nýráðinn þjálfara ÍA. 30. maí 2025 09:03 Návígi með Gulla Jóns: Aukaefni úr A&B og meira til Dagskrárgerðarmaðurinn Gunnlaugur Jónsson situr ekki auðum höndum. Nýverið lauk sýningum á heimildaþáttaröð hans, A&B, um tvíburana Arnar og Bjarka Gunnlaugssyni en hann hefur nú unnið hlaðvarp í tengslum við þá þætti. Fyrsti þátturinn fer í loftið á morgun. 29. maí 2025 09:32 Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Körfubolti „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjá meira
Þetta kemur fram í fimmta og síðasta þætti Návígis, hlaðvarpsþátta úr smiðju Gunnlaugs Jónssonar, en tveir síðustu þættirnir eru nú komnir inn á Tal.is og aðrar streymisveitur. Hér að neðan má hlusta á síðasta þáttinn en umræðan um heimsókn Arnars til Óskars hefst eftir 12:30 mínútur. „Fólk kannski veit þetta ekki en ég fer til Óskars… Hann er svona 1-2 árum á undan mér í meistaraflokksþjálfun og með þetta geggjaða Gróttu-project. Ég fer til hans í raun til að sækja mér þekkingu,“ segir Arnar í þættinum. Arnar tók við sem aðalþjálfari Víkings haustið 2018. Ári síðar hætti Óskar Hrafn með Gróttu til að taka við Breiðabliki og við tók stórkostlegt einvígi þjálfaranna og þeirra liða með skemmtun fyrir alla sem fylgdust með, sérstaklega innan vallar en eins með föstum skotum á milli manna í viðtölum, eftirminnilegri rútuferð og fleiru. Áður en að þessu mikla einvígi kom heilsaði Arnar hins vegar upp á jafnaldra sinn Óskar á Seltjarnarnesi. Þar fékk hann, ásamt Einari Guðnasyni aðstoðarmanni sínum, að kynnast ákveðinni frumkvöðlavinnu í því hvernig þeir Óskar og Halldór Árnason, núverandi þjálfari Breiðabliks, nýttu ýmsa tækni, með myndatöku og mælingum, í sínu starfi sem þjálfarar Gróttu. Ekki alveg mentor en... „Óskar er fyrstur til að kenna mér á forrit og þess háttar. Segir mér frá hugmyndafræðinni sinni og ég er svolítið heillaður af því. Ég ætla ekki að taka svo djúpt í árinni að kalla hann minn „mentor“ en hann er basically að segja mér hluti…“ segir Arnar og nefnir sem dæmi undirbúning Óskars fyrir leik Gróttu við mun hærra skrifað lið Breiðabliks í deildabikarleik: „Ég var að spyrja hann hvernig þeir ætluðu að spila á móti Blikum í kvöld. Það er ein setning sem ég man svo vel eftir frá honum: „Blikum? Við ætlum bara að pressa á þá. Við ætlum bara að spila. Ég er hérna til að breyta fótbolta á Íslandi sko.“ Maður var bara: „Ókey“,“ segir Arnar. „Þú ert í endalausu stríði við sjálfsmyndina þína. Hvað ertu? Ertu fótboltalið sem vill pressa og vera agressívt, vera fram á við, eða ertu lið sem líður vel neðarlega á vellinum. Ég hef aldrei stýrt liði sem hefur liðið vel neðarlega á vellinum,“ segir Óskar og þetta er auðvitað augljóst í sumar af spilamennsku KR-inga. „Dirfska hans setur mína hugsun upp á nýjan stall“ „Það skipti engu máli hvort við hefðum verið að mæta Liverpool eða Hugin/Hetti. Þú ert bara það sem þú ert, og ef þú ferð að reyna að vera eitthvað annað þá eru allar líkur á að þú verðir bara léleg eftirlíking,“ segir Óskar og það er augljóst að hann hafði mikil áhrif á Arnar sem svo skömmu síðar átti eftir að verða hans helsti keppinautur: „Þessi dirfska hans setur mína hugsun upp á nýjan stall,“ segir Arnar. Aðstoðarþjálfari hans, Einar, kjarnar svo algjörlega það sem við tók í íslenskum fótbolta: „Við vorum þarna í um tvo klukkutíma, bara að dunda okkur í þessu. Þegar við erum að fara tekur Óskar í höndina á okkur og segir: „Saman ætlum við að breyta íslenskum fótbolta.“ Ég held að þeir hafi nú alveg staðið við það, þeir tveir.“ Hægt er að hlusta á alla þætti annarrar seríu Návígis á Tal.is með því að smella hér.
Besta deild karla Víkingur Reykjavík Breiðablik Návígi Tengdar fréttir Arnar sá Souness slást við leikmenn sína: „Voru allir skíthræddir við hann“ Arnar Grétarsson var aðeins 17 ára gamall þegar skoska stórveldið Rangers, með „hrottann“ Graeme Souness sem spilandi þjálfara, keypti hann til sín árið 1989. Óhætt er að segja að Arnar hafi fengið að kynnast, tja, einstökum manni í Souness. 6. júní 2025 12:03 Reiddist Guðjóni og hætti í landsliðinu: „Þér er ekki fyrirgefið fyrir svona“ „Ég tók heimskulega ákvörðun og þurfti bara að díla við afleiðingarnar,“ segir Bjarki Gunnlaugsson um það þegar hann reiddist Guðjóni Þórðarsyni, þáverandi landsliðsþjálfara, og hætti í landsliðinu í fótbolta. 5. júní 2025 14:17 Bjarki var næstum því farinn í Val áður en gullöld ÍA hófst Sumarið 2009 lék Bjarki Gunnlaugsson einn leik með Val. Litlu munaði að hann færi til félagsins fyrir tímabilið 1991, þegar gullöld ÍA á 10. áratug síðustu aldar hófst, eftir að hafa lent upp á kant við Guðjón Þórðarson, nýráðinn þjálfara ÍA. 30. maí 2025 09:03 Návígi með Gulla Jóns: Aukaefni úr A&B og meira til Dagskrárgerðarmaðurinn Gunnlaugur Jónsson situr ekki auðum höndum. Nýverið lauk sýningum á heimildaþáttaröð hans, A&B, um tvíburana Arnar og Bjarka Gunnlaugssyni en hann hefur nú unnið hlaðvarp í tengslum við þá þætti. Fyrsti þátturinn fer í loftið á morgun. 29. maí 2025 09:32 Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Körfubolti „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjá meira
Arnar sá Souness slást við leikmenn sína: „Voru allir skíthræddir við hann“ Arnar Grétarsson var aðeins 17 ára gamall þegar skoska stórveldið Rangers, með „hrottann“ Graeme Souness sem spilandi þjálfara, keypti hann til sín árið 1989. Óhætt er að segja að Arnar hafi fengið að kynnast, tja, einstökum manni í Souness. 6. júní 2025 12:03
Reiddist Guðjóni og hætti í landsliðinu: „Þér er ekki fyrirgefið fyrir svona“ „Ég tók heimskulega ákvörðun og þurfti bara að díla við afleiðingarnar,“ segir Bjarki Gunnlaugsson um það þegar hann reiddist Guðjóni Þórðarsyni, þáverandi landsliðsþjálfara, og hætti í landsliðinu í fótbolta. 5. júní 2025 14:17
Bjarki var næstum því farinn í Val áður en gullöld ÍA hófst Sumarið 2009 lék Bjarki Gunnlaugsson einn leik með Val. Litlu munaði að hann færi til félagsins fyrir tímabilið 1991, þegar gullöld ÍA á 10. áratug síðustu aldar hófst, eftir að hafa lent upp á kant við Guðjón Þórðarson, nýráðinn þjálfara ÍA. 30. maí 2025 09:03
Návígi með Gulla Jóns: Aukaefni úr A&B og meira til Dagskrárgerðarmaðurinn Gunnlaugur Jónsson situr ekki auðum höndum. Nýverið lauk sýningum á heimildaþáttaröð hans, A&B, um tvíburana Arnar og Bjarka Gunnlaugssyni en hann hefur nú unnið hlaðvarp í tengslum við þá þætti. Fyrsti þátturinn fer í loftið á morgun. 29. maí 2025 09:32