Reiddist Guðjóni og hætti í landsliðinu: „Þér er ekki fyrirgefið fyrir svona“ Sindri Sverrisson skrifar 5. júní 2025 14:17 Bjarki Gunnlaugsson og Guðjón Þórðarson þekkjast vel enda báðir dáðir synir Skagans. Bjarki lék undir stjórn Guðjóns bæði hjá ÍA og í landsliðinu. Samsett/A&B/Getty „Ég tók heimskulega ákvörðun og þurfti bara að díla við afleiðingarnar,“ segir Bjarki Gunnlaugsson um það þegar hann reiddist Guðjóni Þórðarsyni, þáverandi landsliðsþjálfara, og hætti í landsliðinu í fótbolta. Bjarki rifjar þetta upp í þætti tvö í hlaðvarpsseríunni Návígi, hliðarverkefni sem tengist sjónvarpsþáttunum A&B sem sýndir voru nýverið á Stöð 2 Sport. Í sjónvarpsþáttunum er fjallað um tvíburana Arnar og Bjarka en við vinnslu þáttanna safnaði Gunnlaugur Jónsson miklu aukaefni sem ekki komst að, og þar á meðal er sagan af því þegar Bjarki hætti í landsliðinu. Hægt er að hlusta á þáttinn hér að neðan en eftir 39:05 mínútur af þættinum hefst umræða um þegar Bjarki hætti. Guðjón Þórðarson var ráðinn landsliðsþjálfari Íslands sumarið 1997 og tók þá við af Loga Ólafssyni. „Mín saga með Gauja nær aðeins aftur, frá þessum árum þegar ég var næstum því farinn frá ÍA í Val. Það voru miklar vonir og væntingar með tilkomu Guðjóns sem landsliðsþjálfara, hjá mér líka enda þekkti ég hann vel,“ segir Bjarki sem var búinn að spila 23 A-landsleiki þegar Guðjón tók við, þá 24 ára gamall, en lék svo bara fjóra leiki í viðbót. „Hann velur mig í æfingamót á Kýpur, í ársbyrjun 1998. Þar voru spilaðir þrír leikir og þar geri ég mín stærstu mistök sem leikmaður, því ég basically hætti í landsliðinu, út af atviki sem var bara einhver „pabbaþrjóska“,“ segir Bjarki sem grínast með að hann hafi skap pabba bræðranna öfugt við Arnar sem hafi skap mömmu þeirra. Feðgarnir geti snöggreiðst og það hafi gerst daginn örlagaríka á Kýpur, þegar leikmenn sátu í anddyri liðshótelsins fyrir þriðja og síðasta leik mótsins. Segir Guðjón hafa hætt við og sett son sinn í stað Bjarka „Guðjón kemur til okkar og segir okkur byrjunarliðið. Við Arnar vorum báðir í því og allir ánægðir með það. Ég hafði ekki byrjað fyrsta leikinn en startaði annan leikinn og skoraði í honum. Svo kemur fundur í kjölfarið og hann les upp byrjunarliðið, og það var allt eins og hann hafði sagt nema hvað ég var ekki lengur í byrjunarliðinu heldur var Bjarni Guðjóns sonur hans kominn í byrjunarliðið í minn stað. Það fauk svo í mig,“ segir Bjarki sem rauk upp á hótelherbergi sitt. „Ég vissi ekkert hvað þú ætlaðir að gera,“ skaut Arnar inn í en Bjarki kom svo niður aftur og gekk í flasið á Guðjóni og Ásgeiri Sigurvinssyni sem þá var tæknilegur ráðgjafi landsliðsins. „Þetta var stundarbrjálæði“ „Ég labbaði beint til Gauja og sagði: „Ekki búast við mér í þessum leik“. Já, þetta var bara fáránlegt. Hann reyndi eitthvað en ég labbaði bara í burtu,“ segir Bjarki og sér greinilega eftir sinni hegðun. „Ef maður hugsar þetta sem umboðsmaður í dag þá var þetta fáránleg ákvörðun hjá mér. Þó þú sért stoltur og allt það, hafir á þessu skoðanir og finnist á þér brotið þá áttu bara að taka símtöl. Ræða við þína nánustu. Það fauk bara í mig. Þetta var stundarbrjálæði. Hræðileg ákvörðun. Mínum landsleikjaferli, eða ferli innan KSÍ, var bara lokið eftir þetta. Þér er ekki fyrirgefið fyrir eitthvað svona,“ segir Bjarki og grínaðist svo með að það hefði vissulega verið svolítið sérstakt að vera með hópnum á Kýpur eftir þetta og ferðast með honum heim. Hægt er að hlusta á þættina á tal.is með því að smella hér. Þáttur tvö er í spilaranum hér að neðan. Landslið karla í fótbolta A&B Návígi Mest lesið Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Körfubolti Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Körfubolti Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Fótbolti Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Sport Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Körfubolti Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Enski boltinn Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Fótbolti Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Fótbolti Fleiri fréttir Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Arnar og Hákon sátu fyrir svörum Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Isak í fjölmiðlafeluleik Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Sædís kom að dýrmætu marki „Lítum á þennan leik sem leik sem við verðum að vinna“ Freyr ósáttur við Bodø/Glimt og sakar þá um hroka Leikir U-21 árs strákanna í opinni dagskrá á Sýn Sport HM-hetja hvarf eftir að hafa fengið sér kaffi Tárvotur Antony: Rosalega erfitt að vera hjá Man United Eiginkona Gunnhildar Yrsu kvaddi með tárin í augunum Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni Gæti spilað fyrsta landsleikinn í sjö ár Vardy til Ítalíu og spilar með barnabarnabarni Mussolini Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Sjá meira
Bjarki rifjar þetta upp í þætti tvö í hlaðvarpsseríunni Návígi, hliðarverkefni sem tengist sjónvarpsþáttunum A&B sem sýndir voru nýverið á Stöð 2 Sport. Í sjónvarpsþáttunum er fjallað um tvíburana Arnar og Bjarka en við vinnslu þáttanna safnaði Gunnlaugur Jónsson miklu aukaefni sem ekki komst að, og þar á meðal er sagan af því þegar Bjarki hætti í landsliðinu. Hægt er að hlusta á þáttinn hér að neðan en eftir 39:05 mínútur af þættinum hefst umræða um þegar Bjarki hætti. Guðjón Þórðarson var ráðinn landsliðsþjálfari Íslands sumarið 1997 og tók þá við af Loga Ólafssyni. „Mín saga með Gauja nær aðeins aftur, frá þessum árum þegar ég var næstum því farinn frá ÍA í Val. Það voru miklar vonir og væntingar með tilkomu Guðjóns sem landsliðsþjálfara, hjá mér líka enda þekkti ég hann vel,“ segir Bjarki sem var búinn að spila 23 A-landsleiki þegar Guðjón tók við, þá 24 ára gamall, en lék svo bara fjóra leiki í viðbót. „Hann velur mig í æfingamót á Kýpur, í ársbyrjun 1998. Þar voru spilaðir þrír leikir og þar geri ég mín stærstu mistök sem leikmaður, því ég basically hætti í landsliðinu, út af atviki sem var bara einhver „pabbaþrjóska“,“ segir Bjarki sem grínast með að hann hafi skap pabba bræðranna öfugt við Arnar sem hafi skap mömmu þeirra. Feðgarnir geti snöggreiðst og það hafi gerst daginn örlagaríka á Kýpur, þegar leikmenn sátu í anddyri liðshótelsins fyrir þriðja og síðasta leik mótsins. Segir Guðjón hafa hætt við og sett son sinn í stað Bjarka „Guðjón kemur til okkar og segir okkur byrjunarliðið. Við Arnar vorum báðir í því og allir ánægðir með það. Ég hafði ekki byrjað fyrsta leikinn en startaði annan leikinn og skoraði í honum. Svo kemur fundur í kjölfarið og hann les upp byrjunarliðið, og það var allt eins og hann hafði sagt nema hvað ég var ekki lengur í byrjunarliðinu heldur var Bjarni Guðjóns sonur hans kominn í byrjunarliðið í minn stað. Það fauk svo í mig,“ segir Bjarki sem rauk upp á hótelherbergi sitt. „Ég vissi ekkert hvað þú ætlaðir að gera,“ skaut Arnar inn í en Bjarki kom svo niður aftur og gekk í flasið á Guðjóni og Ásgeiri Sigurvinssyni sem þá var tæknilegur ráðgjafi landsliðsins. „Þetta var stundarbrjálæði“ „Ég labbaði beint til Gauja og sagði: „Ekki búast við mér í þessum leik“. Já, þetta var bara fáránlegt. Hann reyndi eitthvað en ég labbaði bara í burtu,“ segir Bjarki og sér greinilega eftir sinni hegðun. „Ef maður hugsar þetta sem umboðsmaður í dag þá var þetta fáránleg ákvörðun hjá mér. Þó þú sért stoltur og allt það, hafir á þessu skoðanir og finnist á þér brotið þá áttu bara að taka símtöl. Ræða við þína nánustu. Það fauk bara í mig. Þetta var stundarbrjálæði. Hræðileg ákvörðun. Mínum landsleikjaferli, eða ferli innan KSÍ, var bara lokið eftir þetta. Þér er ekki fyrirgefið fyrir eitthvað svona,“ segir Bjarki og grínaðist svo með að það hefði vissulega verið svolítið sérstakt að vera með hópnum á Kýpur eftir þetta og ferðast með honum heim. Hægt er að hlusta á þættina á tal.is með því að smella hér. Þáttur tvö er í spilaranum hér að neðan.
Landslið karla í fótbolta A&B Návígi Mest lesið Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Körfubolti Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Körfubolti Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Fótbolti Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Sport Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Körfubolti Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Enski boltinn Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Fótbolti Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Fótbolti Fleiri fréttir Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Arnar og Hákon sátu fyrir svörum Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Isak í fjölmiðlafeluleik Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Sædís kom að dýrmætu marki „Lítum á þennan leik sem leik sem við verðum að vinna“ Freyr ósáttur við Bodø/Glimt og sakar þá um hroka Leikir U-21 árs strákanna í opinni dagskrá á Sýn Sport HM-hetja hvarf eftir að hafa fengið sér kaffi Tárvotur Antony: Rosalega erfitt að vera hjá Man United Eiginkona Gunnhildar Yrsu kvaddi með tárin í augunum Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni Gæti spilað fyrsta landsleikinn í sjö ár Vardy til Ítalíu og spilar með barnabarnabarni Mussolini Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Sjá meira