Bjarki var næstum því farinn í Val áður en gullöld ÍA hófst Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 30. maí 2025 09:03 Guðjón Þórðarson ræðir við Arnar og Bjarka Gunnlaugssyni. Sumarið 2009 lék Bjarki Gunnlaugsson einn leik með Val. Litlu munaði að hann færi til félagsins fyrir tímabilið 1991, þegar gullöld ÍA á 10. áratug síðustu aldar hófst, eftir að hafa lent upp á kant við Guðjón Þórðarson, nýráðinn þjálfara ÍA. Þetta kemur fram í Návígi, hlaðvarpi þar sem Gunnlaugur Jónsson nýtti efni sem komst ekki að í heimildaþáttaröðinni A&B, um tvíburana Arnar og Bjarka Gunnlaugssyni. Í fyrsta þættinum sem kom út í dag rifjar Bjarki upp undirbúningstímabilið 1991, þegar hann var næstum því búinn að skipta um lið. „Milli míns og Guðjóns var ekkert sérstakt í byrjun. Það var mikið hæp í kringum mig og Arnar 1989 og svo kom 1990 þar sem lítið gekk þannig ég hafði engan húmor fyrir einhverju öðru en að vera aðalmaðurinn 1991. Svo byrjar undirbúningstímabilið og ég man að ég var ekkert inni í myndinni hjá Guðjóni í þessum innanhúsmótum. Í einu mótinu var ég ekki einu sinni í hóp,“ sagði Bjarki í Návígi. Klippa: Návígi - Bjarki næstum því farinn í Val Eftir þessa uppákomu kom Valur inn í myndina hjá Bjarka. „Þá talaði ég við góðan vin minn og fyrrverandi þjálfara, Matthías Hallgrímsson. Hann spilaði áður fyrir Val og setur í gang smá atburðarrás og allt í einu er ég mættur á æfingu hjá Val,“ sagði Bjarki. Var spenntur fyrir skiptum Á umræddri æfingu spilaði Valur leik við ÍR á gamla gervigrasvellinum í Laugardalnum. „Við unnum 3-1. Ég spilaði vel, var í tíunni og eftir æfinguna vilja þeir bara fá mig. Og ég var nokkuð spenntur fyrir þessu. Valur var hörkulið þá og ég var bara að fara að detta inn í tíuhlutverkið, mína uppáhalds stöðu,“ sagði Bjarki. „Þetta hafði verið okkar draumur frá því við vorum ungir. Við áttum að gera hlutina saman, fara út saman og spila landsleiki saman og koma Akranesi aftur á kortið saman þannig mér leið ekkert sérstaklega vel með þessa ákvörðun,“ sagði Arnar. NÁVÍGI Þáttur 1: Akranes Meðal efnis: Bikarúrslitaleikir sem lið ÍA fór í 1982-84 Pétur Péturs kemur heim 1986 aðeins 27 ára gamall Of mikið álag að byrja ungir að spila með meistaraflokk Danshópurinn HEMME tekur þátt í freestyle keppninni árið 1989 Einvígi ÍA og Feyenoord árið 1993 U2 tónleikar í Rotterdam Viðmælendur: Arnar og Bjarki, Sturlaugur Haraldsson, Lárus Orri Sigurðsson, Þórður Guðjónsson, Pétur Pétursson, Jón Gunnlaugsson, Gummi Ben, Willum Þór Þórsson, Guðmundur Hreiðarsson, Ríkharður Daðason, Hafþór Birgisson, Krissý Jónsdóttir, Elfa Sif Logadóttir, Rósant Birgisson, Rúnar Bjarnason, Arnar Jónsson og fleiri. Ekkert varð þó úr félagaskiptum Bjarka í Val. Hann lék með ÍA í næstefstu deild 1991 og varð svo Íslandsmeistari með liðinu árið eftir. Í kjölfarið fóru þeir Arnar út til Feyenoord í Hollandi. Hlusta má á brotið úr Návígi í spilaranum hér fyrir ofan. Hér fyrir neðan má svo hlusta á allan þáttinn. Besta deild karla ÍA Valur Návígi Mest lesið Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Enski boltinn Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Golf McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Körfubolti Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Fleiri fréttir „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum Sjá meira
Þetta kemur fram í Návígi, hlaðvarpi þar sem Gunnlaugur Jónsson nýtti efni sem komst ekki að í heimildaþáttaröðinni A&B, um tvíburana Arnar og Bjarka Gunnlaugssyni. Í fyrsta þættinum sem kom út í dag rifjar Bjarki upp undirbúningstímabilið 1991, þegar hann var næstum því búinn að skipta um lið. „Milli míns og Guðjóns var ekkert sérstakt í byrjun. Það var mikið hæp í kringum mig og Arnar 1989 og svo kom 1990 þar sem lítið gekk þannig ég hafði engan húmor fyrir einhverju öðru en að vera aðalmaðurinn 1991. Svo byrjar undirbúningstímabilið og ég man að ég var ekkert inni í myndinni hjá Guðjóni í þessum innanhúsmótum. Í einu mótinu var ég ekki einu sinni í hóp,“ sagði Bjarki í Návígi. Klippa: Návígi - Bjarki næstum því farinn í Val Eftir þessa uppákomu kom Valur inn í myndina hjá Bjarka. „Þá talaði ég við góðan vin minn og fyrrverandi þjálfara, Matthías Hallgrímsson. Hann spilaði áður fyrir Val og setur í gang smá atburðarrás og allt í einu er ég mættur á æfingu hjá Val,“ sagði Bjarki. Var spenntur fyrir skiptum Á umræddri æfingu spilaði Valur leik við ÍR á gamla gervigrasvellinum í Laugardalnum. „Við unnum 3-1. Ég spilaði vel, var í tíunni og eftir æfinguna vilja þeir bara fá mig. Og ég var nokkuð spenntur fyrir þessu. Valur var hörkulið þá og ég var bara að fara að detta inn í tíuhlutverkið, mína uppáhalds stöðu,“ sagði Bjarki. „Þetta hafði verið okkar draumur frá því við vorum ungir. Við áttum að gera hlutina saman, fara út saman og spila landsleiki saman og koma Akranesi aftur á kortið saman þannig mér leið ekkert sérstaklega vel með þessa ákvörðun,“ sagði Arnar. NÁVÍGI Þáttur 1: Akranes Meðal efnis: Bikarúrslitaleikir sem lið ÍA fór í 1982-84 Pétur Péturs kemur heim 1986 aðeins 27 ára gamall Of mikið álag að byrja ungir að spila með meistaraflokk Danshópurinn HEMME tekur þátt í freestyle keppninni árið 1989 Einvígi ÍA og Feyenoord árið 1993 U2 tónleikar í Rotterdam Viðmælendur: Arnar og Bjarki, Sturlaugur Haraldsson, Lárus Orri Sigurðsson, Þórður Guðjónsson, Pétur Pétursson, Jón Gunnlaugsson, Gummi Ben, Willum Þór Þórsson, Guðmundur Hreiðarsson, Ríkharður Daðason, Hafþór Birgisson, Krissý Jónsdóttir, Elfa Sif Logadóttir, Rósant Birgisson, Rúnar Bjarnason, Arnar Jónsson og fleiri. Ekkert varð þó úr félagaskiptum Bjarka í Val. Hann lék með ÍA í næstefstu deild 1991 og varð svo Íslandsmeistari með liðinu árið eftir. Í kjölfarið fóru þeir Arnar út til Feyenoord í Hollandi. Hlusta má á brotið úr Návígi í spilaranum hér fyrir ofan. Hér fyrir neðan má svo hlusta á allan þáttinn.
NÁVÍGI Þáttur 1: Akranes Meðal efnis: Bikarúrslitaleikir sem lið ÍA fór í 1982-84 Pétur Péturs kemur heim 1986 aðeins 27 ára gamall Of mikið álag að byrja ungir að spila með meistaraflokk Danshópurinn HEMME tekur þátt í freestyle keppninni árið 1989 Einvígi ÍA og Feyenoord árið 1993 U2 tónleikar í Rotterdam Viðmælendur: Arnar og Bjarki, Sturlaugur Haraldsson, Lárus Orri Sigurðsson, Þórður Guðjónsson, Pétur Pétursson, Jón Gunnlaugsson, Gummi Ben, Willum Þór Þórsson, Guðmundur Hreiðarsson, Ríkharður Daðason, Hafþór Birgisson, Krissý Jónsdóttir, Elfa Sif Logadóttir, Rósant Birgisson, Rúnar Bjarnason, Arnar Jónsson og fleiri.
Besta deild karla ÍA Valur Návígi Mest lesið Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Enski boltinn Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Golf McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Körfubolti Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Fleiri fréttir „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum Sjá meira