Bjarki var næstum því farinn í Val áður en gullöld ÍA hófst Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 30. maí 2025 09:03 Guðjón Þórðarson ræðir við Arnar og Bjarka Gunnlaugssyni. Sumarið 2009 lék Bjarki Gunnlaugsson einn leik með Val. Litlu munaði að hann færi til félagsins fyrir tímabilið 1991, þegar gullöld ÍA á 10. áratug síðustu aldar hófst, eftir að hafa lent upp á kant við Guðjón Þórðarson, nýráðinn þjálfara ÍA. Þetta kemur fram í Návígi, hlaðvarpi þar sem Gunnlaugur Jónsson nýtti efni sem komst ekki að í heimildaþáttaröðinni A&B, um tvíburana Arnar og Bjarka Gunnlaugssyni. Í fyrsta þættinum sem kom út í dag rifjar Bjarki upp undirbúningstímabilið 1991, þegar hann var næstum því búinn að skipta um lið. „Milli míns og Guðjóns var ekkert sérstakt í byrjun. Það var mikið hæp í kringum mig og Arnar 1989 og svo kom 1990 þar sem lítið gekk þannig ég hafði engan húmor fyrir einhverju öðru en að vera aðalmaðurinn 1991. Svo byrjar undirbúningstímabilið og ég man að ég var ekkert inni í myndinni hjá Guðjóni í þessum innanhúsmótum. Í einu mótinu var ég ekki einu sinni í hóp,“ sagði Bjarki í Návígi. Klippa: Návígi - Bjarki næstum því farinn í Val Eftir þessa uppákomu kom Valur inn í myndina hjá Bjarka. „Þá talaði ég við góðan vin minn og fyrrverandi þjálfara, Matthías Hallgrímsson. Hann spilaði áður fyrir Val og setur í gang smá atburðarrás og allt í einu er ég mættur á æfingu hjá Val,“ sagði Bjarki. Var spenntur fyrir skiptum Á umræddri æfingu spilaði Valur leik við ÍR á gamla gervigrasvellinum í Laugardalnum. „Við unnum 3-1. Ég spilaði vel, var í tíunni og eftir æfinguna vilja þeir bara fá mig. Og ég var nokkuð spenntur fyrir þessu. Valur var hörkulið þá og ég var bara að fara að detta inn í tíuhlutverkið, mína uppáhalds stöðu,“ sagði Bjarki. „Þetta hafði verið okkar draumur frá því við vorum ungir. Við áttum að gera hlutina saman, fara út saman og spila landsleiki saman og koma Akranesi aftur á kortið saman þannig mér leið ekkert sérstaklega vel með þessa ákvörðun,“ sagði Arnar. NÁVÍGI Þáttur 1: Akranes Meðal efnis: Bikarúrslitaleikir sem lið ÍA fór í 1982-84 Pétur Péturs kemur heim 1986 aðeins 27 ára gamall Of mikið álag að byrja ungir að spila með meistaraflokk Danshópurinn HEMME tekur þátt í freestyle keppninni árið 1989 Einvígi ÍA og Feyenoord árið 1993 U2 tónleikar í Rotterdam Viðmælendur: Arnar og Bjarki, Sturlaugur Haraldsson, Lárus Orri Sigurðsson, Þórður Guðjónsson, Pétur Pétursson, Jón Gunnlaugsson, Gummi Ben, Willum Þór Þórsson, Guðmundur Hreiðarsson, Ríkharður Daðason, Hafþór Birgisson, Krissý Jónsdóttir, Elfa Sif Logadóttir, Rósant Birgisson, Rúnar Bjarnason, Arnar Jónsson og fleiri. Ekkert varð þó úr félagaskiptum Bjarka í Val. Hann lék með ÍA í næstefstu deild 1991 og varð svo Íslandsmeistari með liðinu árið eftir. Í kjölfarið fóru þeir Arnar út til Feyenoord í Hollandi. Hlusta má á brotið úr Návígi í spilaranum hér fyrir ofan. Hér fyrir neðan má svo hlusta á allan þáttinn. Besta deild karla ÍA Valur Návígi Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti United boðið að skrapa botninn á tunnunni Fótbolti Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Formúla 1 Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Körfubolti Hélt fótboltabúðir fyrir hinsegin ungmenni Sport Sengun í fantaformi í sumarfríinu Körfubolti Djokovic í undanúrslit í fjórtánda sinn Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Sjá meira
Þetta kemur fram í Návígi, hlaðvarpi þar sem Gunnlaugur Jónsson nýtti efni sem komst ekki að í heimildaþáttaröðinni A&B, um tvíburana Arnar og Bjarka Gunnlaugssyni. Í fyrsta þættinum sem kom út í dag rifjar Bjarki upp undirbúningstímabilið 1991, þegar hann var næstum því búinn að skipta um lið. „Milli míns og Guðjóns var ekkert sérstakt í byrjun. Það var mikið hæp í kringum mig og Arnar 1989 og svo kom 1990 þar sem lítið gekk þannig ég hafði engan húmor fyrir einhverju öðru en að vera aðalmaðurinn 1991. Svo byrjar undirbúningstímabilið og ég man að ég var ekkert inni í myndinni hjá Guðjóni í þessum innanhúsmótum. Í einu mótinu var ég ekki einu sinni í hóp,“ sagði Bjarki í Návígi. Klippa: Návígi - Bjarki næstum því farinn í Val Eftir þessa uppákomu kom Valur inn í myndina hjá Bjarka. „Þá talaði ég við góðan vin minn og fyrrverandi þjálfara, Matthías Hallgrímsson. Hann spilaði áður fyrir Val og setur í gang smá atburðarrás og allt í einu er ég mættur á æfingu hjá Val,“ sagði Bjarki. Var spenntur fyrir skiptum Á umræddri æfingu spilaði Valur leik við ÍR á gamla gervigrasvellinum í Laugardalnum. „Við unnum 3-1. Ég spilaði vel, var í tíunni og eftir æfinguna vilja þeir bara fá mig. Og ég var nokkuð spenntur fyrir þessu. Valur var hörkulið þá og ég var bara að fara að detta inn í tíuhlutverkið, mína uppáhalds stöðu,“ sagði Bjarki. „Þetta hafði verið okkar draumur frá því við vorum ungir. Við áttum að gera hlutina saman, fara út saman og spila landsleiki saman og koma Akranesi aftur á kortið saman þannig mér leið ekkert sérstaklega vel með þessa ákvörðun,“ sagði Arnar. NÁVÍGI Þáttur 1: Akranes Meðal efnis: Bikarúrslitaleikir sem lið ÍA fór í 1982-84 Pétur Péturs kemur heim 1986 aðeins 27 ára gamall Of mikið álag að byrja ungir að spila með meistaraflokk Danshópurinn HEMME tekur þátt í freestyle keppninni árið 1989 Einvígi ÍA og Feyenoord árið 1993 U2 tónleikar í Rotterdam Viðmælendur: Arnar og Bjarki, Sturlaugur Haraldsson, Lárus Orri Sigurðsson, Þórður Guðjónsson, Pétur Pétursson, Jón Gunnlaugsson, Gummi Ben, Willum Þór Þórsson, Guðmundur Hreiðarsson, Ríkharður Daðason, Hafþór Birgisson, Krissý Jónsdóttir, Elfa Sif Logadóttir, Rósant Birgisson, Rúnar Bjarnason, Arnar Jónsson og fleiri. Ekkert varð þó úr félagaskiptum Bjarka í Val. Hann lék með ÍA í næstefstu deild 1991 og varð svo Íslandsmeistari með liðinu árið eftir. Í kjölfarið fóru þeir Arnar út til Feyenoord í Hollandi. Hlusta má á brotið úr Návígi í spilaranum hér fyrir ofan. Hér fyrir neðan má svo hlusta á allan þáttinn.
NÁVÍGI Þáttur 1: Akranes Meðal efnis: Bikarúrslitaleikir sem lið ÍA fór í 1982-84 Pétur Péturs kemur heim 1986 aðeins 27 ára gamall Of mikið álag að byrja ungir að spila með meistaraflokk Danshópurinn HEMME tekur þátt í freestyle keppninni árið 1989 Einvígi ÍA og Feyenoord árið 1993 U2 tónleikar í Rotterdam Viðmælendur: Arnar og Bjarki, Sturlaugur Haraldsson, Lárus Orri Sigurðsson, Þórður Guðjónsson, Pétur Pétursson, Jón Gunnlaugsson, Gummi Ben, Willum Þór Þórsson, Guðmundur Hreiðarsson, Ríkharður Daðason, Hafþór Birgisson, Krissý Jónsdóttir, Elfa Sif Logadóttir, Rósant Birgisson, Rúnar Bjarnason, Arnar Jónsson og fleiri.
Besta deild karla ÍA Valur Návígi Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti United boðið að skrapa botninn á tunnunni Fótbolti Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Formúla 1 Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Körfubolti Hélt fótboltabúðir fyrir hinsegin ungmenni Sport Sengun í fantaformi í sumarfríinu Körfubolti Djokovic í undanúrslit í fjórtánda sinn Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Sjá meira