„Ég hef mjög gaman af því að æsa Arnar upp“ Valur Páll Eiríksson skrifar 31. maí 2024 10:31 Ætli Óskari hafi ekki þarna tekist vel til að ná Arnari aðeins upp. Vísir/Hulda Margrét Óskar Hrafn Þorvaldsson hefur gaman af því að æsa Arnar Gunnlaugsson upp en þeir eru fínir félagar. Þetta er á meðal þess sem fram kom í upphitun fyrir leik Breiðabliks og Víkings á Stöð 2 Sport í gærkvöld. Arnar og Óskar hafa eldað saman grátt silfur síðustu misseri sem stjórar Breiðabliks og Víkings sem barist hafa í toppbaráttunni hérlendis síðustu ár. Óskar Hrafn hætti sem þjálfari Blika síðasta vetur til að taka við Haugesund en er kominn aftur heim eftir stutt stopp í Noregi. Hann hitaði upp fyrir leik gærkvöldsins á Kópavogsvelli ásamt Ríkharð Óskari Guðnasyni sem spurði hann út í ríginn við Arnar. „Hefðiru heilsað honum úti á götu?“ spyr Rikki Óskar í gær og á þar við um Arnar. „Arnari? Já,“ svarar Óskar Hrafn furðu lostinn. „Þetta er bara léttur banter. Það fór í taugarnar á honum að ég benti honum á að þeir hefðu unnið eitt Evrópueinvígi. Það fór í taugarnar á mér þegar hann benti á hvað við værum búnir að tapa mörgum leikjum í sumar,“ segir Óskar léttur. „Það sem er fallegt við þetta myndskeið er að þeir eru orðnir Íslandsmeistarar þarna og það var allt í skrúfunni. Menn voru gjörsamlega brjálaðir, það er þvílík ástríða og stolt í þessum leikjum,“ bætir hann við. Klippa: Þykir gaman að pirra Arnar: „Það er ekkert sérstaklega erfitt“ Æsingurinn fylgi svona stórum og tilfinningaríkum leikjum en menn verði að kunna að skilja það eftir á vellinum þegar lokaflautið gellur. Óskar segist þó ekki alveg saklaus og finnist ekki leiðinlegt að espa Arnar upp. „Ég hef mjög gaman af því að æsa Arnar upp, það er ekkert sérstaklega erfitt að æsa hann upp. En það breytir því ekki að við erum búnir að þekkjast síðan við vorum 10 ára. Ég ber mikla virðingu fyrir honum og auðvitað myndi ég heilsa honum úti á götu og jafnvel knúsa hann jafnvel,“ „Það er mjög mikilvægt að menn sem takast á, að þeir geti skilið það eftir þar og milli leikja eru menn góðir félagar. Kannski ekkert að bjóða hvorum öðrum í afmæli eða svoleiðis, en að á milli ríki ákveðin virðing og vinskapur,“ segir Óskar Hrafn. Ummælin má sjá í spilaranum að ofan. Breiðablik Víkingur Reykjavík Besta deild karla Íslenski boltinn Mest lesið Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sport Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Golf Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Fótbolti Glódís með á æfingu Sport Fleiri fréttir Í beinni: ÍA - Fram | Geta tengt tvo sigurleiki saman í fyrsta sinn í sumar Í beinni: Vestri - Valur | Forðast fjórða tapið í röð ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Fyrsti sigur Fylkismanna í fimmtíu daga Sjáðu markaveislu Valsmanna og varamannaþrennu Kristófers bjarga Blikum Hetja Blika í kvöld lá í viku inn á spítala í janúar með blóðsýkingu Sjá meira
Arnar og Óskar hafa eldað saman grátt silfur síðustu misseri sem stjórar Breiðabliks og Víkings sem barist hafa í toppbaráttunni hérlendis síðustu ár. Óskar Hrafn hætti sem þjálfari Blika síðasta vetur til að taka við Haugesund en er kominn aftur heim eftir stutt stopp í Noregi. Hann hitaði upp fyrir leik gærkvöldsins á Kópavogsvelli ásamt Ríkharð Óskari Guðnasyni sem spurði hann út í ríginn við Arnar. „Hefðiru heilsað honum úti á götu?“ spyr Rikki Óskar í gær og á þar við um Arnar. „Arnari? Já,“ svarar Óskar Hrafn furðu lostinn. „Þetta er bara léttur banter. Það fór í taugarnar á honum að ég benti honum á að þeir hefðu unnið eitt Evrópueinvígi. Það fór í taugarnar á mér þegar hann benti á hvað við værum búnir að tapa mörgum leikjum í sumar,“ segir Óskar léttur. „Það sem er fallegt við þetta myndskeið er að þeir eru orðnir Íslandsmeistarar þarna og það var allt í skrúfunni. Menn voru gjörsamlega brjálaðir, það er þvílík ástríða og stolt í þessum leikjum,“ bætir hann við. Klippa: Þykir gaman að pirra Arnar: „Það er ekkert sérstaklega erfitt“ Æsingurinn fylgi svona stórum og tilfinningaríkum leikjum en menn verði að kunna að skilja það eftir á vellinum þegar lokaflautið gellur. Óskar segist þó ekki alveg saklaus og finnist ekki leiðinlegt að espa Arnar upp. „Ég hef mjög gaman af því að æsa Arnar upp, það er ekkert sérstaklega erfitt að æsa hann upp. En það breytir því ekki að við erum búnir að þekkjast síðan við vorum 10 ára. Ég ber mikla virðingu fyrir honum og auðvitað myndi ég heilsa honum úti á götu og jafnvel knúsa hann jafnvel,“ „Það er mjög mikilvægt að menn sem takast á, að þeir geti skilið það eftir þar og milli leikja eru menn góðir félagar. Kannski ekkert að bjóða hvorum öðrum í afmæli eða svoleiðis, en að á milli ríki ákveðin virðing og vinskapur,“ segir Óskar Hrafn. Ummælin má sjá í spilaranum að ofan.
Breiðablik Víkingur Reykjavík Besta deild karla Íslenski boltinn Mest lesið Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sport Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Golf Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Fótbolti Glódís með á æfingu Sport Fleiri fréttir Í beinni: ÍA - Fram | Geta tengt tvo sigurleiki saman í fyrsta sinn í sumar Í beinni: Vestri - Valur | Forðast fjórða tapið í röð ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Fyrsti sigur Fylkismanna í fimmtíu daga Sjáðu markaveislu Valsmanna og varamannaþrennu Kristófers bjarga Blikum Hetja Blika í kvöld lá í viku inn á spítala í janúar með blóðsýkingu Sjá meira