„Ég hef mjög gaman af því að æsa Arnar upp“ Valur Páll Eiríksson skrifar 31. maí 2024 10:31 Ætli Óskari hafi ekki þarna tekist vel til að ná Arnari aðeins upp. Vísir/Hulda Margrét Óskar Hrafn Þorvaldsson hefur gaman af því að æsa Arnar Gunnlaugsson upp en þeir eru fínir félagar. Þetta er á meðal þess sem fram kom í upphitun fyrir leik Breiðabliks og Víkings á Stöð 2 Sport í gærkvöld. Arnar og Óskar hafa eldað saman grátt silfur síðustu misseri sem stjórar Breiðabliks og Víkings sem barist hafa í toppbaráttunni hérlendis síðustu ár. Óskar Hrafn hætti sem þjálfari Blika síðasta vetur til að taka við Haugesund en er kominn aftur heim eftir stutt stopp í Noregi. Hann hitaði upp fyrir leik gærkvöldsins á Kópavogsvelli ásamt Ríkharð Óskari Guðnasyni sem spurði hann út í ríginn við Arnar. „Hefðiru heilsað honum úti á götu?“ spyr Rikki Óskar í gær og á þar við um Arnar. „Arnari? Já,“ svarar Óskar Hrafn furðu lostinn. „Þetta er bara léttur banter. Það fór í taugarnar á honum að ég benti honum á að þeir hefðu unnið eitt Evrópueinvígi. Það fór í taugarnar á mér þegar hann benti á hvað við værum búnir að tapa mörgum leikjum í sumar,“ segir Óskar léttur. „Það sem er fallegt við þetta myndskeið er að þeir eru orðnir Íslandsmeistarar þarna og það var allt í skrúfunni. Menn voru gjörsamlega brjálaðir, það er þvílík ástríða og stolt í þessum leikjum,“ bætir hann við. Klippa: Þykir gaman að pirra Arnar: „Það er ekkert sérstaklega erfitt“ Æsingurinn fylgi svona stórum og tilfinningaríkum leikjum en menn verði að kunna að skilja það eftir á vellinum þegar lokaflautið gellur. Óskar segist þó ekki alveg saklaus og finnist ekki leiðinlegt að espa Arnar upp. „Ég hef mjög gaman af því að æsa Arnar upp, það er ekkert sérstaklega erfitt að æsa hann upp. En það breytir því ekki að við erum búnir að þekkjast síðan við vorum 10 ára. Ég ber mikla virðingu fyrir honum og auðvitað myndi ég heilsa honum úti á götu og jafnvel knúsa hann jafnvel,“ „Það er mjög mikilvægt að menn sem takast á, að þeir geti skilið það eftir þar og milli leikja eru menn góðir félagar. Kannski ekkert að bjóða hvorum öðrum í afmæli eða svoleiðis, en að á milli ríki ákveðin virðing og vinskapur,“ segir Óskar Hrafn. Ummælin má sjá í spilaranum að ofan. Breiðablik Víkingur Reykjavík Besta deild karla Íslenski boltinn Mest lesið Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Getur varla gengið lengur Sport Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Fótbolti Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Mættur aftur tuttugu árum seinna Körfubolti Dagskráin: Fyrsti leikurinn á nýja KR-vellinum, ensk félög í beinni og formúla Sport Fleiri fréttir Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Sjá meira
Arnar og Óskar hafa eldað saman grátt silfur síðustu misseri sem stjórar Breiðabliks og Víkings sem barist hafa í toppbaráttunni hérlendis síðustu ár. Óskar Hrafn hætti sem þjálfari Blika síðasta vetur til að taka við Haugesund en er kominn aftur heim eftir stutt stopp í Noregi. Hann hitaði upp fyrir leik gærkvöldsins á Kópavogsvelli ásamt Ríkharð Óskari Guðnasyni sem spurði hann út í ríginn við Arnar. „Hefðiru heilsað honum úti á götu?“ spyr Rikki Óskar í gær og á þar við um Arnar. „Arnari? Já,“ svarar Óskar Hrafn furðu lostinn. „Þetta er bara léttur banter. Það fór í taugarnar á honum að ég benti honum á að þeir hefðu unnið eitt Evrópueinvígi. Það fór í taugarnar á mér þegar hann benti á hvað við værum búnir að tapa mörgum leikjum í sumar,“ segir Óskar léttur. „Það sem er fallegt við þetta myndskeið er að þeir eru orðnir Íslandsmeistarar þarna og það var allt í skrúfunni. Menn voru gjörsamlega brjálaðir, það er þvílík ástríða og stolt í þessum leikjum,“ bætir hann við. Klippa: Þykir gaman að pirra Arnar: „Það er ekkert sérstaklega erfitt“ Æsingurinn fylgi svona stórum og tilfinningaríkum leikjum en menn verði að kunna að skilja það eftir á vellinum þegar lokaflautið gellur. Óskar segist þó ekki alveg saklaus og finnist ekki leiðinlegt að espa Arnar upp. „Ég hef mjög gaman af því að æsa Arnar upp, það er ekkert sérstaklega erfitt að æsa hann upp. En það breytir því ekki að við erum búnir að þekkjast síðan við vorum 10 ára. Ég ber mikla virðingu fyrir honum og auðvitað myndi ég heilsa honum úti á götu og jafnvel knúsa hann jafnvel,“ „Það er mjög mikilvægt að menn sem takast á, að þeir geti skilið það eftir þar og milli leikja eru menn góðir félagar. Kannski ekkert að bjóða hvorum öðrum í afmæli eða svoleiðis, en að á milli ríki ákveðin virðing og vinskapur,“ segir Óskar Hrafn. Ummælin má sjá í spilaranum að ofan.
Breiðablik Víkingur Reykjavík Besta deild karla Íslenski boltinn Mest lesið Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Getur varla gengið lengur Sport Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Fótbolti Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Mættur aftur tuttugu árum seinna Körfubolti Dagskráin: Fyrsti leikurinn á nýja KR-vellinum, ensk félög í beinni og formúla Sport Fleiri fréttir Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Sjá meira
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn