Man City að fá einn efnilegasta miðjumann Evrópu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. júní 2025 08:02 Nypan í vináttuleik gegn Manchester United. EPA-EFE/Ole Martin Wold Sverre Nypan er við það að vera staðfestur sem nýjasti leikmaður Manchester City. Um er að ræða 18 ára gamlan Norðmann sem spilar með Rosenborg í heimalandinu. Hann er talinn einn efnilegasti miðjumaður Evrópu um þessar mundir. Segja má að City fá leikmanninn á gjafverði ef miðað er við leikmannakaup annarra liða sem lærisveinar Pep Guardiola eru í baráttunni við. Kaupverðið er sagt vera 12 og hálf milljón punda eða rétt rúmir tveir milljarðar íslenskra króna. Breska ríkisútvarpið greinir frá því að Nypan, sem hefur nú þegar spilað fyrir öll yngri landslið Noregs, verði lánaður út tímabilið 2025-26. Ekki kemur fram hvort hann fari aftur til Noregs eða þá eins af liðunum sem eru einnig undir eignarhaldi City Football Group. „Nypan er talinn eitt mesta efni í Noregi og hefur spilað á virkilega háu getustigi þrátt fyrir ungan aldur. Það er horft á hann sem næsta „stóra nafnið“ sem kemur úr efstu deild Noregs og því kemur ekki á óvart að hann sé að fara í stórlið. Það kemur þó örlítið á óvart að hann sé að fara til City svo ungur að árum,“ segir norski blaðamaðurinn Andreas Korssund í viðtali við BBC. Korssund nefnir Erling Haaland sem dæmi en hann fór fyrst til Red Bull Salzburg og svo til Borussia Dortmund áður en hann endaði hjá Man City. Svipaða sögu er að segja af Antonio Nusa sem fór fyrst til Club Brugge og svo til RB Leipzig. Nypan virðist ætla að feta í fótspor Martin Ödegaard - sem fór ungur að árum til Real Madríd og var svo lánaður út – og semja strax við stórlið. Ödegaard spilar í dag fyrir Arsenal. Nypan hefur spilað 70 leiki fyrir Rosenborg, skorað 14 mörk og gefið 11 stoðsendingar. Hann er sagður meiri alhliðaleikmaður en Ödegaard var á sínum tíma. Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir City staðfestir kaupin á Reijnders Hollenski miðjumaðurinn Tijjandi Reijnders hefur skrifað undir fimm ára samning við Manchester City, hann kemur til félagsins frá AC Milan fyrir 55 milljónir evra og verður löglegur með liðinu á HM félagsliða. 11. júní 2025 09:08 Arftaki hins titlaóða Carsons fundinn Scott Carson var nýverið látinn fara frá enska knattspyrnufélaginu Manchester City. Hann spilaði ekki mikið en það verður ekki annað sagt en liðið hafi verið sigursælt meðan hans naut við í búningsklefanum og á æfingasvæðinu. Arftaki hans er fundinn. 10. júní 2025 23:30 Man City staðfestir kaupin á Cherki Manchester City hefur staðfest kaup félagsins á franska landsliðsmanninnum Rayan Cherki. Hann kemur frá Lyon, kostar 34 milljónir punda – 5,8 milljarða íslenskra króna og skrifar undir fimm ára samning í Manchester. 10. júní 2025 19:47 Aït-Nouri fyrstur inn um dyrnar hjá Man City Manchester City hefur fest kaup á fyrsta leikmanni sumarsins. Sá heitir Rayan Aït-Nouri og kemur frá Úlfunum. 9. júní 2025 19:00 Mest lesið Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Draumabyrjun hjá Carrick Enski boltinn Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Enski boltinn Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Enski boltinn Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Handbolti EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Fleiri fréttir Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Sjá meira
Segja má að City fá leikmanninn á gjafverði ef miðað er við leikmannakaup annarra liða sem lærisveinar Pep Guardiola eru í baráttunni við. Kaupverðið er sagt vera 12 og hálf milljón punda eða rétt rúmir tveir milljarðar íslenskra króna. Breska ríkisútvarpið greinir frá því að Nypan, sem hefur nú þegar spilað fyrir öll yngri landslið Noregs, verði lánaður út tímabilið 2025-26. Ekki kemur fram hvort hann fari aftur til Noregs eða þá eins af liðunum sem eru einnig undir eignarhaldi City Football Group. „Nypan er talinn eitt mesta efni í Noregi og hefur spilað á virkilega háu getustigi þrátt fyrir ungan aldur. Það er horft á hann sem næsta „stóra nafnið“ sem kemur úr efstu deild Noregs og því kemur ekki á óvart að hann sé að fara í stórlið. Það kemur þó örlítið á óvart að hann sé að fara til City svo ungur að árum,“ segir norski blaðamaðurinn Andreas Korssund í viðtali við BBC. Korssund nefnir Erling Haaland sem dæmi en hann fór fyrst til Red Bull Salzburg og svo til Borussia Dortmund áður en hann endaði hjá Man City. Svipaða sögu er að segja af Antonio Nusa sem fór fyrst til Club Brugge og svo til RB Leipzig. Nypan virðist ætla að feta í fótspor Martin Ödegaard - sem fór ungur að árum til Real Madríd og var svo lánaður út – og semja strax við stórlið. Ödegaard spilar í dag fyrir Arsenal. Nypan hefur spilað 70 leiki fyrir Rosenborg, skorað 14 mörk og gefið 11 stoðsendingar. Hann er sagður meiri alhliðaleikmaður en Ödegaard var á sínum tíma.
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir City staðfestir kaupin á Reijnders Hollenski miðjumaðurinn Tijjandi Reijnders hefur skrifað undir fimm ára samning við Manchester City, hann kemur til félagsins frá AC Milan fyrir 55 milljónir evra og verður löglegur með liðinu á HM félagsliða. 11. júní 2025 09:08 Arftaki hins titlaóða Carsons fundinn Scott Carson var nýverið látinn fara frá enska knattspyrnufélaginu Manchester City. Hann spilaði ekki mikið en það verður ekki annað sagt en liðið hafi verið sigursælt meðan hans naut við í búningsklefanum og á æfingasvæðinu. Arftaki hans er fundinn. 10. júní 2025 23:30 Man City staðfestir kaupin á Cherki Manchester City hefur staðfest kaup félagsins á franska landsliðsmanninnum Rayan Cherki. Hann kemur frá Lyon, kostar 34 milljónir punda – 5,8 milljarða íslenskra króna og skrifar undir fimm ára samning í Manchester. 10. júní 2025 19:47 Aït-Nouri fyrstur inn um dyrnar hjá Man City Manchester City hefur fest kaup á fyrsta leikmanni sumarsins. Sá heitir Rayan Aït-Nouri og kemur frá Úlfunum. 9. júní 2025 19:00 Mest lesið Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Draumabyrjun hjá Carrick Enski boltinn Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Enski boltinn Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Enski boltinn Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Handbolti EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Fleiri fréttir Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Sjá meira
City staðfestir kaupin á Reijnders Hollenski miðjumaðurinn Tijjandi Reijnders hefur skrifað undir fimm ára samning við Manchester City, hann kemur til félagsins frá AC Milan fyrir 55 milljónir evra og verður löglegur með liðinu á HM félagsliða. 11. júní 2025 09:08
Arftaki hins titlaóða Carsons fundinn Scott Carson var nýverið látinn fara frá enska knattspyrnufélaginu Manchester City. Hann spilaði ekki mikið en það verður ekki annað sagt en liðið hafi verið sigursælt meðan hans naut við í búningsklefanum og á æfingasvæðinu. Arftaki hans er fundinn. 10. júní 2025 23:30
Man City staðfestir kaupin á Cherki Manchester City hefur staðfest kaup félagsins á franska landsliðsmanninnum Rayan Cherki. Hann kemur frá Lyon, kostar 34 milljónir punda – 5,8 milljarða íslenskra króna og skrifar undir fimm ára samning í Manchester. 10. júní 2025 19:47
Aït-Nouri fyrstur inn um dyrnar hjá Man City Manchester City hefur fest kaup á fyrsta leikmanni sumarsins. Sá heitir Rayan Aït-Nouri og kemur frá Úlfunum. 9. júní 2025 19:00