Þungi færist í árásir Rússa: „Þetta er orðið partur af okkar lífi“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 10. júní 2025 14:27 Óskar Hallgrímsson ljósmyndari og blaðamaður er búsettur í Úkraínu. Vísir/Elín Margrét Íslendingur í Kænugarði hefur ekki farið varhluta af auknum þunga árásum Rússa á borgina undanfarna daga. Árás Rússa á Kænugarð í Úkraínu í nótt var ein sú harðasta frá upphafi stríðsins. Hundruð dróna ullu skemmdum í sjö af tíu hverfum borgarinnar, og þá féllu tveir í árásum Rússa í Odessa. Rússar skutu yfir þrjú hundruð drónum og fleiri gerðum sprengja á Kænugarð, höfuðborg Úkraínu í nótt. Þessu eru íbúar borgarinnar nokkuð vanir en í nótt voru sprengjurnar fleiri og lætin meiri en oft áður. Óskar Hallgrímsson blaðamaður sem búsettur er í Kænugarði fór ekki varhluta af þessu en hann og konan hans hafa jafnvel varið nóttinni inni á baðherbergi til að vera fjarri gluggum. Öflugar loftvarnir lykilatriði Nýtt met hafi verið slegið í árásum á Kænugarð nær daglega síðustu daga, ekki síður í framhaldi af árás Úkraínuhers á herflugvelli í byrjun mánaðar. „Þeir virðast geta framleitt mikið magn af þessum fyrrum írönsku drónum, en núna eiginlega alfarið rússneskir drónar sem voru kallaðir Shahed, nú eru þeir kallaðir GERAN-2, rússneska útgáfan,“ segir Óskar. „Þeir virðast geta framleitt mjög mikið magn af þeim, miðað við magnið sem þeir senda inn til Úkraínu. Núna yfir helgina og þá væntanlega með gærdeginum erum við að tala um alla veganna þúsund mismunandi fljúgandi hluti, hvort sem það eru skotflaugar, stýriflaugar eða drónar sem að eru að fljúga inn fyrir landamæri Úkraínu.“ Drónarnir séu alltaf að verða fullkomnari og þrátt fyrir að aukinn þungi hafi færst í árásir að undanförnu hafa loftvarnir í Kænugarði haldist nokkuð sterkar. Til að mynda hafi tilkoma eftirlitsflugvélar frá Saab í Svíþjóð hjálpað mikið til við að bera kennsl á hættuna og staðsetja flýgildi óvinarins svo auðveldara sé að skjóta þau niður. „Þú getur séð töluna, hún er að hækka hvað valdar fjölda dróna og hlutir sem eru sendir inn. En á móti kemur að í hverri árás þá er, miðað við töluna, mjög lítið um mannfall, og nánast ekki neitt, ég held að enginn hafi dáið í Kíev í nótt til dæmis,“ segir Óskar. Svefnleysið venjist aldrei Önnur áhrif þessa geri borgarbúum þó lífið einnig erfitt. „Þetta er bara orðið partur af okkar lífi, en eitthvað sem þú getur ekki vanist er að sofa fjóra, fimm tíma margar nætur í röð. Það er bara eitthvað sem maður getur ekki vanist. Maður finnur virkilega fyrir því að svefnleysið er gífurlega erfitt.“ Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Íslendingar erlendis Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Erlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Fleiri fréttir Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Sjá meira
Rússar skutu yfir þrjú hundruð drónum og fleiri gerðum sprengja á Kænugarð, höfuðborg Úkraínu í nótt. Þessu eru íbúar borgarinnar nokkuð vanir en í nótt voru sprengjurnar fleiri og lætin meiri en oft áður. Óskar Hallgrímsson blaðamaður sem búsettur er í Kænugarði fór ekki varhluta af þessu en hann og konan hans hafa jafnvel varið nóttinni inni á baðherbergi til að vera fjarri gluggum. Öflugar loftvarnir lykilatriði Nýtt met hafi verið slegið í árásum á Kænugarð nær daglega síðustu daga, ekki síður í framhaldi af árás Úkraínuhers á herflugvelli í byrjun mánaðar. „Þeir virðast geta framleitt mikið magn af þessum fyrrum írönsku drónum, en núna eiginlega alfarið rússneskir drónar sem voru kallaðir Shahed, nú eru þeir kallaðir GERAN-2, rússneska útgáfan,“ segir Óskar. „Þeir virðast geta framleitt mjög mikið magn af þeim, miðað við magnið sem þeir senda inn til Úkraínu. Núna yfir helgina og þá væntanlega með gærdeginum erum við að tala um alla veganna þúsund mismunandi fljúgandi hluti, hvort sem það eru skotflaugar, stýriflaugar eða drónar sem að eru að fljúga inn fyrir landamæri Úkraínu.“ Drónarnir séu alltaf að verða fullkomnari og þrátt fyrir að aukinn þungi hafi færst í árásir að undanförnu hafa loftvarnir í Kænugarði haldist nokkuð sterkar. Til að mynda hafi tilkoma eftirlitsflugvélar frá Saab í Svíþjóð hjálpað mikið til við að bera kennsl á hættuna og staðsetja flýgildi óvinarins svo auðveldara sé að skjóta þau niður. „Þú getur séð töluna, hún er að hækka hvað valdar fjölda dróna og hlutir sem eru sendir inn. En á móti kemur að í hverri árás þá er, miðað við töluna, mjög lítið um mannfall, og nánast ekki neitt, ég held að enginn hafi dáið í Kíev í nótt til dæmis,“ segir Óskar. Svefnleysið venjist aldrei Önnur áhrif þessa geri borgarbúum þó lífið einnig erfitt. „Þetta er bara orðið partur af okkar lífi, en eitthvað sem þú getur ekki vanist er að sofa fjóra, fimm tíma margar nætur í röð. Það er bara eitthvað sem maður getur ekki vanist. Maður finnur virkilega fyrir því að svefnleysið er gífurlega erfitt.“
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Íslendingar erlendis Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Erlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Fleiri fréttir Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Sjá meira