Einar hörðustu árásirnar á Kænugarð til þessa Kjartan Kjartansson skrifar 10. júní 2025 09:28 Móðir reynir að róa ungan son sinn í neðanjarðarlestarstöð í Kænugarði í nótt. Drónaárás Rússa stóð yfir í fleiri klukkustundir. AP/Evgeniy Maloletka Hundruð rússneskra dróna réðust á Kænugarð og hafnarborgina Odesa í Úkraínu í gærkvöldi og nótt. Tveir létust í Odesa en fjórir særðust í höfuðborginni. Forseti Úkraínu segir árásina á Kænugarð eina þá hörðustu frá upphafi stríðsins. Embættismenn í Kænugarði segja að drónaárásin þar hafi valdið skemmdum í sjö af tíu hverfum borgarinnar. Eldur kviknaði í byggingum sem urðu fyrir drónabraki og lá þykkur reykur yfir borginni í nótt og fram á morgun. Höfuðborgarbúar vörðu nóttinni í sprengjuskýlum og neðanjarðarlestarkerfi borgarinnar. Loftvarnarflautur ómuðu til klukkan fimm í morgun að staðartíma, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Í Odesa við Svartahaf eru rússneskir drónar sagðir hafa sprengt íbúðarblokkir og sjúkrastöð, þar á meðal fæðingardeild. Níu eru sagðir hafa særst auk þeirra tveggja sem létust. Oleh Kiper, ríkisstjórinn í Odesa, segir að tekist hafi að rýma sjúkrastöðina og fæðingardeildina sem ráðist var á. Skemmdir hafi þó orðið á sjúkrabílum. Maður virðir fyrir sér brennandi brak byggingar eftir dróna- og loftskeytaárás Rússa á Kænugarð í nótt.AP/Efrem Lukatsky Árásirnar í nótt voru framhald á umfangsmestu drónaárásum Rússa frá upphafi stríðsins í gær. Stjórnvöld í Kænugarði telja sprengjuárásirnar viðbrögð Rússa við árásum Úkraínumanna á skotmörk innan Rússlands á dögunum. Úkraínumenn notuðu dróna sem þeir smygluðu yfir landamærin til þess að ráðast á sprengjuflugvélar djúpt inni í Rússlandi 1. júní. Af þeim 315 drónum sem Rússar beittu gegn Úkraínu í nótt segist úkraínski flugherinn hafa skotið niður 277. Þá hafi sjö skotflaugar frá Rússlandi verið stöðvaðar. Úkraínumenn svöruðu fyrir sig í nótt með drónaárásum á Rússland. Nokkrum rússneskum flugvöllum var lokað tímabundið vegna þeirra. Rússneska varnarmálaráðuneytið segir að herinn hafi skotið niður 102 úkraínskra dróna yfir Rússlandi og Krímskaga, sem Rússar innlimuðu ólöglega árið 2014, að því er segir í frétt AP-fréttastofunnar. Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Tengdar fréttir Eldar loguðu í Kænugarði eftir umfangsmiklar árásir Rússa Rússar gerðu umfangsmiklar árásir á Kænugarð, höfuðborg Úkraínu, og víðar um landið í gærkvöldi og í nótt. Borgarstjóri í Kænugarði segir fjóra vera látna eftir dróna- og skotflaugaárásir í höfuðborginni, og tuttugu til viðbótar séu særðir. Þar af liggja sextán á sjúkrahúsi. 6. júní 2025 06:48 „Köngulóarvefur“ sem skrifað verður um í sögubókum Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, sagði Úkraínuher gera allt til að láta Rússa finna fyrir þörf til að enda stríðið. Úkraínuher gerði umfangsmiklar árásir á nokkra herflugvelli Rússa í dag. Forsetinn segist yfir sig ánægður með aðgerðina. 1. júní 2025 18:36 Mest lesið Óttast að boð og bönn ráðherra muni setja verslanir í þrot Innlent Takmarkið „enn sem komið er“ ekki að steypa klerkastjórninni af stóli Erlent Bæta ekki fallvarnir við veginn: „Þetta er eilífur slagur“ Innlent Vinnuslys í Laugardal þar sem maður fékk járnstöng í andlitið Innlent Segir komu írsku lögreglunnar marka tímamót í leitinni að Jóni Þresti Innlent Þinglok hvergi í augsýn: „Málþóf! Málþóf!“ Innlent Lýsa eftir Hlyni Innlent Ísland tekur þátt í aðgerðum gegn skuggaflota Rússlands Innlent Tékkneski og bandaríski herinn ásamt flugsystrum á Akureyri Innlent Leikskólabarn með áverka en starfsmaður sýknaður Innlent Fleiri fréttir Takmarkið „enn sem komið er“ ekki að steypa klerkastjórninni af stóli Árásir halda áfram meðan fundað er í Genf Hyggst eftirláta á annað hundrað börnum sínum Telegram-auðinn Skrefi nær því að leyfa dauðvona fólki að leita sér dánaraðstoðar Sporvagni ekið inn í matarvagn í Gautaborg Danskur ráðherra kann ekki að meta auglýsingar Meta Hafnar tillögu um að verja fimm prósentum í varnamál Utanríkisráðherrar funda um Íran í Genf Frestar aftur TikTok-banni Kynnti sér mögulegar árásir: „Að klára verkið þýðir að rústa Fordo“ Áhlaup ICE og óvissan veldur vandræðum Farið í gegnum „kolefnisþakið“ eftir þrjú ár Sagði Khamenei „nútíma Hitler“ og að markmiðið sé að fella hann Geimskipið sprakk á jörðu niðri Finnar draga sig út úr sáttmála gegn jarðsprengjum Leita „fjandskapar“ á samfélagsmiðlum námsmanna Tala látinna í Kænugarði komin í tuttugu og átta Tugir særðir í Ísrael eftir árás Írana á spítala Vill ekki í stríð en segir klerkastjórnina ekki mega eignast kjarnorkuvopn Staðfesta bann á meðferð trans barna Óttast um líf fjölskyldu sinnar í Íran: „Ég sef ekki á nóttunni“ Fjórtán tonna sprengjan sem Ísraela vantar „Kannski geri ég það, kannski geri ég það ekki“ Færðu barn heiladauðrar konu í heiminn Rekja rafmagnsleysið á Íberíuskaga til mistaka orkufyrirtækja Íranir hóta „óbætanlegu tjóni“ skerist Bandaríkin í leikinn Sænsk „sorpdrottning“ hlaut þungan fangelsisdóm fyrir umhverfisbrot Tugir drepnir á meðan þau biðu eftir matarskammti Árásum á Teheran fjölgar og enn einn hershöfðinginn felldur Loka bandaríska sendiráðinu í Ísrael Sjá meira
Embættismenn í Kænugarði segja að drónaárásin þar hafi valdið skemmdum í sjö af tíu hverfum borgarinnar. Eldur kviknaði í byggingum sem urðu fyrir drónabraki og lá þykkur reykur yfir borginni í nótt og fram á morgun. Höfuðborgarbúar vörðu nóttinni í sprengjuskýlum og neðanjarðarlestarkerfi borgarinnar. Loftvarnarflautur ómuðu til klukkan fimm í morgun að staðartíma, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Í Odesa við Svartahaf eru rússneskir drónar sagðir hafa sprengt íbúðarblokkir og sjúkrastöð, þar á meðal fæðingardeild. Níu eru sagðir hafa særst auk þeirra tveggja sem létust. Oleh Kiper, ríkisstjórinn í Odesa, segir að tekist hafi að rýma sjúkrastöðina og fæðingardeildina sem ráðist var á. Skemmdir hafi þó orðið á sjúkrabílum. Maður virðir fyrir sér brennandi brak byggingar eftir dróna- og loftskeytaárás Rússa á Kænugarð í nótt.AP/Efrem Lukatsky Árásirnar í nótt voru framhald á umfangsmestu drónaárásum Rússa frá upphafi stríðsins í gær. Stjórnvöld í Kænugarði telja sprengjuárásirnar viðbrögð Rússa við árásum Úkraínumanna á skotmörk innan Rússlands á dögunum. Úkraínumenn notuðu dróna sem þeir smygluðu yfir landamærin til þess að ráðast á sprengjuflugvélar djúpt inni í Rússlandi 1. júní. Af þeim 315 drónum sem Rússar beittu gegn Úkraínu í nótt segist úkraínski flugherinn hafa skotið niður 277. Þá hafi sjö skotflaugar frá Rússlandi verið stöðvaðar. Úkraínumenn svöruðu fyrir sig í nótt með drónaárásum á Rússland. Nokkrum rússneskum flugvöllum var lokað tímabundið vegna þeirra. Rússneska varnarmálaráðuneytið segir að herinn hafi skotið niður 102 úkraínskra dróna yfir Rússlandi og Krímskaga, sem Rússar innlimuðu ólöglega árið 2014, að því er segir í frétt AP-fréttastofunnar.
Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Tengdar fréttir Eldar loguðu í Kænugarði eftir umfangsmiklar árásir Rússa Rússar gerðu umfangsmiklar árásir á Kænugarð, höfuðborg Úkraínu, og víðar um landið í gærkvöldi og í nótt. Borgarstjóri í Kænugarði segir fjóra vera látna eftir dróna- og skotflaugaárásir í höfuðborginni, og tuttugu til viðbótar séu særðir. Þar af liggja sextán á sjúkrahúsi. 6. júní 2025 06:48 „Köngulóarvefur“ sem skrifað verður um í sögubókum Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, sagði Úkraínuher gera allt til að láta Rússa finna fyrir þörf til að enda stríðið. Úkraínuher gerði umfangsmiklar árásir á nokkra herflugvelli Rússa í dag. Forsetinn segist yfir sig ánægður með aðgerðina. 1. júní 2025 18:36 Mest lesið Óttast að boð og bönn ráðherra muni setja verslanir í þrot Innlent Takmarkið „enn sem komið er“ ekki að steypa klerkastjórninni af stóli Erlent Bæta ekki fallvarnir við veginn: „Þetta er eilífur slagur“ Innlent Vinnuslys í Laugardal þar sem maður fékk járnstöng í andlitið Innlent Segir komu írsku lögreglunnar marka tímamót í leitinni að Jóni Þresti Innlent Þinglok hvergi í augsýn: „Málþóf! Málþóf!“ Innlent Lýsa eftir Hlyni Innlent Ísland tekur þátt í aðgerðum gegn skuggaflota Rússlands Innlent Tékkneski og bandaríski herinn ásamt flugsystrum á Akureyri Innlent Leikskólabarn með áverka en starfsmaður sýknaður Innlent Fleiri fréttir Takmarkið „enn sem komið er“ ekki að steypa klerkastjórninni af stóli Árásir halda áfram meðan fundað er í Genf Hyggst eftirláta á annað hundrað börnum sínum Telegram-auðinn Skrefi nær því að leyfa dauðvona fólki að leita sér dánaraðstoðar Sporvagni ekið inn í matarvagn í Gautaborg Danskur ráðherra kann ekki að meta auglýsingar Meta Hafnar tillögu um að verja fimm prósentum í varnamál Utanríkisráðherrar funda um Íran í Genf Frestar aftur TikTok-banni Kynnti sér mögulegar árásir: „Að klára verkið þýðir að rústa Fordo“ Áhlaup ICE og óvissan veldur vandræðum Farið í gegnum „kolefnisþakið“ eftir þrjú ár Sagði Khamenei „nútíma Hitler“ og að markmiðið sé að fella hann Geimskipið sprakk á jörðu niðri Finnar draga sig út úr sáttmála gegn jarðsprengjum Leita „fjandskapar“ á samfélagsmiðlum námsmanna Tala látinna í Kænugarði komin í tuttugu og átta Tugir særðir í Ísrael eftir árás Írana á spítala Vill ekki í stríð en segir klerkastjórnina ekki mega eignast kjarnorkuvopn Staðfesta bann á meðferð trans barna Óttast um líf fjölskyldu sinnar í Íran: „Ég sef ekki á nóttunni“ Fjórtán tonna sprengjan sem Ísraela vantar „Kannski geri ég það, kannski geri ég það ekki“ Færðu barn heiladauðrar konu í heiminn Rekja rafmagnsleysið á Íberíuskaga til mistaka orkufyrirtækja Íranir hóta „óbætanlegu tjóni“ skerist Bandaríkin í leikinn Sænsk „sorpdrottning“ hlaut þungan fangelsisdóm fyrir umhverfisbrot Tugir drepnir á meðan þau biðu eftir matarskammti Árásum á Teheran fjölgar og enn einn hershöfðinginn felldur Loka bandaríska sendiráðinu í Ísrael Sjá meira
Eldar loguðu í Kænugarði eftir umfangsmiklar árásir Rússa Rússar gerðu umfangsmiklar árásir á Kænugarð, höfuðborg Úkraínu, og víðar um landið í gærkvöldi og í nótt. Borgarstjóri í Kænugarði segir fjóra vera látna eftir dróna- og skotflaugaárásir í höfuðborginni, og tuttugu til viðbótar séu særðir. Þar af liggja sextán á sjúkrahúsi. 6. júní 2025 06:48
„Köngulóarvefur“ sem skrifað verður um í sögubókum Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, sagði Úkraínuher gera allt til að láta Rússa finna fyrir þörf til að enda stríðið. Úkraínuher gerði umfangsmiklar árásir á nokkra herflugvelli Rússa í dag. Forsetinn segist yfir sig ánægður með aðgerðina. 1. júní 2025 18:36