„Ekkert nema gott að segja fyrir gróðurinn og sálarlíf landsmanna“ Magnús Jochum Pálsson og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 16. maí 2025 20:12 Vilmundur er ánægður með veðrið og áhrif þess á gróður og menn. Garðyrkjufræðingur segir ekkert nema gott hægt að segja um veðurblíðu síðustu daga. Sumarið sé komið til að vera og bændur muni þurfa að hefja heyskap fyrr. Veðrið hefur leikið við landann víðast hvar um landið í dag. Hitinn varð hæstur í Fnjóskadal í Suður-Þingeyjarsýslu og náði um 25 stigum þar en í gær var heitast á Egilsstöðum þar sem hitamet féll. Um helgina verður hvað heitast á norðausturlandi. Lillý Valgerður, fréttamaður Stöðvar 2, kíkti í Grasagarðinn í Laugardal og ræddi þar við Vilmund Hansen, garðyrkjufræðing. Hvernig er gróðurinn að koma út úr þessu öllu? „Þetta er náttúrulega bara allt æðislegt, gróðurinn er þremur vikum á undan og þetta er ekkert nema gott, það er það eina sem ég get sagt þér. Þetta hefur ekkert nema gott að segja fyrir gróðurinn og sálarlíf landsmanna,“ sagði Vilmundur. Blómaræktendur anni ekki eftirspurn Á þremur vikum hafi allt farið í blóma að sögn Vilmundar. Góða veðrið hafi komið aftan að flestum. Hvað þýðir þetta fyrir grasið? Þurfa bændur að slá fyrr? „Jájá, það er engin spurning að bændur koma til með að byrja heyskap miklu fyrr. Og ef þetta helst svona verður tvíslegið og jafnvel þríslegið í sumar,“ sagði hann. Hvað ef það kólnar? Það er miður maí og flestir stressaðir að kuldinn komi. „Ég athugaði langtímaspána. Mér sýnist vera gott veður fram að mánaðamótum allavega. Svo gæti nú kannski kólnað eitthvað eftir það en þá verður komið sumar þannig það breytir engu. Þetta verður allt í lagi,“ sagði Vilmundur. Er þetta óvenjulegt, hefurðu séð þetta oft svona í maí? „Nei, þetta er óvanalegt, þremur vikum á undan og hefur komið aftan að manni,“ sagði Vilmundur. „Ég veit að þeir sem eru að framleiða sumarblóm eru ekkert með allt tilbúið. Fólk er fljótt upp á bragðið þegar það kemur sól, rýkur af stað og vill blómin sín og ekkert kjaftæði. En þau eru bara ekkert tilbúin vegna þess að á síðasta ári til dæmis var rigning og þar áður var skítakuldi. Þannig þetta er óvenjusnemmt,“ sagði hann að lokum. Veður Blóm Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Von á mesta vindinum í marga mánuði Búast við auknu álagi á fráveitu vegna mikillar úrkomu Röð lægða með hefðbundnu haustveðri Lægðagangur næstu daga býður upp á sígilt haustveður Strekkingsvindur og fremur vætusamt næstu daga Vaxandi vindur þegar líður á daginn Grunn lægð yfir landinu í dag en suðlægir vindar á morgun Víða kaldi og allhvasst en lægir smám saman í dag Gular viðvaranir og svalri norðanátt beint til landsins Slydduél norðantil en þurrt og bjart sunnan heiða Kólnar í kvöld og allvíða næturfrost Kólnar þegar líður á vikuna Milt veður og víða væta Rigning með köflum víðast hvar Blautt víðast hvar Dálítil rigning og lægðir á sveimi Væta með köflum og dregur úr vindi Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Hvasst og samfelld rigning austast Má reikna með vatnavöxtum suðaustantil Rigning í dag Víðast hægur vindur og hiti að fimmtán stigum Rigning norðan- og austantil en bjart suðvestanlands Léttskýjað vestan- og sunnantil en blautara annars staðar Hiti að tuttugu stigum og hlýjast sunnantil Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Hlýtt og rakt loft yfir landinu Vindur á undanhaldi og hiti að tuttugu stigum Blæs hressilega af austri á landinu Sjá meira
Veðrið hefur leikið við landann víðast hvar um landið í dag. Hitinn varð hæstur í Fnjóskadal í Suður-Þingeyjarsýslu og náði um 25 stigum þar en í gær var heitast á Egilsstöðum þar sem hitamet féll. Um helgina verður hvað heitast á norðausturlandi. Lillý Valgerður, fréttamaður Stöðvar 2, kíkti í Grasagarðinn í Laugardal og ræddi þar við Vilmund Hansen, garðyrkjufræðing. Hvernig er gróðurinn að koma út úr þessu öllu? „Þetta er náttúrulega bara allt æðislegt, gróðurinn er þremur vikum á undan og þetta er ekkert nema gott, það er það eina sem ég get sagt þér. Þetta hefur ekkert nema gott að segja fyrir gróðurinn og sálarlíf landsmanna,“ sagði Vilmundur. Blómaræktendur anni ekki eftirspurn Á þremur vikum hafi allt farið í blóma að sögn Vilmundar. Góða veðrið hafi komið aftan að flestum. Hvað þýðir þetta fyrir grasið? Þurfa bændur að slá fyrr? „Jájá, það er engin spurning að bændur koma til með að byrja heyskap miklu fyrr. Og ef þetta helst svona verður tvíslegið og jafnvel þríslegið í sumar,“ sagði hann. Hvað ef það kólnar? Það er miður maí og flestir stressaðir að kuldinn komi. „Ég athugaði langtímaspána. Mér sýnist vera gott veður fram að mánaðamótum allavega. Svo gæti nú kannski kólnað eitthvað eftir það en þá verður komið sumar þannig það breytir engu. Þetta verður allt í lagi,“ sagði Vilmundur. Er þetta óvenjulegt, hefurðu séð þetta oft svona í maí? „Nei, þetta er óvanalegt, þremur vikum á undan og hefur komið aftan að manni,“ sagði Vilmundur. „Ég veit að þeir sem eru að framleiða sumarblóm eru ekkert með allt tilbúið. Fólk er fljótt upp á bragðið þegar það kemur sól, rýkur af stað og vill blómin sín og ekkert kjaftæði. En þau eru bara ekkert tilbúin vegna þess að á síðasta ári til dæmis var rigning og þar áður var skítakuldi. Þannig þetta er óvenjusnemmt,“ sagði hann að lokum.
Veður Blóm Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Von á mesta vindinum í marga mánuði Búast við auknu álagi á fráveitu vegna mikillar úrkomu Röð lægða með hefðbundnu haustveðri Lægðagangur næstu daga býður upp á sígilt haustveður Strekkingsvindur og fremur vætusamt næstu daga Vaxandi vindur þegar líður á daginn Grunn lægð yfir landinu í dag en suðlægir vindar á morgun Víða kaldi og allhvasst en lægir smám saman í dag Gular viðvaranir og svalri norðanátt beint til landsins Slydduél norðantil en þurrt og bjart sunnan heiða Kólnar í kvöld og allvíða næturfrost Kólnar þegar líður á vikuna Milt veður og víða væta Rigning með köflum víðast hvar Blautt víðast hvar Dálítil rigning og lægðir á sveimi Væta með köflum og dregur úr vindi Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Hvasst og samfelld rigning austast Má reikna með vatnavöxtum suðaustantil Rigning í dag Víðast hægur vindur og hiti að fimmtán stigum Rigning norðan- og austantil en bjart suðvestanlands Léttskýjað vestan- og sunnantil en blautara annars staðar Hiti að tuttugu stigum og hlýjast sunnantil Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Hlýtt og rakt loft yfir landinu Vindur á undanhaldi og hiti að tuttugu stigum Blæs hressilega af austri á landinu Sjá meira