„Ekkert nema gott að segja fyrir gróðurinn og sálarlíf landsmanna“ Magnús Jochum Pálsson og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 16. maí 2025 20:12 Vilmundur er ánægður með veðrið og áhrif þess á gróður og menn. Garðyrkjufræðingur segir ekkert nema gott hægt að segja um veðurblíðu síðustu daga. Sumarið sé komið til að vera og bændur muni þurfa að hefja heyskap fyrr. Veðrið hefur leikið við landann víðast hvar um landið í dag. Hitinn varð hæstur í Fnjóskadal í Suður-Þingeyjarsýslu og náði um 25 stigum þar en í gær var heitast á Egilsstöðum þar sem hitamet féll. Um helgina verður hvað heitast á norðausturlandi. Lillý Valgerður, fréttamaður Stöðvar 2, kíkti í Grasagarðinn í Laugardal og ræddi þar við Vilmund Hansen, garðyrkjufræðing. Hvernig er gróðurinn að koma út úr þessu öllu? „Þetta er náttúrulega bara allt æðislegt, gróðurinn er þremur vikum á undan og þetta er ekkert nema gott, það er það eina sem ég get sagt þér. Þetta hefur ekkert nema gott að segja fyrir gróðurinn og sálarlíf landsmanna,“ sagði Vilmundur. Blómaræktendur anni ekki eftirspurn Á þremur vikum hafi allt farið í blóma að sögn Vilmundar. Góða veðrið hafi komið aftan að flestum. Hvað þýðir þetta fyrir grasið? Þurfa bændur að slá fyrr? „Jájá, það er engin spurning að bændur koma til með að byrja heyskap miklu fyrr. Og ef þetta helst svona verður tvíslegið og jafnvel þríslegið í sumar,“ sagði hann. Hvað ef það kólnar? Það er miður maí og flestir stressaðir að kuldinn komi. „Ég athugaði langtímaspána. Mér sýnist vera gott veður fram að mánaðamótum allavega. Svo gæti nú kannski kólnað eitthvað eftir það en þá verður komið sumar þannig það breytir engu. Þetta verður allt í lagi,“ sagði Vilmundur. Er þetta óvenjulegt, hefurðu séð þetta oft svona í maí? „Nei, þetta er óvanalegt, þremur vikum á undan og hefur komið aftan að manni,“ sagði Vilmundur. „Ég veit að þeir sem eru að framleiða sumarblóm eru ekkert með allt tilbúið. Fólk er fljótt upp á bragðið þegar það kemur sól, rýkur af stað og vill blómin sín og ekkert kjaftæði. En þau eru bara ekkert tilbúin vegna þess að á síðasta ári til dæmis var rigning og þar áður var skítakuldi. Þannig þetta er óvenjusnemmt,“ sagði hann að lokum. Veður Blóm Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir „Það er nóg eftir af sumrinu“ 27 daga frostlausum kafla lokið Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Viðrar vel til gleðigöngu Rigning norðantil en yfirleitt bjart sunnan heiða Hiti að sautján stigum og hlýjast suðvestantil Úrkomusvæði fer yfir sunnan- og vestanvert landið Dálítil væta en fremur hlýtt Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Rok og rigning sama hvert er litið Allt að nítján stiga hiti á Suðurlandi Lægðardrag yfir vestanverðu landinu en hiti gæti náð 18 stigum Hiti gæti náð tuttugu stigum fyrir austan Spá þoku fyrir norðan og austan Líkur á eldingum norðantil og gasmengun vestantil Reykvíkingar fengu loksins tuttugu gráður Landshitametið ekki fallið en hitamet fallin á ákveðnum stöðvum „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veðurblíða víða um land Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Hlýnar um helgina Skýjað með skúrum í höfuðborginni Rigning í Reykjavík en hlýtt og gott fyrir austan „Við sáum að veðrið var best fyrir austan þannig við drifum okkur austur“ Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Fínasta veður um land allt Hægviðri, hafgola og hiti að átján stigum Sjá meira
Veðrið hefur leikið við landann víðast hvar um landið í dag. Hitinn varð hæstur í Fnjóskadal í Suður-Þingeyjarsýslu og náði um 25 stigum þar en í gær var heitast á Egilsstöðum þar sem hitamet féll. Um helgina verður hvað heitast á norðausturlandi. Lillý Valgerður, fréttamaður Stöðvar 2, kíkti í Grasagarðinn í Laugardal og ræddi þar við Vilmund Hansen, garðyrkjufræðing. Hvernig er gróðurinn að koma út úr þessu öllu? „Þetta er náttúrulega bara allt æðislegt, gróðurinn er þremur vikum á undan og þetta er ekkert nema gott, það er það eina sem ég get sagt þér. Þetta hefur ekkert nema gott að segja fyrir gróðurinn og sálarlíf landsmanna,“ sagði Vilmundur. Blómaræktendur anni ekki eftirspurn Á þremur vikum hafi allt farið í blóma að sögn Vilmundar. Góða veðrið hafi komið aftan að flestum. Hvað þýðir þetta fyrir grasið? Þurfa bændur að slá fyrr? „Jájá, það er engin spurning að bændur koma til með að byrja heyskap miklu fyrr. Og ef þetta helst svona verður tvíslegið og jafnvel þríslegið í sumar,“ sagði hann. Hvað ef það kólnar? Það er miður maí og flestir stressaðir að kuldinn komi. „Ég athugaði langtímaspána. Mér sýnist vera gott veður fram að mánaðamótum allavega. Svo gæti nú kannski kólnað eitthvað eftir það en þá verður komið sumar þannig það breytir engu. Þetta verður allt í lagi,“ sagði Vilmundur. Er þetta óvenjulegt, hefurðu séð þetta oft svona í maí? „Nei, þetta er óvanalegt, þremur vikum á undan og hefur komið aftan að manni,“ sagði Vilmundur. „Ég veit að þeir sem eru að framleiða sumarblóm eru ekkert með allt tilbúið. Fólk er fljótt upp á bragðið þegar það kemur sól, rýkur af stað og vill blómin sín og ekkert kjaftæði. En þau eru bara ekkert tilbúin vegna þess að á síðasta ári til dæmis var rigning og þar áður var skítakuldi. Þannig þetta er óvenjusnemmt,“ sagði hann að lokum.
Veður Blóm Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir „Það er nóg eftir af sumrinu“ 27 daga frostlausum kafla lokið Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Viðrar vel til gleðigöngu Rigning norðantil en yfirleitt bjart sunnan heiða Hiti að sautján stigum og hlýjast suðvestantil Úrkomusvæði fer yfir sunnan- og vestanvert landið Dálítil væta en fremur hlýtt Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Rok og rigning sama hvert er litið Allt að nítján stiga hiti á Suðurlandi Lægðardrag yfir vestanverðu landinu en hiti gæti náð 18 stigum Hiti gæti náð tuttugu stigum fyrir austan Spá þoku fyrir norðan og austan Líkur á eldingum norðantil og gasmengun vestantil Reykvíkingar fengu loksins tuttugu gráður Landshitametið ekki fallið en hitamet fallin á ákveðnum stöðvum „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veðurblíða víða um land Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Hlýnar um helgina Skýjað með skúrum í höfuðborginni Rigning í Reykjavík en hlýtt og gott fyrir austan „Við sáum að veðrið var best fyrir austan þannig við drifum okkur austur“ Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Fínasta veður um land allt Hægviðri, hafgola og hiti að átján stigum Sjá meira