Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Samúel Karl Ólason skrifar 5. maí 2025 11:47 Stór hluti Gasastrandarinnar er óbyggilegur og mun ástandið líklega ekki skána með auknum hernaði Ísraela þar á næstu mánuðum. AP/Ariel Schalit Ísraelar munu ekki hörfa aftur frá Gasaströndinni, jafnvel þó gerður verður annar samningur um fangaskipti við Hamas-samtökin. Þetta segir Bezalel Smotrich, fjármálaráðherra Ísrael, en hann segir að Ísraelar eigi að hætta að óttast orðið „hernám“. Í samtali við fréttamann Channel 12 í morgun sagði Smotrich að Ísraelar ætluðu að hernema Gasaströndina og að þeir myndu aldrei fara aftur. Þeir ætluðu að vinna fullnaðarsigur. Yfirvöld í Ísrael hafa samþykkt áætlun um að hernema Gasaströndina alfarið á næstu mánuðum og halda svæðinu um óákveðinn tíma. Verið er að kalla tugi þúsunda varaliðsmanna til herþjónustu sem eiga að taka þátt í hernáminu. Smotrich sagði einnig að Ísraelar ætluðu að taka alfarið yfir stjórn mannúðaraðstoðar á Gasa og aðskilja Hamas frá íbúum svæðisins. Ísraelar vilja taka yfir dreifingu neyðarbyrgða til íbúa og í kjölfarið opna á flæði þeirra aftur inn á svæðið. Yfirvöld í Ísrael segja að neyðarstoðin og það að dreifa henni hjálpi Hamas. AP fréttaveitan segir vísbendingar um að Ísraelar vilji nota öryggisfyrirtæki til að dreifa birgðum um svæðið en forsvarsmenn Sameinuðu þjóðanna segjast ekki ætla að taka þátt í því. Sameinuðu þjóðirnar saka Ísraela um að ætla að nota mannúðaraðstoð sem vopn í hernaði. Um tveir mánuðir eru síðan Ísraelar stöðvuðu flutning neyðaraðstoðar inn á Gasaströndina. Þangað berst nú ekki matur, eldsneyti eða lyf, svo eitthvað sé nefnt. Læknar og mannúðarsamtök vara við því að ástandið á svæðinu sé orðið gífurlega alvarlegt. Sjá einnig: Ætla að hernema Gasaströndina Times of Israel hefur eftir Miki Zohar, menningarráðherra, að þó hernámið ógnaði þeim gíslum sem Hamas-liðar halda enn á Gasa væri enginn annar kostur í stöðunni. Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra, sagði á dögunum að frelsun gíslanna væri ekki helsta markmið ríkisstjórnarinnar. Sigur gegn Hamas væri markmiðið og leiddi það til mikillar reiði meðal fjölskyldna gíslanna. Talið er að Hamas haldi 59 manns í gíslingu en þar af eru 35 sagðir látnir. Vill enn flytja íbúa til Jórdaníu og Egyptalands Ísraelar hertóku Gasaströndina fyrst árið 1967 en hörfuðu þaðan árið 2005. Tveimur árum eftir það tóku Hamas-liðar völdin þar og hafa stjórnað svæðinu síðan. Samkvæmt nýjum ætlunum Ísraela yrði innrás gerð úr norðri og myndi hún þvinga hundruð þúsunda íbúa Gasastrandarinnar til suðurs, þar sem aðstæður eru og hafa lengi verið ömurlegar. Átökin á svæðinu og linnulausar loftárásir Ísraela hafa gert stóran hluta Gasastrandarinnar óbyggilegan og drepið þúsundir Palestínumanna. Heilbrigðisyfirvöld þar, sem stýrt er af Hamas, segja rúmlega 52 þúsund liggja í valnum. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur talað um að Bandaríkin eignist Gasaströndina og geri hana að „Rivíeru Mið-Austurlanda“. Netanjahú er sagður vilja framfylgja þeirri áætlun og flytja íbúa til Jórdaníu og Egyptalands. Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Hernaður Donald Trump Tengdar fréttir Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Aðgerðasinnar um borð í skipi sem er á leið til Gaza strandarinnar með hjálpargögn segja að drónaárás hafi verið gerð á skipið þar sem það var statt á alþjóðlegu hafsvæði undan ströndum Möltu í nótt. 2. maí 2025 07:51 Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Ísraelsher viðurkennir að hafa drepið starfsmann Sameinuðu þjóðanna í skriðdrekaárás á Gasa í mars. Herinn hafði áður neitað sök. 24. apríl 2025 22:41 Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Sífellt fleiri íbúar á Gasa lýsa yfir andstöðu sinni gegn yfirráðum Hamas samtakanna sem hafa ráðið ríkjum á svæðinu í tæp tuttugu ár. Fjölmenn mótmæli gegn Hamas voru haldin víða um Gasa í mars. 24. apríl 2025 12:05 Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Yfirmaður ísraelsku innanríkisleyniþjónustunnar segir að Benjamín Netanjahú forsætisráðherra hafi rekið sig fyrir að neita að njósna um mótmælendur og trufla réttarhöld í spillingarmáli hans. Netanjahú segir fullyrðingarnar „lygar“. 22. apríl 2025 09:17 Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Fleiri fréttir Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Sjá meira
Í samtali við fréttamann Channel 12 í morgun sagði Smotrich að Ísraelar ætluðu að hernema Gasaströndina og að þeir myndu aldrei fara aftur. Þeir ætluðu að vinna fullnaðarsigur. Yfirvöld í Ísrael hafa samþykkt áætlun um að hernema Gasaströndina alfarið á næstu mánuðum og halda svæðinu um óákveðinn tíma. Verið er að kalla tugi þúsunda varaliðsmanna til herþjónustu sem eiga að taka þátt í hernáminu. Smotrich sagði einnig að Ísraelar ætluðu að taka alfarið yfir stjórn mannúðaraðstoðar á Gasa og aðskilja Hamas frá íbúum svæðisins. Ísraelar vilja taka yfir dreifingu neyðarbyrgða til íbúa og í kjölfarið opna á flæði þeirra aftur inn á svæðið. Yfirvöld í Ísrael segja að neyðarstoðin og það að dreifa henni hjálpi Hamas. AP fréttaveitan segir vísbendingar um að Ísraelar vilji nota öryggisfyrirtæki til að dreifa birgðum um svæðið en forsvarsmenn Sameinuðu þjóðanna segjast ekki ætla að taka þátt í því. Sameinuðu þjóðirnar saka Ísraela um að ætla að nota mannúðaraðstoð sem vopn í hernaði. Um tveir mánuðir eru síðan Ísraelar stöðvuðu flutning neyðaraðstoðar inn á Gasaströndina. Þangað berst nú ekki matur, eldsneyti eða lyf, svo eitthvað sé nefnt. Læknar og mannúðarsamtök vara við því að ástandið á svæðinu sé orðið gífurlega alvarlegt. Sjá einnig: Ætla að hernema Gasaströndina Times of Israel hefur eftir Miki Zohar, menningarráðherra, að þó hernámið ógnaði þeim gíslum sem Hamas-liðar halda enn á Gasa væri enginn annar kostur í stöðunni. Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra, sagði á dögunum að frelsun gíslanna væri ekki helsta markmið ríkisstjórnarinnar. Sigur gegn Hamas væri markmiðið og leiddi það til mikillar reiði meðal fjölskyldna gíslanna. Talið er að Hamas haldi 59 manns í gíslingu en þar af eru 35 sagðir látnir. Vill enn flytja íbúa til Jórdaníu og Egyptalands Ísraelar hertóku Gasaströndina fyrst árið 1967 en hörfuðu þaðan árið 2005. Tveimur árum eftir það tóku Hamas-liðar völdin þar og hafa stjórnað svæðinu síðan. Samkvæmt nýjum ætlunum Ísraela yrði innrás gerð úr norðri og myndi hún þvinga hundruð þúsunda íbúa Gasastrandarinnar til suðurs, þar sem aðstæður eru og hafa lengi verið ömurlegar. Átökin á svæðinu og linnulausar loftárásir Ísraela hafa gert stóran hluta Gasastrandarinnar óbyggilegan og drepið þúsundir Palestínumanna. Heilbrigðisyfirvöld þar, sem stýrt er af Hamas, segja rúmlega 52 þúsund liggja í valnum. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur talað um að Bandaríkin eignist Gasaströndina og geri hana að „Rivíeru Mið-Austurlanda“. Netanjahú er sagður vilja framfylgja þeirri áætlun og flytja íbúa til Jórdaníu og Egyptalands.
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Hernaður Donald Trump Tengdar fréttir Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Aðgerðasinnar um borð í skipi sem er á leið til Gaza strandarinnar með hjálpargögn segja að drónaárás hafi verið gerð á skipið þar sem það var statt á alþjóðlegu hafsvæði undan ströndum Möltu í nótt. 2. maí 2025 07:51 Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Ísraelsher viðurkennir að hafa drepið starfsmann Sameinuðu þjóðanna í skriðdrekaárás á Gasa í mars. Herinn hafði áður neitað sök. 24. apríl 2025 22:41 Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Sífellt fleiri íbúar á Gasa lýsa yfir andstöðu sinni gegn yfirráðum Hamas samtakanna sem hafa ráðið ríkjum á svæðinu í tæp tuttugu ár. Fjölmenn mótmæli gegn Hamas voru haldin víða um Gasa í mars. 24. apríl 2025 12:05 Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Yfirmaður ísraelsku innanríkisleyniþjónustunnar segir að Benjamín Netanjahú forsætisráðherra hafi rekið sig fyrir að neita að njósna um mótmælendur og trufla réttarhöld í spillingarmáli hans. Netanjahú segir fullyrðingarnar „lygar“. 22. apríl 2025 09:17 Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Fleiri fréttir Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Sjá meira
Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Aðgerðasinnar um borð í skipi sem er á leið til Gaza strandarinnar með hjálpargögn segja að drónaárás hafi verið gerð á skipið þar sem það var statt á alþjóðlegu hafsvæði undan ströndum Möltu í nótt. 2. maí 2025 07:51
Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Ísraelsher viðurkennir að hafa drepið starfsmann Sameinuðu þjóðanna í skriðdrekaárás á Gasa í mars. Herinn hafði áður neitað sök. 24. apríl 2025 22:41
Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Sífellt fleiri íbúar á Gasa lýsa yfir andstöðu sinni gegn yfirráðum Hamas samtakanna sem hafa ráðið ríkjum á svæðinu í tæp tuttugu ár. Fjölmenn mótmæli gegn Hamas voru haldin víða um Gasa í mars. 24. apríl 2025 12:05
Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Yfirmaður ísraelsku innanríkisleyniþjónustunnar segir að Benjamín Netanjahú forsætisráðherra hafi rekið sig fyrir að neita að njósna um mótmælendur og trufla réttarhöld í spillingarmáli hans. Netanjahú segir fullyrðingarnar „lygar“. 22. apríl 2025 09:17