Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Jón Ísak Ragnarsson skrifar 24. apríl 2025 12:05 Fjölmenn mótmæli brutust út á Gasa 26. mars síðastliðinn. Getty Sífellt fleiri íbúar á Gasa lýsa yfir andstöðu sinni gegn yfirráðum Hamas samtakanna sem hafa ráðið ríkjum á svæðinu í tæp tuttugu ár. Fjölmenn mótmæli gegn Hamas voru haldin víða um Gasa í mars. BBC greinir frá þessari vaxandi andstöðu en á vef þeirra má finna viðtal við Al-Natour, lögfræðing frá Gasa sem hefur lengi talað opinberlega gegn Hamas og meðal annars setið í fangelsi þess vegna sem pólitískur fangi. „Við völdum ekki Hamas“ Al-Natour segir að margir íbúar kenni Hamas um að hafa steypt Gasa í verstu krísu sem Palestínumenn hafa séð í sjötíu ár. „Heimurinn heldur að Gasa sé Hamas og Hamas sé Gasa. Við völdum ekki Hamas en Hamas er staðráðið í því að ráða öllu hér og tvinna saman örlög þeirra og örlög allrar Gasa. Hamas verður að víkja,“ segir hann við BBC. Al-Natour hefur eins og flestir íbúar Gasa svæðisins sem mótmæla stjórn Hamas verið sóttur til saka vegna skoðana sinna. Þrátt fyrir það lætur hann engan bilbug á sér finna og skrifaði hann meðal annars harðorða grein í garð Hamas í Wall Street Journal seint í mars. „Að styðja Hamas er að styðja dauða Palestínumanna, ekki frelsi Palestínu,“ skrifaði hann. Í viðtali við BBC sagði hann nauðsynlegt að taka áhættu og þora að segja hug sinn, spurður hvort það væri ekki hættulegt fyrir hann að lýsa þessum skoðunum á opinberum vettvangi. „Ég er þrítugur. Þegar Hamas tóku völdin var ég ellefu ára. Hvernig hef ég varið lífinu? Því hefur verið sóað milli stríðsátaka og átökin hafa stigmagnast til einskis,“ segir Al-Natour. Neituðu að leyfa Hamas að skjóta úr íbúðarhúsi Beit Lahiya er á norðanverðri Gasa ströndinni og það er helst þar sem borið hefur á þessum mótmælum gegn Hamas. Í frétt BBC er sagt frá því þegar vígamenn Hamas ætluðu að brjótast inn á heimili aldraðs manns, og skjóta þaðan eldflaugum. Maðurinn neitaði og nágrannar hans komu honum til aðstoðar þegar ástandið stigmagnaðist. Frá mótmælum á götum Beit Lahiya 26. mars síðastliðinn.Getty Vígamenn hafi skotið að fólki og sumir hafi særst, en að lokum hafi þeir hörfað frá svæðinu. Víða um Gasa hafa mótmælendur gegn Hamas krafist þess að vígamenn haldi sig frá spítölum og skólum, til að forðast aðstæður þar sem óbreyttir borgarar gætu orðið fyrir ísraelskum loftárásum. Einn slíkur mótmælandi var skotinn til bana af vígamanni Hamas í mánuðinum. Sagt er frá því að sumir íbúar Gasa beini jafnmikilli reiði í garð Ísrael og Hamas samtakanna. „Þetta er eins og að velja milli Kóleru og plágunnar miklu,“ sagði Amin Abed. Amin Abed mótmælti Hamas á opinberlegum vettvangi síðastliðið sumar og var í kjölfarið barinn sundur og saman af vígamönnum. Hann hlaut nýrnaskaða og margvísleg beinbrot. Amin býr nú í Dubai. Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Fleiri fréttir Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Sjá meira
BBC greinir frá þessari vaxandi andstöðu en á vef þeirra má finna viðtal við Al-Natour, lögfræðing frá Gasa sem hefur lengi talað opinberlega gegn Hamas og meðal annars setið í fangelsi þess vegna sem pólitískur fangi. „Við völdum ekki Hamas“ Al-Natour segir að margir íbúar kenni Hamas um að hafa steypt Gasa í verstu krísu sem Palestínumenn hafa séð í sjötíu ár. „Heimurinn heldur að Gasa sé Hamas og Hamas sé Gasa. Við völdum ekki Hamas en Hamas er staðráðið í því að ráða öllu hér og tvinna saman örlög þeirra og örlög allrar Gasa. Hamas verður að víkja,“ segir hann við BBC. Al-Natour hefur eins og flestir íbúar Gasa svæðisins sem mótmæla stjórn Hamas verið sóttur til saka vegna skoðana sinna. Þrátt fyrir það lætur hann engan bilbug á sér finna og skrifaði hann meðal annars harðorða grein í garð Hamas í Wall Street Journal seint í mars. „Að styðja Hamas er að styðja dauða Palestínumanna, ekki frelsi Palestínu,“ skrifaði hann. Í viðtali við BBC sagði hann nauðsynlegt að taka áhættu og þora að segja hug sinn, spurður hvort það væri ekki hættulegt fyrir hann að lýsa þessum skoðunum á opinberum vettvangi. „Ég er þrítugur. Þegar Hamas tóku völdin var ég ellefu ára. Hvernig hef ég varið lífinu? Því hefur verið sóað milli stríðsátaka og átökin hafa stigmagnast til einskis,“ segir Al-Natour. Neituðu að leyfa Hamas að skjóta úr íbúðarhúsi Beit Lahiya er á norðanverðri Gasa ströndinni og það er helst þar sem borið hefur á þessum mótmælum gegn Hamas. Í frétt BBC er sagt frá því þegar vígamenn Hamas ætluðu að brjótast inn á heimili aldraðs manns, og skjóta þaðan eldflaugum. Maðurinn neitaði og nágrannar hans komu honum til aðstoðar þegar ástandið stigmagnaðist. Frá mótmælum á götum Beit Lahiya 26. mars síðastliðinn.Getty Vígamenn hafi skotið að fólki og sumir hafi særst, en að lokum hafi þeir hörfað frá svæðinu. Víða um Gasa hafa mótmælendur gegn Hamas krafist þess að vígamenn haldi sig frá spítölum og skólum, til að forðast aðstæður þar sem óbreyttir borgarar gætu orðið fyrir ísraelskum loftárásum. Einn slíkur mótmælandi var skotinn til bana af vígamanni Hamas í mánuðinum. Sagt er frá því að sumir íbúar Gasa beini jafnmikilli reiði í garð Ísrael og Hamas samtakanna. „Þetta er eins og að velja milli Kóleru og plágunnar miklu,“ sagði Amin Abed. Amin Abed mótmælti Hamas á opinberlegum vettvangi síðastliðið sumar og var í kjölfarið barinn sundur og saman af vígamönnum. Hann hlaut nýrnaskaða og margvísleg beinbrot. Amin býr nú í Dubai.
Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Fleiri fréttir Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Sjá meira
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent