Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Samúel Karl Ólason skrifar 5. febrúar 2025 10:25 Donald Trump og Benjamín Netanjahú í Washington DC í gær. AP/Alex Brandon Ummæli Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, um að íbúa Gasastrandarinnar verði fluttir eitthvert annað og að Bandaríkin „eignist“ svæðið hafa fallið í grýttan jarðveg, bæði hjá bandamönnum Bandaríkjanna og Trumps sem og öðrum. Trump var á blaðamannafundi með Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, í Hvíta húsinu í gær þegar hann lét ummæli falla. Sagði hann að Bandaríkin myndu taka yfir Gasaströndina og gera hana að „Rivíeru Mið-Austurlanda“. Sjá einnig: Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Þetta var ekki í fyrsta sinn sem Trump hefur nefnt að flytja alla íbúa Gasa, um 2,3 milljónir þeirra, annað. Hann hefur áður sagt að hann vilji að Egyptaland og Jórdanía taki við þeim en þeirri tillögu hefur þegar verið hafnað af ráðamönnum þar og í öðrum ríkjum Mið-Austurlanda. Hernaður Ísraela gegn Hamas-samtökunum á Gasaströndinni hefur leitt til um 47 þúsund dauðsfalla, samkvæmt heilbrigðisráðuneyti Gasa, sem stýrt er af Hamas, og gífurlega umfangsmikilla skemmda þar. Sádar fljótir með yfirlýsingu Fljótt eftir þessi nýjustu ummæli Trumps sendu yfirvöld í Sádi-Arabíu, sem Trump hefur átt í góðum samskiptum við, út yfirlýsingu um að hugmynd Trumps kæmi ekki til greina. Ekki væri hægt að reka Palestínumenn á brott eða brjóta á lögmætum réttindum þeirra. Í yfirlýsingunni segir að Sádi-Arabía muni ekki mynda formleg tengsl við Ísrael án stofnunar palestínsks ríkis, samkvæmt frétt Reuters. Bretar, Frakkar og margir aðrir hafa einnig gagnrýnt ummæli Trumps. Í frétt AP fréttaveitunnar er einnig vísað til ummæla frá Anthony Albanese, forsætisráðherra Ástralíu, um að þar á bæ hafi yfirvöld um árabil stutt tveggja ríkja lausn á deilunni fyrir botni Miðjarðarhafs og það hafi ekki breyst. Riyad Mansour, sem leiðir sendinefnd Palestínumanna hjá Sameinuðu þjóðunum, sendi út yfirlýsingu í gærkvöldi um að ef senda ætti íbúa Gasastrandarinnar á einhverja „góða staði“ væri réttast að leyfa þeim að snúa aftur til fyrrverandi heimila sinna sem eru nú innan Ísrael. Það væru góðir staðir og þar yrðu þau ánægð og notaði Mansour þar svipuð orð og Trump í gær. “For those who want to send the Palestinian people to a ‘nice place’, allow them to go back to their original homes in what is now Israel…the Palestinian people want to rebuild Gaza because this is where we belong.” pic.twitter.com/T8i7ZwDhLQ— State of Palestine (@Palestine_UN) February 4, 2025 Bandarískir þingmenn hafa einnig gagnrýnt Trump harðlega vegna ummælanna en flestir þeirra eru Demókratar. Hafa þeir látið orð eins og þjóðernishreinsun falla og hefur einni þingmaður lýst ummælum Trump sem slæmum og sjúkum brandara. „Innrás Bandaríkjanna á Gasa myndi leiða til slátrunar þúsunda bandarískra hermanna og áratuga stríðsreksturs í Mið-Austurlöndum,“ sagði Chris Murphy, þingmaður Demókrataflokksins, samkvæmt Washington Post. Þar segir að nokkrir þingmenn Repúblikanaflokksins og aðrir í flokknum hafi lýst yfir stuðningi við hugmyndir Trumps. Þingmaðurinn Josh Brecheen sagði „frið með auknum styrk“ vera að snúa aftur til Bandaríkjanna. Þá sagði Claudia Tenney að Trump ætti skilið friðarverðlaun Nóbels fyrir afrek sín í Mið-Austurlöndum. Marco Rubio, fyrrverandi öldungadeildarþingmaður og núverandi utanríkisráðherra, sagði að Bandaríkin myndu „gera Gasaströndina fallega aftur“. Bandaríkin Donald Trump Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Segir engan vilja búa á Gasa Forsætisráðherra Ísrael heimsækir forseta Bandaríkjanna í dag. Þeir koma til með að ræða vopnahlé milli Ísrael og Gasa á meðan heimsókninni stendur. 4. febrúar 2025 23:50 UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Útlit er fyrir að Palestínuflóttamannaaðstoð Sameinuðu þjóðanna (UNRWA) hætti starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag, eftir að stjórnvöld í Ísrael ákváðu að banna stofnunina innan Ísrael. 30. janúar 2025 06:42 Íbúar Norður-Gasa farnir að snúa aftur heim Íbúar í norðurhluta Gasa eru farnir að snúa aftur inn á svæðið eftir að samningar náðust milli Ísraelsmanna og Hamas um lausn Arbel Yehoud, eins gíslanna sem enn eru í haldi samtakanna. 27. janúar 2025 06:52 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Skildi vegabréfið eftir Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Fleiri fréttir „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Sjá meira
Trump var á blaðamannafundi með Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, í Hvíta húsinu í gær þegar hann lét ummæli falla. Sagði hann að Bandaríkin myndu taka yfir Gasaströndina og gera hana að „Rivíeru Mið-Austurlanda“. Sjá einnig: Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Þetta var ekki í fyrsta sinn sem Trump hefur nefnt að flytja alla íbúa Gasa, um 2,3 milljónir þeirra, annað. Hann hefur áður sagt að hann vilji að Egyptaland og Jórdanía taki við þeim en þeirri tillögu hefur þegar verið hafnað af ráðamönnum þar og í öðrum ríkjum Mið-Austurlanda. Hernaður Ísraela gegn Hamas-samtökunum á Gasaströndinni hefur leitt til um 47 þúsund dauðsfalla, samkvæmt heilbrigðisráðuneyti Gasa, sem stýrt er af Hamas, og gífurlega umfangsmikilla skemmda þar. Sádar fljótir með yfirlýsingu Fljótt eftir þessi nýjustu ummæli Trumps sendu yfirvöld í Sádi-Arabíu, sem Trump hefur átt í góðum samskiptum við, út yfirlýsingu um að hugmynd Trumps kæmi ekki til greina. Ekki væri hægt að reka Palestínumenn á brott eða brjóta á lögmætum réttindum þeirra. Í yfirlýsingunni segir að Sádi-Arabía muni ekki mynda formleg tengsl við Ísrael án stofnunar palestínsks ríkis, samkvæmt frétt Reuters. Bretar, Frakkar og margir aðrir hafa einnig gagnrýnt ummæli Trumps. Í frétt AP fréttaveitunnar er einnig vísað til ummæla frá Anthony Albanese, forsætisráðherra Ástralíu, um að þar á bæ hafi yfirvöld um árabil stutt tveggja ríkja lausn á deilunni fyrir botni Miðjarðarhafs og það hafi ekki breyst. Riyad Mansour, sem leiðir sendinefnd Palestínumanna hjá Sameinuðu þjóðunum, sendi út yfirlýsingu í gærkvöldi um að ef senda ætti íbúa Gasastrandarinnar á einhverja „góða staði“ væri réttast að leyfa þeim að snúa aftur til fyrrverandi heimila sinna sem eru nú innan Ísrael. Það væru góðir staðir og þar yrðu þau ánægð og notaði Mansour þar svipuð orð og Trump í gær. “For those who want to send the Palestinian people to a ‘nice place’, allow them to go back to their original homes in what is now Israel…the Palestinian people want to rebuild Gaza because this is where we belong.” pic.twitter.com/T8i7ZwDhLQ— State of Palestine (@Palestine_UN) February 4, 2025 Bandarískir þingmenn hafa einnig gagnrýnt Trump harðlega vegna ummælanna en flestir þeirra eru Demókratar. Hafa þeir látið orð eins og þjóðernishreinsun falla og hefur einni þingmaður lýst ummælum Trump sem slæmum og sjúkum brandara. „Innrás Bandaríkjanna á Gasa myndi leiða til slátrunar þúsunda bandarískra hermanna og áratuga stríðsreksturs í Mið-Austurlöndum,“ sagði Chris Murphy, þingmaður Demókrataflokksins, samkvæmt Washington Post. Þar segir að nokkrir þingmenn Repúblikanaflokksins og aðrir í flokknum hafi lýst yfir stuðningi við hugmyndir Trumps. Þingmaðurinn Josh Brecheen sagði „frið með auknum styrk“ vera að snúa aftur til Bandaríkjanna. Þá sagði Claudia Tenney að Trump ætti skilið friðarverðlaun Nóbels fyrir afrek sín í Mið-Austurlöndum. Marco Rubio, fyrrverandi öldungadeildarþingmaður og núverandi utanríkisráðherra, sagði að Bandaríkin myndu „gera Gasaströndina fallega aftur“.
Bandaríkin Donald Trump Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Segir engan vilja búa á Gasa Forsætisráðherra Ísrael heimsækir forseta Bandaríkjanna í dag. Þeir koma til með að ræða vopnahlé milli Ísrael og Gasa á meðan heimsókninni stendur. 4. febrúar 2025 23:50 UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Útlit er fyrir að Palestínuflóttamannaaðstoð Sameinuðu þjóðanna (UNRWA) hætti starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag, eftir að stjórnvöld í Ísrael ákváðu að banna stofnunina innan Ísrael. 30. janúar 2025 06:42 Íbúar Norður-Gasa farnir að snúa aftur heim Íbúar í norðurhluta Gasa eru farnir að snúa aftur inn á svæðið eftir að samningar náðust milli Ísraelsmanna og Hamas um lausn Arbel Yehoud, eins gíslanna sem enn eru í haldi samtakanna. 27. janúar 2025 06:52 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Skildi vegabréfið eftir Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Fleiri fréttir „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Sjá meira
Segir engan vilja búa á Gasa Forsætisráðherra Ísrael heimsækir forseta Bandaríkjanna í dag. Þeir koma til með að ræða vopnahlé milli Ísrael og Gasa á meðan heimsókninni stendur. 4. febrúar 2025 23:50
UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Útlit er fyrir að Palestínuflóttamannaaðstoð Sameinuðu þjóðanna (UNRWA) hætti starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag, eftir að stjórnvöld í Ísrael ákváðu að banna stofnunina innan Ísrael. 30. janúar 2025 06:42
Íbúar Norður-Gasa farnir að snúa aftur heim Íbúar í norðurhluta Gasa eru farnir að snúa aftur inn á svæðið eftir að samningar náðust milli Ísraelsmanna og Hamas um lausn Arbel Yehoud, eins gíslanna sem enn eru í haldi samtakanna. 27. janúar 2025 06:52
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent