Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. apríl 2025 16:12 Alfons Sampsted fagnar. Birmingham City Hægri bakvörðurinn Alfons Sampsted skoraði sitt fyrsta mark í treyju Birmingham City þegar liðið vann Burton Albion 2-0 á útivelli í ensku C-deildinni á Englandi. Alfons kom sínum mönnum yfir þegar ein mínúta var til loka venjulegs leiktíma í fyrri hálfleik. Staðan var hins vegar 0-2 í hálfleik þar sem Jay Stansfield tvöfaldaði forystuna í uppbótartíma. Back underway, looking for more of the same. 👊🟡 0-2 ⚪️ [45] | #BCFC pic.twitter.com/wRQ8i3tJFZ— (C) Birmingham City FC (@BCFC) April 21, 2025 Ekkert var skorað í síðari hálfleik og lauk leiknum með 2-0 sigri gestanna. Alfons og Willum Þór Willumsson léku allan leikinn í liði Birmingham á meðan Jón Daði Böðvarsson kom inn af bekknum hjá Burton þegar stundarfjórðungur lifði leiks. Alfons and Stanno serving up an Easter treat. 👨🍳 pic.twitter.com/5OyEgxcFA8— (C) Birmingham City FC (@BCFC) April 21, 2025 Birmingham hefur þegar tryggt sér sigur í C-deildinni og er nú með 99 stig þegar liðið á enn fjóra leiki eftir á meðan flest lið eiga aðeins tvo eftir. Það er því nægur tími til að brjóta 100 stiga múrinn. Jón Daði og félagar hanga rétt fyrir ofan fallsæti þökk sé því að Bristol Rovers er með verri markatölu þar sem bæði lið eru með 43 stig. Benóný Breki Andrésson spilaði síðasta hálftímann í 2-1 sigri Stockport County á Huddersfield Town. Hann fiskaði vítið sem sigurmarkið kom úr. Með sigrinum hefur Stockport tryggt sæti sitt í umspili um sæti í B-deildinni að hefðbundinni deildarkeppni lokinni. Sem stendur situr liðið í 5. sæti með 81 stig. Liðin í 3. til 6. sæti fara í umspil. This team just never, ever gives in 😍 #StockportCounty pic.twitter.com/SBXuxtCzFa— Stockport County (@StockportCounty) April 21, 2025 Guðlaugur Victor Pálsson spilaði allan leikinn þegar Plymouth Argyle vann 3-1 sigur á Coventry City. Sigurinn þýðir að Plymouth lifi í voninni um að halda sæti sínu í B-deild. Þegar tvær umferðir eru eftir er liðið á botni deildarinnar með 43 stig, aðeins þremur stigum frá öruggu sæti. Stefán Teitur Þórðarson nældi sér í gult spjald þegar Preston North End tapaði 2-1 fyrir Hull City. Skagamaðurinn og félagar í Preston eru í 18. sæti með 49 stig. Jason Daði Svanþórsson nældi sér í gult spjald þegar Grimsby Town henti frá sér tveggja marka forystu gegn Port Vale í ensku D-deildinni. Jason Daði var tekinn af velli á 82. mínútu þegar staðan var enn 2-1 fyrir Grimsby. Grimsby situr sem stendur í 7. sæti með 67 stig en Jason Daði og félagar hafa ekki unnið í síðustu þremur deildarleikjum sínum. Liðin í 4. til 7. sæti D-deildar fara í umspil um sæti í C-deildinni á næstu leiktíð. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Fótbolti Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Fótbolti Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Körfubolti Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Enski boltinn Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Fótbolti Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Skotspónn eftir skelfilegt víti: „Verða að byggja stærri leikvang“ Fótbolti Ætla ekki í stríð: Daníel þarf ekki að óttast breytingar lengur Sport Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Fótbolti Fleiri fréttir „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Sheffield Wednesday fær aftur refsingu og er nú með mínus tíu stig Undirbýr Liverpool líf án Salah? Arsenal minnti á Víking: „Ég elska svona mörk“ Fantasýn: Flaug upp töfluna og fékk „jólabónus“ Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enn einn sigur Villa og Mávarnir á flugi Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan Fyrsta deildarmark Isaks kom í langþráðum sigri „Mikilvægi Zirkzee fólst ekki bara í markinu“ Endurkomusigur United á Selhurst Park Sjáðu skallamark Andra Lucasar gegn Wrexham Segir að Dorgu sé að farast úr stressi í hvert sinn sem hann fær boltann Sjá meira
Alfons kom sínum mönnum yfir þegar ein mínúta var til loka venjulegs leiktíma í fyrri hálfleik. Staðan var hins vegar 0-2 í hálfleik þar sem Jay Stansfield tvöfaldaði forystuna í uppbótartíma. Back underway, looking for more of the same. 👊🟡 0-2 ⚪️ [45] | #BCFC pic.twitter.com/wRQ8i3tJFZ— (C) Birmingham City FC (@BCFC) April 21, 2025 Ekkert var skorað í síðari hálfleik og lauk leiknum með 2-0 sigri gestanna. Alfons og Willum Þór Willumsson léku allan leikinn í liði Birmingham á meðan Jón Daði Böðvarsson kom inn af bekknum hjá Burton þegar stundarfjórðungur lifði leiks. Alfons and Stanno serving up an Easter treat. 👨🍳 pic.twitter.com/5OyEgxcFA8— (C) Birmingham City FC (@BCFC) April 21, 2025 Birmingham hefur þegar tryggt sér sigur í C-deildinni og er nú með 99 stig þegar liðið á enn fjóra leiki eftir á meðan flest lið eiga aðeins tvo eftir. Það er því nægur tími til að brjóta 100 stiga múrinn. Jón Daði og félagar hanga rétt fyrir ofan fallsæti þökk sé því að Bristol Rovers er með verri markatölu þar sem bæði lið eru með 43 stig. Benóný Breki Andrésson spilaði síðasta hálftímann í 2-1 sigri Stockport County á Huddersfield Town. Hann fiskaði vítið sem sigurmarkið kom úr. Með sigrinum hefur Stockport tryggt sæti sitt í umspili um sæti í B-deildinni að hefðbundinni deildarkeppni lokinni. Sem stendur situr liðið í 5. sæti með 81 stig. Liðin í 3. til 6. sæti fara í umspil. This team just never, ever gives in 😍 #StockportCounty pic.twitter.com/SBXuxtCzFa— Stockport County (@StockportCounty) April 21, 2025 Guðlaugur Victor Pálsson spilaði allan leikinn þegar Plymouth Argyle vann 3-1 sigur á Coventry City. Sigurinn þýðir að Plymouth lifi í voninni um að halda sæti sínu í B-deild. Þegar tvær umferðir eru eftir er liðið á botni deildarinnar með 43 stig, aðeins þremur stigum frá öruggu sæti. Stefán Teitur Þórðarson nældi sér í gult spjald þegar Preston North End tapaði 2-1 fyrir Hull City. Skagamaðurinn og félagar í Preston eru í 18. sæti með 49 stig. Jason Daði Svanþórsson nældi sér í gult spjald þegar Grimsby Town henti frá sér tveggja marka forystu gegn Port Vale í ensku D-deildinni. Jason Daði var tekinn af velli á 82. mínútu þegar staðan var enn 2-1 fyrir Grimsby. Grimsby situr sem stendur í 7. sæti með 67 stig en Jason Daði og félagar hafa ekki unnið í síðustu þremur deildarleikjum sínum. Liðin í 4. til 7. sæti D-deildar fara í umspil um sæti í C-deildinni á næstu leiktíð.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Fótbolti Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Fótbolti Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Körfubolti Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Enski boltinn Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Fótbolti Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Skotspónn eftir skelfilegt víti: „Verða að byggja stærri leikvang“ Fótbolti Ætla ekki í stríð: Daníel þarf ekki að óttast breytingar lengur Sport Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Fótbolti Fleiri fréttir „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Sheffield Wednesday fær aftur refsingu og er nú með mínus tíu stig Undirbýr Liverpool líf án Salah? Arsenal minnti á Víking: „Ég elska svona mörk“ Fantasýn: Flaug upp töfluna og fékk „jólabónus“ Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enn einn sigur Villa og Mávarnir á flugi Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan Fyrsta deildarmark Isaks kom í langþráðum sigri „Mikilvægi Zirkzee fólst ekki bara í markinu“ Endurkomusigur United á Selhurst Park Sjáðu skallamark Andra Lucasar gegn Wrexham Segir að Dorgu sé að farast úr stressi í hvert sinn sem hann fær boltann Sjá meira