Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Lovísa Arnardóttir skrifar 8. apríl 2025 06:34 Markaðir í Kína tóku dýfu eins og annars staðar í kjölfar tilkynningar Trump um tollahækkanir. Vísir/EPA Yfirvöld í Kína ætla sér að „berjast til endaloka“ ætli Bandaríkin að halda áfram að stigmagna tollastríðið. Í yfirlýsingu frá viðskiptaráðuneyti Kína eru Bandaríkin sökuð um kúgun. Þar segir einnig að hótanir Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, um að hækka enn frekar tolla gegn Kína séu mistök. Hærri tollar taka gildi á morgun víða um heim. Kína tilkynnti í vikunni að þau ætluðu að setja 34 prósent tolla á vörur frá Bandaríkjunum eins og Bandaríkin ætla að gera við vörur frá þeim. Trump svaraði því svo í gær með því að tilkynna að tollar á Kína myndu þá hækka um 50 prósent myndi Kína ekki láta af sínum tollum. Hann gaf þeim frest út daginn í dag en hærri tollar taka gildi á morgun verði Kína ekki af tollahækkunum sínum. Þá sagði Trump sömuleiðis að öllum samningaviðræðum við Kína verði lokið hætti Kína ekki við. Í frétt Guardian um málið segir að staðan á asískum mörkuðum virtist hafa batnað örlítið í morgunsárið eftir erfiða síðustu daga í kjölfar tilkynningar Trump um tollahækkanir í síðustu viku. Traust hlutabréf í Kína hækkuðu um 0,7 prósent í gær, mánudag, sem er þó aðeins lítill hluti af þeim sjö prósentum sem þau féllu um sama dag. Hlutabréf í Hong Kong hækkuðu um tvö prósent eftir að kauphöllin þar átti sinn versta dag síðan 1997 samkvæmt frétt Guardian. Þar kemur einnig fram að hlutabréf í Bandaríkjunum hafi hækkað örlítið eftir að hafa hríðfallið síðustu daga. Þá kemur einnig fram að hlutabréf í Japan hafi hækkað um sex prósent og þannig aðeins jafnað sig en þau höfðu ekki verið lægri í 18 mánuði. Grunntollar Trump, 10 prósent, á flestar þjóðir tóku gildi um helgina en hækka svo á morgun og eru ólíkir eftir löndum. Kína er ekki eina landið sem hefur svarað þessum tollahækkunum. Evrópuráðið hefur lagt til að tollum Trump verði svarað með 25 prósenta tollum á ákveðnar vörur frá Bandaríkjunum, svo sem sojabaunir, hnetur, pylsur á sama tíma og þau hafa sagst tilbúin að ræða við Trump um að falla frá tollum geri hann það sama. Maros Sefcovic , viðskiptaráðherra Evrópusambandsins, sagði á ráðstefnu í vikunni að fyrr eða síðar myndu þau sitja við samningaborðið með Bandaríkjunum og finna einhverja leið til að málamiðla. Tollar hafa þegar verið hækkaði á ákveðnar vörur frá Evrópusambandinu, eins og bíla og málma. Á morgun, miðvikudag, hækka tollar svo á fleiri vörur. Trump hefur sömuleiðis hótað að hækka tolla á áfengi sem flutt er inn til Bandaríkjanna frá Evrópu. Markaðir í Taívan hríðféllu í gær. Lai Ching, forseti landsins, sagði í gær að þau væru tilbúin til samningaviðræðna og lagði til að tollar yrðu afnumdir og að Taívan myndi auka fjárfestingar í Bandaríkjunum. Leggja á 32 prósenta toll á innfluttar vörur frá Taívan. Bandaríkin Kína Skattar og tollar Evrópusambandið Taívan Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Fleiri fréttir Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Sjá meira
Kína tilkynnti í vikunni að þau ætluðu að setja 34 prósent tolla á vörur frá Bandaríkjunum eins og Bandaríkin ætla að gera við vörur frá þeim. Trump svaraði því svo í gær með því að tilkynna að tollar á Kína myndu þá hækka um 50 prósent myndi Kína ekki láta af sínum tollum. Hann gaf þeim frest út daginn í dag en hærri tollar taka gildi á morgun verði Kína ekki af tollahækkunum sínum. Þá sagði Trump sömuleiðis að öllum samningaviðræðum við Kína verði lokið hætti Kína ekki við. Í frétt Guardian um málið segir að staðan á asískum mörkuðum virtist hafa batnað örlítið í morgunsárið eftir erfiða síðustu daga í kjölfar tilkynningar Trump um tollahækkanir í síðustu viku. Traust hlutabréf í Kína hækkuðu um 0,7 prósent í gær, mánudag, sem er þó aðeins lítill hluti af þeim sjö prósentum sem þau féllu um sama dag. Hlutabréf í Hong Kong hækkuðu um tvö prósent eftir að kauphöllin þar átti sinn versta dag síðan 1997 samkvæmt frétt Guardian. Þar kemur einnig fram að hlutabréf í Bandaríkjunum hafi hækkað örlítið eftir að hafa hríðfallið síðustu daga. Þá kemur einnig fram að hlutabréf í Japan hafi hækkað um sex prósent og þannig aðeins jafnað sig en þau höfðu ekki verið lægri í 18 mánuði. Grunntollar Trump, 10 prósent, á flestar þjóðir tóku gildi um helgina en hækka svo á morgun og eru ólíkir eftir löndum. Kína er ekki eina landið sem hefur svarað þessum tollahækkunum. Evrópuráðið hefur lagt til að tollum Trump verði svarað með 25 prósenta tollum á ákveðnar vörur frá Bandaríkjunum, svo sem sojabaunir, hnetur, pylsur á sama tíma og þau hafa sagst tilbúin að ræða við Trump um að falla frá tollum geri hann það sama. Maros Sefcovic , viðskiptaráðherra Evrópusambandsins, sagði á ráðstefnu í vikunni að fyrr eða síðar myndu þau sitja við samningaborðið með Bandaríkjunum og finna einhverja leið til að málamiðla. Tollar hafa þegar verið hækkaði á ákveðnar vörur frá Evrópusambandinu, eins og bíla og málma. Á morgun, miðvikudag, hækka tollar svo á fleiri vörur. Trump hefur sömuleiðis hótað að hækka tolla á áfengi sem flutt er inn til Bandaríkjanna frá Evrópu. Markaðir í Taívan hríðféllu í gær. Lai Ching, forseti landsins, sagði í gær að þau væru tilbúin til samningaviðræðna og lagði til að tollar yrðu afnumdir og að Taívan myndi auka fjárfestingar í Bandaríkjunum. Leggja á 32 prósenta toll á innfluttar vörur frá Taívan.
Bandaríkin Kína Skattar og tollar Evrópusambandið Taívan Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Fleiri fréttir Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Sjá meira