Skattar, tollar og gjöld

Fréttamynd

Mögu­leiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi

Ársfjórðungslegur fundur um verndaraðgerðir Evrópusambandsins getur stuðlað að því að dregið verði úr aðgerðunum eða þær felldar úr gildi fyrr en áætlað er. Utanríkisráðherra segir það fara eftir þróun markaða, eitthvað sem enginn geti spáð fyrir um. Fulltrúar Evrópusambandsins leggja áherslu á að verndaraðgerðirnar gegn EES-ríkjunum séu einstakt tilfelli.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Tryggðu þér bíl fyrir ára­mótin!

„Tryggðu þér bíl fyrir hækkun vörugjalda,“ segir í auglýsingu frá Mitsubishi á Íslandi og „tryggðu þér nýjan bíl fyrir áramót,“ segir í auglýsingu frá Brimborg. Þetta eru aðeins tvö dæmi af fjölmörgum auglýsingum bílaumboða undanfarnar vikur á öllum helstu miðlum og það er engin tilviljun.

Skoðun
Fréttamynd

Vill svara ESB með tollahækkun

Þingmenn Framsóknar virðast boða nokkurs konar tollastríð við Evrópusambandið í þingsályktunartillögu sem þeir hyggjast leggja fram en hún er sögð fela í sér tollahækkun á innflutt matvæli. Fjármálaráðherra hafnar hugmyndinni og segir Íslendinga eiga allt undir í frjálsum viðskiptum.

Innlent
Fréttamynd

Kom ó­á­nægju sinni á fram­færi við von der Leyen

Forsætisráðherra segist hafa komið óánægju íslenskra stjórnvalda með verndaraðgerðir Evrópusambandsins vegna kísiljárns á framfæri við Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar ESB, í morgun. Von der Leyen hafi sagt Ísland áfram geta reitt sig á aðgengi að innri markaði ESB.

Innlent
Fréttamynd

Bílastæða­sjóður hætti eftir­liti á bíla­stæðum við Land­spítala og HR

Guðbjörg Lilja Erlendsdóttir, samgöngustjóri Reykjavíkurborgar, hefur lagt til við umhverfis- og skipulagsráð að Reykjavíkurborg segi upp samningum Bílastæðasjóðs um rekstur gjaldskyldu fyrir einkaaðila á gjaldsvæði 4 (P4). Tillagan var tekin fyrir á fundi umhverfis- og skipulagsráðs í dag og vísað til borgarráðs til afgreiðslu. 

Innlent
Fréttamynd

Ís­land vildi var­nagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum

Lagaprófessor og sérfræðingur í Evrópurétti við HR segir áfall að Evrópusambandið hafi stigið það skref að undanskilja Ísland og Noreg ekki verndarráðstöfunum vegna járnblendis með vísan í EES-samninginn en segir að fulltrúar Íslands hafi verið mjög áfram um að samningurinn hefði slíkan varnagla þegar verið var að búa hann til.

Innlent
Fréttamynd

Svona virka verndarað­gerðir ESB vegna kísilmálms

Talsmaður framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins segir að útfærsla verndaraðgerða vegna kísilmálms eigi að vera hagstæð Íslandi og Noregi. Þrír fjórðu hlutar útflutnings Íslands og Noregs verði áfram tollfrjálsir og mögulega meira ef verð á honum verður yfir ákveðnu viðmiði.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Enn hækka fasteignaskattar í Reykja­nes­bæ

Það er fátt nýtt undir sólinni. Sólin sest í vestri, árstíðirnar koma og fara og Samfylkingin lætur sjaldnast tækifæri fram hjá sér fara til að hækka skatta. Sú staðreynd blasir nú við í Reykjanesbæ, þar sem ótti okkar sjálfstæðismanna er að raungerast.

Skoðun
Fréttamynd

Ó­sam­mála um fyrir­hugaðar leigu­verðhækkanir

Inga Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra telur af og frá að fyrirhugaðar skattahækkanir á leigutekjur hafi í för með sér hækkun á leiguverði. Í frumvarpi þar sem mælt er fyrir um hækkanirnar segir þó berum orðum að líklegt sé að leiguverð hækki sökum þeirra.

Innlent
Fréttamynd

Sverrir Einar á­kærður en fer í hart á móti

Athafnamaðurinn Sverrir Einar Eiríksson hefur verið ákærður fyrir meiri háttar skattalagabrot með því að hafa, sem stjórnandi fjögurra félaga, ekki staðið skil á alls 59,7 milljónum króna í opinber gjöld. Þess er krafist að hann verði dæmdur til refsingar og í atvinnurekstrarbann. Hann hefur kært Ríkisskattstjóra og Lögregluna á höfuðborgarsvæðinu vegna aðgerða á starfstöðvum félaga hans í apríl í fyrra.

Innlent
Fréttamynd

Vonar að frestun fundarins marki stefnu­breytingu

Forstjóri Elkem á Íslandi segir mikla óvissu ríkja um verndarráðstafanir Evrópusambandsins á íslenskan og norskan kísilmálm og lítið sé hægt að geta sér til um ákvörðun sambandsins. Raungerist ráðstafanirnar hafi hún mestar áhyggjur af getu til að bregðast við áföllum á öðrum mörkuðum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Minni tekjur góðar fréttir

Tekjur ríkissjóðs af gjöldum á rafrettuvökva og nikótinpúða eru helmingi minni en gert var ráð fyrir í fjárlögum. Fjármálaráðherra segir góðar fréttir að tekjurnar séu minni en gert var ráð fyrir. 

Innlent
Fréttamynd

Fundinum mikil­væga frestað

Fundi þar sem greiða átti atkvæði um tillögu framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins um verndarráðstafanir vegna kísilmálms hefur verið frestað fram á mánudag. Samkvæmt tillögu framkvæmdastjórnarinnar verða íslenskir og norskir framleiðendur kísilmálms ekki undanþegnir verndarráðstöfununum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Kol­röng skila­boð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum

Diljá Mist Einarsdóttir, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í utanríkismálanefnd Alþingis, hefur óskað eftir því að utanríkisráðherra komi á fund nefndarinnar sem fyrst til að ræða tillögu framkvæmdastjórnar ESB um verndarráðstafanir vegna járnblendis en hvorki Íslandi né Noregi verður hlíft við ráðstöfunum samkvæmt tillögunni.

Innlent
Fréttamynd

Skýrt að verndar­ráð­stafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags

Of snemmt er að segja til um hversu þungt höggið verður fyrir verksmiðju Elkem á Grundartanga samþykki ríki ESB tillögu framkvæmdastjórnarinnar um verndarráðstafanir. Sérfræðingur í Evrópurétti segir skýrt í regluverki Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar að ef tollabandalög grípa til verndarráðstafana þá gildi þær um alla sem standa utan bandalagsins, ekki bara suma.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Búi sig undir að berja í borðið

Grafalvarleg staða er uppi eftir að framkvæmdastjórn ESB gaf til kynna að hún ætli ekki að veita Íslandi undanþágu frá verndartollum á kísilmálm, að sögn sviðsstjóra hjá Samtökum iðnaðarins. Niðurstaðan sé mikil vonbrigði en baráttunni hvergi nærri lokið.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Bindur vonir við „plan B“

Utanríkisráðherra lýsir vonbrigðum yfir því að framkvæmdastjórn ESB vilji ekki gefa Íslandi undanþágu frá tollum á járnblendi. Fyrst „plan A“ virkaði ekki bindur hún vonir við „plan B“ en skýrir þó ekki hvað hún meinar með því. Forstjóri Elkem lýsir einnig óvissu og vonbrigðum en telur ólíklegt að tilverugrundvelli fyrirtækisins sé ógnað. Enn sé of mikið af ósvöruðum spurningum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Tor­tryggnir í garð tolla Trumps

Dómarar hæstaréttar Bandaríkjanna virðast hafa töluverðar efasemdir um það að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hafi farið að lögum við beitingu tolla sinna á undanförnum mánuðum. Það er ef marka má spurningar þeirra í dag þegar málsmeðferð um lögmæti tollanna fór fram en þá spurðu margir dómaranna lögmann ríkisstjórnar Trumps gagnrýnna spurninga.

Erlent
Fréttamynd

Kíkt í húsnæði­s­pakkann

Ríkisstjórnin kynnti húsnæðispakka á blaðamannafundi í Úlfarsárdal í síðustu viku. Húsnæðispakkinn saman­stendur af 18 aðgerðum sem Viðskiptaráð hefur nú metið með tilliti til efnahagslegra áhrifa. Niðurstaðan er að þriðjungur aðgerðanna hefur jákvæð áhrif, þriðjungur lítil áhrif og þriðjungur neikvæð áhrif. Kíkjum í pakkann og sjáum hvað aðgerðirnar fela í sér.

Skoðun
Fréttamynd

Hærri vöru­gjöld, lægri sam­keppnis­hæfni

Nú stendur til að hækka vörugjöld á mótorhjól. Það kann að hljóma saklaust, en í raun hefur það alvarlegar afleiðingar bæði fyrir íslensk fyrirtæki, einstaklinga og þá grein ferðaþjónustunnar sem hefur vaxið hvað hraðast undanfarin ár, mótorhjólaferðamennsku.

Skoðun