Ekki góður dagur fyrir Meistaradeildardrauma Brighton og Bournemouth Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. apríl 2025 16:04 Jean-Philippe Mateta fagnar hér marki sínu í sigri Crystal Palace í dag. Getty/Sebastian Frej/ Brighton & Hove Albion og Bournemouth töpuðu bæði dýrmætum stigum í ensku úrvalsdeildinni í dag og fyrir vikið minnkuðu möguleikar beggja liða á að tryggja sér Meistaradeildarsæti í vor. Meistaradeildardraumurinn var kannski fjarlægður hjá þessum spútnikliðum en bæði lið hafa gert magnaða hluti á leiktíðinni og voru fyrir leikinn á fulli í baráttunni um þau fimm sæti sem gefa enskum liðum sæti í Meistaradeildinni á næstu leiktíð. Brighton tapaði á útivelli á móti Crystal Palace en Bournemouth náði að bjarga stigi á útivelli á móti West Ham. Úlfarnir unnu á sama tíma endurkomusigur á Ipswich í sex stiga leik í fallbaráttunni. Tíu leikmenn Crystal Palace unnu 2-1 heimasigur á Brighton. Jean-Philippe Mateta kom Crystal Palace í 1-0 strax á þriðju mínútu en Danny Welbeck jafnaði á 31. mínútu. Daniel Munoz kom Palace aftur yfir á 55. mínútu. Markið lagði Eberechi Eze upp alveg eins og markið hjá Mateta. Crystal Palace var manni færra frá 78. mínútu þegar Edward Nketiah fékk sitt annað gula spjald. Brighton tókst ekki að fá eitthvað út úr leiknum þrátt fyrir að vera manni fleiri. West Ham og Bournemouth gerðu 2-2 jafntefli í London í mjög fjörugum leik. Dagurinn byrjaði vel fyrir Bournemouth þegar Evanilson skoraði á 38. mínútu en Niclas Füllkrug jafnaði metin á 61. mínútu og Jarrod Bowen kom West Ham síðan yfir aðeins sjö mínútum síðar.Evanilson jafnaði metin með sínu öðru marki á 79. mínútu og Bournemouth fékk færi til að tryggja sér sigur. Það tókst ekki og eitt stig á lið varð niðurstaðan.Brighton er í áttunda sæti með 47 stig, þremur stigum frá síðasta Meistaradeidlarsætinu. Bournemouth er tveimur stigum og einu sæti neðar. Crystal Palace komst upp í ellefta sæti með sigrinum en West Ham er í fimmtánda sætinu. Ipswich var lengi í góðum málum en tapaði 1-2 á heimavelli á móti Wolves. Liam Delap kom Ipswich i 1-0 á móti Wolves á 16. mínútu og þannig var staðan fram á 72. mínútu þegar Pablo Sarabia jafnaði. Norðmaðurinn Jørgen Strand Larsen skoraði sigurmarkið á 84. mínútu og fór langt með að fella Ipswich. Sigur Úlfanna, sem sitja í síðasta örugga sætinu, þýðir að þeir eru með tólf stiga forskot á Ipswich sem situr í fallsæti. Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Fleiri fréttir Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Andri Lucas flytur til Englands Sjá meira
Meistaradeildardraumurinn var kannski fjarlægður hjá þessum spútnikliðum en bæði lið hafa gert magnaða hluti á leiktíðinni og voru fyrir leikinn á fulli í baráttunni um þau fimm sæti sem gefa enskum liðum sæti í Meistaradeildinni á næstu leiktíð. Brighton tapaði á útivelli á móti Crystal Palace en Bournemouth náði að bjarga stigi á útivelli á móti West Ham. Úlfarnir unnu á sama tíma endurkomusigur á Ipswich í sex stiga leik í fallbaráttunni. Tíu leikmenn Crystal Palace unnu 2-1 heimasigur á Brighton. Jean-Philippe Mateta kom Crystal Palace í 1-0 strax á þriðju mínútu en Danny Welbeck jafnaði á 31. mínútu. Daniel Munoz kom Palace aftur yfir á 55. mínútu. Markið lagði Eberechi Eze upp alveg eins og markið hjá Mateta. Crystal Palace var manni færra frá 78. mínútu þegar Edward Nketiah fékk sitt annað gula spjald. Brighton tókst ekki að fá eitthvað út úr leiknum þrátt fyrir að vera manni fleiri. West Ham og Bournemouth gerðu 2-2 jafntefli í London í mjög fjörugum leik. Dagurinn byrjaði vel fyrir Bournemouth þegar Evanilson skoraði á 38. mínútu en Niclas Füllkrug jafnaði metin á 61. mínútu og Jarrod Bowen kom West Ham síðan yfir aðeins sjö mínútum síðar.Evanilson jafnaði metin með sínu öðru marki á 79. mínútu og Bournemouth fékk færi til að tryggja sér sigur. Það tókst ekki og eitt stig á lið varð niðurstaðan.Brighton er í áttunda sæti með 47 stig, þremur stigum frá síðasta Meistaradeidlarsætinu. Bournemouth er tveimur stigum og einu sæti neðar. Crystal Palace komst upp í ellefta sæti með sigrinum en West Ham er í fimmtánda sætinu. Ipswich var lengi í góðum málum en tapaði 1-2 á heimavelli á móti Wolves. Liam Delap kom Ipswich i 1-0 á móti Wolves á 16. mínútu og þannig var staðan fram á 72. mínútu þegar Pablo Sarabia jafnaði. Norðmaðurinn Jørgen Strand Larsen skoraði sigurmarkið á 84. mínútu og fór langt með að fella Ipswich. Sigur Úlfanna, sem sitja í síðasta örugga sætinu, þýðir að þeir eru með tólf stiga forskot á Ipswich sem situr í fallsæti.
Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Fleiri fréttir Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Andri Lucas flytur til Englands Sjá meira