Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Sindri Sverrisson skrifar 3. apríl 2025 07:32 Jack Grealish brosti út að eyrum eftir að hafa skorað langþráð mark í gær. Getty/Michael Steele Enski fótboltamaðurinn Jack Grealish átti erfitt með að halda aftur af tárunum en gladdist yfir því að hafa skorað langþráð mark fyrir Manchester City akkúrat í gær. Það var nefnilega 2. apríl fyrir 25 árum sem að litli bróðir Grealish, Keelan, lést vöggudauða aðeins níu mánaða gamall. 💙🕊️ Jack Grealish: “My little brother passed away 25 years ago today. This day is always hard in the family but I was happy to score”.“My mum and dad were here. This day is always difficult in the family. So to score and to win was brilliant”. pic.twitter.com/zzTvuHHViF— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) April 2, 2025 „Í dag eru 25 ár síðan litli bróðir minn lést. Dagurinn er erfiður fyrir fjölskylduna. Mamma og pabbi voru hérna, svo það var frábært að skora og vinna,“ sagði Grealish í viðtali við Sky Sports eftir 2-0 sigurinn gegn Leicester. Grealish var nokkuð óvænt í byrjunarliði City og tókst að skora strax á 2. mínútu leiksins, með viðstöðulausu skoti úr teignum, líkt og hann hefði aldrei gert neitt annað. Þó var þetta fyrsta mark Grealish í ensku úrvalsdeildinni í tæpa sextán mánuði, eða frá því að hann skoraði 16. desember 2023. „Jack er ótrúleg manneskja“ Pep Guardiola, stjóri City, var spurður út í Grealish og orð hans í viðtalinu í gær. Spánverjinn hrósaði óspart Grealish sem stundum hefur komist á síður götublaðanna í Englandi af óæskilegum ástæðum, vegna óhóflegrar áfengisdrykkju. „Jack er ótrúleg manneskja. Hann er ótrúlega rausnarlegur. Ég vissi ekki af þessu og ég get ekki ímyndað mér hversu erfitt þetta getur verið með mömmu, pabba og systur. Það er gott að þau geti minnst hann, á þessum degi. Ég er viss um að þau minnast hans hvern einasta dag. En það er gott að skora,“ sagði Guardiola. Sigurinn hjálpar City að komast enn nær sæti í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð, þrátt fyrir mikla erfiðleika á tímabilinu. Liðið er nú 4. sæti deildarinnar með 51 stig en næstu lið á eftir, Newcastle með 50 og Chelsea með 49, eiga leik til góða. Ljóst er að fimm efstu lið deildarinnar fá sæti í Meistaradeildinni. Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjá meira
Það var nefnilega 2. apríl fyrir 25 árum sem að litli bróðir Grealish, Keelan, lést vöggudauða aðeins níu mánaða gamall. 💙🕊️ Jack Grealish: “My little brother passed away 25 years ago today. This day is always hard in the family but I was happy to score”.“My mum and dad were here. This day is always difficult in the family. So to score and to win was brilliant”. pic.twitter.com/zzTvuHHViF— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) April 2, 2025 „Í dag eru 25 ár síðan litli bróðir minn lést. Dagurinn er erfiður fyrir fjölskylduna. Mamma og pabbi voru hérna, svo það var frábært að skora og vinna,“ sagði Grealish í viðtali við Sky Sports eftir 2-0 sigurinn gegn Leicester. Grealish var nokkuð óvænt í byrjunarliði City og tókst að skora strax á 2. mínútu leiksins, með viðstöðulausu skoti úr teignum, líkt og hann hefði aldrei gert neitt annað. Þó var þetta fyrsta mark Grealish í ensku úrvalsdeildinni í tæpa sextán mánuði, eða frá því að hann skoraði 16. desember 2023. „Jack er ótrúleg manneskja“ Pep Guardiola, stjóri City, var spurður út í Grealish og orð hans í viðtalinu í gær. Spánverjinn hrósaði óspart Grealish sem stundum hefur komist á síður götublaðanna í Englandi af óæskilegum ástæðum, vegna óhóflegrar áfengisdrykkju. „Jack er ótrúleg manneskja. Hann er ótrúlega rausnarlegur. Ég vissi ekki af þessu og ég get ekki ímyndað mér hversu erfitt þetta getur verið með mömmu, pabba og systur. Það er gott að þau geti minnst hann, á þessum degi. Ég er viss um að þau minnast hans hvern einasta dag. En það er gott að skora,“ sagði Guardiola. Sigurinn hjálpar City að komast enn nær sæti í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð, þrátt fyrir mikla erfiðleika á tímabilinu. Liðið er nú 4. sæti deildarinnar með 51 stig en næstu lið á eftir, Newcastle með 50 og Chelsea með 49, eiga leik til góða. Ljóst er að fimm efstu lið deildarinnar fá sæti í Meistaradeildinni.
Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjá meira