Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Sindri Sverrisson skrifar 3. apríl 2025 07:32 Jack Grealish brosti út að eyrum eftir að hafa skorað langþráð mark í gær. Getty/Michael Steele Enski fótboltamaðurinn Jack Grealish átti erfitt með að halda aftur af tárunum en gladdist yfir því að hafa skorað langþráð mark fyrir Manchester City akkúrat í gær. Það var nefnilega 2. apríl fyrir 25 árum sem að litli bróðir Grealish, Keelan, lést vöggudauða aðeins níu mánaða gamall. 💙🕊️ Jack Grealish: “My little brother passed away 25 years ago today. This day is always hard in the family but I was happy to score”.“My mum and dad were here. This day is always difficult in the family. So to score and to win was brilliant”. pic.twitter.com/zzTvuHHViF— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) April 2, 2025 „Í dag eru 25 ár síðan litli bróðir minn lést. Dagurinn er erfiður fyrir fjölskylduna. Mamma og pabbi voru hérna, svo það var frábært að skora og vinna,“ sagði Grealish í viðtali við Sky Sports eftir 2-0 sigurinn gegn Leicester. Grealish var nokkuð óvænt í byrjunarliði City og tókst að skora strax á 2. mínútu leiksins, með viðstöðulausu skoti úr teignum, líkt og hann hefði aldrei gert neitt annað. Þó var þetta fyrsta mark Grealish í ensku úrvalsdeildinni í tæpa sextán mánuði, eða frá því að hann skoraði 16. desember 2023. „Jack er ótrúleg manneskja“ Pep Guardiola, stjóri City, var spurður út í Grealish og orð hans í viðtalinu í gær. Spánverjinn hrósaði óspart Grealish sem stundum hefur komist á síður götublaðanna í Englandi af óæskilegum ástæðum, vegna óhóflegrar áfengisdrykkju. „Jack er ótrúleg manneskja. Hann er ótrúlega rausnarlegur. Ég vissi ekki af þessu og ég get ekki ímyndað mér hversu erfitt þetta getur verið með mömmu, pabba og systur. Það er gott að þau geti minnst hann, á þessum degi. Ég er viss um að þau minnast hans hvern einasta dag. En það er gott að skora,“ sagði Guardiola. Sigurinn hjálpar City að komast enn nær sæti í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð, þrátt fyrir mikla erfiðleika á tímabilinu. Liðið er nú 4. sæti deildarinnar með 51 stig en næstu lið á eftir, Newcastle með 50 og Chelsea með 49, eiga leik til góða. Ljóst er að fimm efstu lið deildarinnar fá sæti í Meistaradeildinni. Enski boltinn Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Víti í blálokin dugði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn Tvö frá Haaland og Manchester er blá Enski boltinn Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Íslenski boltinn Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Íslenski boltinn Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Sport Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Fótbolti Fleiri fréttir Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Sjá meira
Það var nefnilega 2. apríl fyrir 25 árum sem að litli bróðir Grealish, Keelan, lést vöggudauða aðeins níu mánaða gamall. 💙🕊️ Jack Grealish: “My little brother passed away 25 years ago today. This day is always hard in the family but I was happy to score”.“My mum and dad were here. This day is always difficult in the family. So to score and to win was brilliant”. pic.twitter.com/zzTvuHHViF— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) April 2, 2025 „Í dag eru 25 ár síðan litli bróðir minn lést. Dagurinn er erfiður fyrir fjölskylduna. Mamma og pabbi voru hérna, svo það var frábært að skora og vinna,“ sagði Grealish í viðtali við Sky Sports eftir 2-0 sigurinn gegn Leicester. Grealish var nokkuð óvænt í byrjunarliði City og tókst að skora strax á 2. mínútu leiksins, með viðstöðulausu skoti úr teignum, líkt og hann hefði aldrei gert neitt annað. Þó var þetta fyrsta mark Grealish í ensku úrvalsdeildinni í tæpa sextán mánuði, eða frá því að hann skoraði 16. desember 2023. „Jack er ótrúleg manneskja“ Pep Guardiola, stjóri City, var spurður út í Grealish og orð hans í viðtalinu í gær. Spánverjinn hrósaði óspart Grealish sem stundum hefur komist á síður götublaðanna í Englandi af óæskilegum ástæðum, vegna óhóflegrar áfengisdrykkju. „Jack er ótrúleg manneskja. Hann er ótrúlega rausnarlegur. Ég vissi ekki af þessu og ég get ekki ímyndað mér hversu erfitt þetta getur verið með mömmu, pabba og systur. Það er gott að þau geti minnst hann, á þessum degi. Ég er viss um að þau minnast hans hvern einasta dag. En það er gott að skora,“ sagði Guardiola. Sigurinn hjálpar City að komast enn nær sæti í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð, þrátt fyrir mikla erfiðleika á tímabilinu. Liðið er nú 4. sæti deildarinnar með 51 stig en næstu lið á eftir, Newcastle með 50 og Chelsea með 49, eiga leik til góða. Ljóst er að fimm efstu lið deildarinnar fá sæti í Meistaradeildinni.
Enski boltinn Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Víti í blálokin dugði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn Tvö frá Haaland og Manchester er blá Enski boltinn Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Íslenski boltinn Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Íslenski boltinn Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Sport Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Fótbolti Fleiri fréttir Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Sjá meira