Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Sindri Sverrisson skrifar 3. apríl 2025 07:32 Jack Grealish brosti út að eyrum eftir að hafa skorað langþráð mark í gær. Getty/Michael Steele Enski fótboltamaðurinn Jack Grealish átti erfitt með að halda aftur af tárunum en gladdist yfir því að hafa skorað langþráð mark fyrir Manchester City akkúrat í gær. Það var nefnilega 2. apríl fyrir 25 árum sem að litli bróðir Grealish, Keelan, lést vöggudauða aðeins níu mánaða gamall. 💙🕊️ Jack Grealish: “My little brother passed away 25 years ago today. This day is always hard in the family but I was happy to score”.“My mum and dad were here. This day is always difficult in the family. So to score and to win was brilliant”. pic.twitter.com/zzTvuHHViF— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) April 2, 2025 „Í dag eru 25 ár síðan litli bróðir minn lést. Dagurinn er erfiður fyrir fjölskylduna. Mamma og pabbi voru hérna, svo það var frábært að skora og vinna,“ sagði Grealish í viðtali við Sky Sports eftir 2-0 sigurinn gegn Leicester. Grealish var nokkuð óvænt í byrjunarliði City og tókst að skora strax á 2. mínútu leiksins, með viðstöðulausu skoti úr teignum, líkt og hann hefði aldrei gert neitt annað. Þó var þetta fyrsta mark Grealish í ensku úrvalsdeildinni í tæpa sextán mánuði, eða frá því að hann skoraði 16. desember 2023. „Jack er ótrúleg manneskja“ Pep Guardiola, stjóri City, var spurður út í Grealish og orð hans í viðtalinu í gær. Spánverjinn hrósaði óspart Grealish sem stundum hefur komist á síður götublaðanna í Englandi af óæskilegum ástæðum, vegna óhóflegrar áfengisdrykkju. „Jack er ótrúleg manneskja. Hann er ótrúlega rausnarlegur. Ég vissi ekki af þessu og ég get ekki ímyndað mér hversu erfitt þetta getur verið með mömmu, pabba og systur. Það er gott að þau geti minnst hann, á þessum degi. Ég er viss um að þau minnast hans hvern einasta dag. En það er gott að skora,“ sagði Guardiola. Sigurinn hjálpar City að komast enn nær sæti í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð, þrátt fyrir mikla erfiðleika á tímabilinu. Liðið er nú 4. sæti deildarinnar með 51 stig en næstu lið á eftir, Newcastle með 50 og Chelsea með 49, eiga leik til góða. Ljóst er að fimm efstu lið deildarinnar fá sæti í Meistaradeildinni. Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti Fleiri fréttir Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Sjá meira
Það var nefnilega 2. apríl fyrir 25 árum sem að litli bróðir Grealish, Keelan, lést vöggudauða aðeins níu mánaða gamall. 💙🕊️ Jack Grealish: “My little brother passed away 25 years ago today. This day is always hard in the family but I was happy to score”.“My mum and dad were here. This day is always difficult in the family. So to score and to win was brilliant”. pic.twitter.com/zzTvuHHViF— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) April 2, 2025 „Í dag eru 25 ár síðan litli bróðir minn lést. Dagurinn er erfiður fyrir fjölskylduna. Mamma og pabbi voru hérna, svo það var frábært að skora og vinna,“ sagði Grealish í viðtali við Sky Sports eftir 2-0 sigurinn gegn Leicester. Grealish var nokkuð óvænt í byrjunarliði City og tókst að skora strax á 2. mínútu leiksins, með viðstöðulausu skoti úr teignum, líkt og hann hefði aldrei gert neitt annað. Þó var þetta fyrsta mark Grealish í ensku úrvalsdeildinni í tæpa sextán mánuði, eða frá því að hann skoraði 16. desember 2023. „Jack er ótrúleg manneskja“ Pep Guardiola, stjóri City, var spurður út í Grealish og orð hans í viðtalinu í gær. Spánverjinn hrósaði óspart Grealish sem stundum hefur komist á síður götublaðanna í Englandi af óæskilegum ástæðum, vegna óhóflegrar áfengisdrykkju. „Jack er ótrúleg manneskja. Hann er ótrúlega rausnarlegur. Ég vissi ekki af þessu og ég get ekki ímyndað mér hversu erfitt þetta getur verið með mömmu, pabba og systur. Það er gott að þau geti minnst hann, á þessum degi. Ég er viss um að þau minnast hans hvern einasta dag. En það er gott að skora,“ sagði Guardiola. Sigurinn hjálpar City að komast enn nær sæti í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð, þrátt fyrir mikla erfiðleika á tímabilinu. Liðið er nú 4. sæti deildarinnar með 51 stig en næstu lið á eftir, Newcastle með 50 og Chelsea með 49, eiga leik til góða. Ljóst er að fimm efstu lið deildarinnar fá sæti í Meistaradeildinni.
Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti Fleiri fréttir Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Sjá meira