Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Samúel Karl Ólason skrifar 27. mars 2025 23:00 Mark Carney,forsætisráðherra Kanada. AP/Adrian Wyld Kanadamenn þurfa að gera umfangsmiklar breytingar á hagkerfi þeirra og í raun umturna því. Þetta sagði Mark Carney, forsætisráðherra, Kanada í ræðu sem hann hélt í kvöld en hann lýsti því meðal annars yfir að hið gamla samband Kanadamanna við nágranna sína í suðri, Bandaríkjamenn, væri búið. „Á komandi vikum, mánuðum og árum, verðum við að umturna hagkerfi okkar,“ sagði Carney. „Gamla sambandið sem við höfðum við Bandaríkin, sem byggði á samtvinnun hagkerfa og öryggis- og hernaðarsamvinnu er búið.“ Þá hét Carney því ríkisstjórn hans myndi berjast gegn tollum Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, gegn Kanada en vildi ekki segja hvernig. Hann vildi fyrst sjá hvað Trump ætlaði að gera í næstu viku og var hann þar að tala um væntanlegan 25 prósenta toll Trumps á bíla og bílaparta sem hann hyggst setja á í næstu viku, eða 2. apríl. Carney: "The old relationship we had with the United States based on deepening integration of our economies and tight security and military cooperation is over." pic.twitter.com/LKYkpO8JD0— Aaron Rupar (@atrupar) March 27, 2025 Carney sagðist einnig, samkvæmt frétt ríkisútvarps Kanada, ætla að ræða bráðum við Trump í síma. Það símtal á að eiga sér stað á næstu dögum. Kanadíski miðillinn Global News hefur eftir Carney að hann ætli sér að gera Trump grein fyrir því að hagsmunum ríkjanna tveggja sé best náð með samvinnu og að Bandaríkin eigi að virða fullveldi Kanada. Hér að neðan má sjá frétt CBC um ræðu Carney. Bílar framleiddir í þremur löndum Bílaframleiðsla í Norður-Ameríku er mjög samofin hagkerfum Bandaríkjanna, Mexíkó og Kanada. Hver bíll sem tæknilega séð er framleiddur í Bandaríkjunum heimsækir öll löndin þrjú áður en er settur saman. Í Kanada byggja hundruð þúsunda starfa á þessum iðnaði. Þegar kemur að útflutningi frá Kanada til Bandaríkjanna er í olía í efsta sæti en bílapartar í öðru. Trump hefur ítrekað talað um að Kanada eigi að verða hluti af Bandaríkjunum og hefur talað um að þvinga Kanadamenn til að gefa frá sér fullveldið með efnahagslegum þrýstingi. Hagsmunasamtök í Kanada hafa varað við því að tollarnir sem taka eiga gildi í næstu viku muni strax hafa mikil og alvarleg áhrif á hagkerfi Kanada en þeir eru til viðbótar á almennan 25 prósenta toll á innflutning frá Kanada til Bandaríkjanna. Boðaði strax til kosninga Fljótt eftir að Carney tók við leiðtogasæti Frjálslynda flokksins af Justin Trudeau þann 9. mars og við embætti forsætisráðherra í kjölfarið boðaði hann til kosninga, sem munu farar fram þann 28. apríl. Verulega hafði hallað á Frjálslyndaflokkinn á undanförnum mánuðum en honum hefur vaxið ásmegin í könnunum eftir að Trump tók við embætti í Bandaríkjunum og hóf herferð sína gegn Kanada. Carney vonast eftir sterkara umboð í kosningunum í næsta mánuði. Hann heitir því að sigri Frjálslyndi flokkurinn muni hann fella úr gildi allar takmarkanir á viðskiptum milli fylkja Kanada og auka innlenda fjárfestingu. „Ég hafna öllum tilraunum til að veikja Kanada, til að draga úr okkur móðinn, til að brjóta okkur niður svo Bandaríkin geti átt okkur. Það mun aldrei gerast.“ Carney sagði að Kanadamenn myndu berjast gegn þessum tollum, þeir myndu verja sitt og byggja upp Kanada. Kanada Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Innlent Dónatal í desember Erlent Biður Pútín um að afhenda Assad Erlent „Það er allt svart þarna inni“ Innlent Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Erlent Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Innlent Fleiri fréttir Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Lecornu eygir von eftir ákvörðun um að fresta hækkun eftirlaunaaldursins Segja eitt líkanna ekki vera gísl Dónatal í desember Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Viðkvæmur friður þegar í hættu? Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Sarkozy hefur afplánun í næstu viku Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Sjá meira
„Á komandi vikum, mánuðum og árum, verðum við að umturna hagkerfi okkar,“ sagði Carney. „Gamla sambandið sem við höfðum við Bandaríkin, sem byggði á samtvinnun hagkerfa og öryggis- og hernaðarsamvinnu er búið.“ Þá hét Carney því ríkisstjórn hans myndi berjast gegn tollum Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, gegn Kanada en vildi ekki segja hvernig. Hann vildi fyrst sjá hvað Trump ætlaði að gera í næstu viku og var hann þar að tala um væntanlegan 25 prósenta toll Trumps á bíla og bílaparta sem hann hyggst setja á í næstu viku, eða 2. apríl. Carney: "The old relationship we had with the United States based on deepening integration of our economies and tight security and military cooperation is over." pic.twitter.com/LKYkpO8JD0— Aaron Rupar (@atrupar) March 27, 2025 Carney sagðist einnig, samkvæmt frétt ríkisútvarps Kanada, ætla að ræða bráðum við Trump í síma. Það símtal á að eiga sér stað á næstu dögum. Kanadíski miðillinn Global News hefur eftir Carney að hann ætli sér að gera Trump grein fyrir því að hagsmunum ríkjanna tveggja sé best náð með samvinnu og að Bandaríkin eigi að virða fullveldi Kanada. Hér að neðan má sjá frétt CBC um ræðu Carney. Bílar framleiddir í þremur löndum Bílaframleiðsla í Norður-Ameríku er mjög samofin hagkerfum Bandaríkjanna, Mexíkó og Kanada. Hver bíll sem tæknilega séð er framleiddur í Bandaríkjunum heimsækir öll löndin þrjú áður en er settur saman. Í Kanada byggja hundruð þúsunda starfa á þessum iðnaði. Þegar kemur að útflutningi frá Kanada til Bandaríkjanna er í olía í efsta sæti en bílapartar í öðru. Trump hefur ítrekað talað um að Kanada eigi að verða hluti af Bandaríkjunum og hefur talað um að þvinga Kanadamenn til að gefa frá sér fullveldið með efnahagslegum þrýstingi. Hagsmunasamtök í Kanada hafa varað við því að tollarnir sem taka eiga gildi í næstu viku muni strax hafa mikil og alvarleg áhrif á hagkerfi Kanada en þeir eru til viðbótar á almennan 25 prósenta toll á innflutning frá Kanada til Bandaríkjanna. Boðaði strax til kosninga Fljótt eftir að Carney tók við leiðtogasæti Frjálslynda flokksins af Justin Trudeau þann 9. mars og við embætti forsætisráðherra í kjölfarið boðaði hann til kosninga, sem munu farar fram þann 28. apríl. Verulega hafði hallað á Frjálslyndaflokkinn á undanförnum mánuðum en honum hefur vaxið ásmegin í könnunum eftir að Trump tók við embætti í Bandaríkjunum og hóf herferð sína gegn Kanada. Carney vonast eftir sterkara umboð í kosningunum í næsta mánuði. Hann heitir því að sigri Frjálslyndi flokkurinn muni hann fella úr gildi allar takmarkanir á viðskiptum milli fylkja Kanada og auka innlenda fjárfestingu. „Ég hafna öllum tilraunum til að veikja Kanada, til að draga úr okkur móðinn, til að brjóta okkur niður svo Bandaríkin geti átt okkur. Það mun aldrei gerast.“ Carney sagði að Kanadamenn myndu berjast gegn þessum tollum, þeir myndu verja sitt og byggja upp Kanada.
Kanada Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Innlent Dónatal í desember Erlent Biður Pútín um að afhenda Assad Erlent „Það er allt svart þarna inni“ Innlent Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Erlent Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Innlent Fleiri fréttir Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Lecornu eygir von eftir ákvörðun um að fresta hækkun eftirlaunaaldursins Segja eitt líkanna ekki vera gísl Dónatal í desember Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Viðkvæmur friður þegar í hættu? Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Sarkozy hefur afplánun í næstu viku Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Sjá meira