Trump vofir yfir Kanadabúum sem eru á leið í kosningar Magnús Jochum Pálsson skrifar 23. mars 2025 23:19 Tollastríð Donalds Trump Bandaríkjaforseta hefur sett kanadíska pólitík í uppnám. Frjálslyndi flokkurinn hefur hagnast mjög á yfirlýsingum Bandaríkjaforseta á kostnað Íhaldsmanna. Getty Boðað hefur verið til þingkosninga í Kanada þann 28. apríl. Leiðtogar tveggja stærstu flokkana, Frjálslynda flokksins og Íhaldsflokksins, hafa lýst því yfir að Donald Trump Bandaríkjaforseti þurfi að virða fullveldi landsins. Tollastríð Bandaríkjana hefur sett allt úr skorðum í kanadískri pólitík. Mark Carney, forsætisráðherra Kanada, boðaði til kosninganna á blaðamannafundi síðdegis. Carney tók við sem leiðtogi Frjálslynda flokksins af Justin Trudeau 9. mars og við embætti forsætisráðherra þann 14. mars. Sjá einnig: Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Í ræðu Carney á blaðamannafundinum fór mikið fyrir Donald Trump Bandaríkjaforseta, hótunum hans og tollahækkunum á hendur Kanada. „Við stöndum frammi fyrir stærstu krísu á líftíma okkar vegna tilhæfulausra tollahækkana Trump Bandaríkjaforseta og hótana hans gegn fullveldi okkar,“ sagði Carney. „Trump heldur því fram að Kanada sé ekki alvöru land. Hann vill brjóta okkur svo Bandaríkin geti eignast okkur. Við ætlum ekki að leyfa því að gerast,“ sagði hann einnig. Tollastríð Trump sett allt úr skorðum Allt stefndi í að Frjálslyndi flokkurinn, sem hefur verið stærsti flokkur Kanada og farið með stjórn landsins frá 2015, myndi gjalda afhroð í kosningum seinna í ár þar til Trump lýsti yfir tollastríði. Trump hefur ítrekað lýst því yfir að Kanada ættu að verða 51. ríki Bandaríkjanna. Yfirlýsingarnar hafa ekki mælst vel hjá Kanadabúum og hafa þær leitt til bæði aukinnar þjóðerniskenndar meðal landsmanna og aukins stuðnings við Frjálslynda flokkinn. Framundan er 37 daga kosningabarátta þar sem Frjálslyndi flokkurinn og Íhaldsmenn munu fyrst og fremst berjast um sigurinn. Annar hvor þeirra flokka mun mynda nýja ríkisstjórn hvort sem hann mun gera það einn eða með stuðningi minni flokks. Íhaldsmenn höfðu framan af kjörtímabilinu einblínt á óvinsældir Trudeau, sem hrapaði í vinsældum eftir að matarkostnaður og húsnæðiskostur rauk upp. Eftir afsögn Trudeau og innkomu Carney er búið að slá það spil úr höndum þeirra. Búist er við því að yfirvofandi tollahækkanir Bandaríkjanna á kanadískt stál, ál og aðrar vörur og hvernig kanadískir stjórnmálamenn ætli að bregðast við því muni ráða atkvæðum kjósenda. Carney hefur lýst því yfir að Kanadabúar hafi val á milli „kanadísks Trump eða ríkisstjórnar sem sameinar þjóðina.“ Ætlar að standa í hárinu á Trump Pierre Poilievre, leiðtogi Íhaldsmanna, er helsti keppinautur Carney en hann er reyndur pólitíkus og hefur setið á kanadíska þinginu frá 2004. Öfugt við Frjálslynda stefndi í stórsigur þeirra í næstu kosningum þar til hótanir Trump settu allt úr skoðrum. Polievre hefur lýst því yfir að hann ætli að standa gegn Trump fyrir fullveldi landsins. Pierre Polievre hefur verið lýst sem popúlista en hann ætlar að setja Kanada í fyrsta sæti.Getty „Ég mun krefjast þess að forsetinn viðurkenni sjálfstæði og fullveldi Kanda. Ég mun krefjast þess að hann hætti tollum á landið okkar,“ sagði Poilievre þegar hann ræsti kosningabaráttu sína. Danielle Smith, forsætisráðherra Alberta-fylki og flokkssystir Poilievre, lýsti því hins vegar yfir í nýlegu viðtali að Poilievre væri „mjög í takt“ við nýja pólitíska strauma í Bandaríkjunum. „Innihald viðtalsins er mjög slæmt fyrir Íhaldsmenn því það styrkir frásögn Frjálslyndra um Pierre Poilievre og meinta hugmyndafræðilega nánd hans við Donald Trump,” sagði Daniel Béland, stjórnmálafræðiprófessor við McGill-háskóla í Montreal um yfirlýsingar Smith. Kanada Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Ráðuneytisstjóri bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ í kjölfar viðtals Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Innlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Innlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður Fimm keyptu gám sem er ekki til Innlent Fleiri fréttir Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Sjá meira
Mark Carney, forsætisráðherra Kanada, boðaði til kosninganna á blaðamannafundi síðdegis. Carney tók við sem leiðtogi Frjálslynda flokksins af Justin Trudeau 9. mars og við embætti forsætisráðherra þann 14. mars. Sjá einnig: Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Í ræðu Carney á blaðamannafundinum fór mikið fyrir Donald Trump Bandaríkjaforseta, hótunum hans og tollahækkunum á hendur Kanada. „Við stöndum frammi fyrir stærstu krísu á líftíma okkar vegna tilhæfulausra tollahækkana Trump Bandaríkjaforseta og hótana hans gegn fullveldi okkar,“ sagði Carney. „Trump heldur því fram að Kanada sé ekki alvöru land. Hann vill brjóta okkur svo Bandaríkin geti eignast okkur. Við ætlum ekki að leyfa því að gerast,“ sagði hann einnig. Tollastríð Trump sett allt úr skorðum Allt stefndi í að Frjálslyndi flokkurinn, sem hefur verið stærsti flokkur Kanada og farið með stjórn landsins frá 2015, myndi gjalda afhroð í kosningum seinna í ár þar til Trump lýsti yfir tollastríði. Trump hefur ítrekað lýst því yfir að Kanada ættu að verða 51. ríki Bandaríkjanna. Yfirlýsingarnar hafa ekki mælst vel hjá Kanadabúum og hafa þær leitt til bæði aukinnar þjóðerniskenndar meðal landsmanna og aukins stuðnings við Frjálslynda flokkinn. Framundan er 37 daga kosningabarátta þar sem Frjálslyndi flokkurinn og Íhaldsmenn munu fyrst og fremst berjast um sigurinn. Annar hvor þeirra flokka mun mynda nýja ríkisstjórn hvort sem hann mun gera það einn eða með stuðningi minni flokks. Íhaldsmenn höfðu framan af kjörtímabilinu einblínt á óvinsældir Trudeau, sem hrapaði í vinsældum eftir að matarkostnaður og húsnæðiskostur rauk upp. Eftir afsögn Trudeau og innkomu Carney er búið að slá það spil úr höndum þeirra. Búist er við því að yfirvofandi tollahækkanir Bandaríkjanna á kanadískt stál, ál og aðrar vörur og hvernig kanadískir stjórnmálamenn ætli að bregðast við því muni ráða atkvæðum kjósenda. Carney hefur lýst því yfir að Kanadabúar hafi val á milli „kanadísks Trump eða ríkisstjórnar sem sameinar þjóðina.“ Ætlar að standa í hárinu á Trump Pierre Poilievre, leiðtogi Íhaldsmanna, er helsti keppinautur Carney en hann er reyndur pólitíkus og hefur setið á kanadíska þinginu frá 2004. Öfugt við Frjálslynda stefndi í stórsigur þeirra í næstu kosningum þar til hótanir Trump settu allt úr skoðrum. Polievre hefur lýst því yfir að hann ætli að standa gegn Trump fyrir fullveldi landsins. Pierre Polievre hefur verið lýst sem popúlista en hann ætlar að setja Kanada í fyrsta sæti.Getty „Ég mun krefjast þess að forsetinn viðurkenni sjálfstæði og fullveldi Kanda. Ég mun krefjast þess að hann hætti tollum á landið okkar,“ sagði Poilievre þegar hann ræsti kosningabaráttu sína. Danielle Smith, forsætisráðherra Alberta-fylki og flokkssystir Poilievre, lýsti því hins vegar yfir í nýlegu viðtali að Poilievre væri „mjög í takt“ við nýja pólitíska strauma í Bandaríkjunum. „Innihald viðtalsins er mjög slæmt fyrir Íhaldsmenn því það styrkir frásögn Frjálslyndra um Pierre Poilievre og meinta hugmyndafræðilega nánd hans við Donald Trump,” sagði Daniel Béland, stjórnmálafræðiprófessor við McGill-háskóla í Montreal um yfirlýsingar Smith.
Kanada Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Ráðuneytisstjóri bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ í kjölfar viðtals Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Innlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Innlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður Fimm keyptu gám sem er ekki til Innlent Fleiri fréttir Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Sjá meira
Ráðuneytisstjóri bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ í kjölfar viðtals Innlent
Ráðuneytisstjóri bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ í kjölfar viðtals Innlent