Íbúar á austari hluta landsins gætu séð til tunglmyrkvans Lovísa Arnardóttir skrifar 13. mars 2025 22:02 Tunglið verður rauðleitt við almyrkva. Fólk á austurhluta landsins gæti séð til tunglmyrkvans í fyrramálið. Vísir/Vilhelm Ólíklegt er að íbúar á höfuðborgarsvæðinu og vestari hluta landsins muni geta séð tunglmyrkvann sem á sér stað snemma í fyrramálið. Almyrkvinn verður í hámarki klukkan 6:59 í fyrramálið en sést ekki í heild sinni frá Íslandi þar sem tunglið sest áður en honum lýkur. Sigríður Magnea Óskarsdóttir náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir spána því miður þannig að ólíklegt sé að það sjáist til tunglmyrkvans á vestari hluta landsins. „Það er útlit fyrir, því miður, að það verði skýjað. Það er fallegt veður núna en það fer að draga fyrir sólu á Suður- og Vesturlandi um miðnætti og verður alskýjað klukkan sex. En á austurhelmingi landsins ætti þetta að sjást.“ Varir í sex klukkustundir Fjallað er ítarlega um tunglmyrkvann á heimasíðu Sævars Helga Bragasonar og Gísla Más Árnasonar, Iceland at night. Þar kemur fram að tunglmyrkvinn muni alls var í sex klukkustundir og þrjár mínútur og þar af verði almyrkvi í um eina klukkustund og sex mínútur. Tunglmyrkvinn mun sjást best í Norður- og Suður-Ameríku og Kyrrahafi. Þar kemur einnig fram að almyrkvi hefjist klukkan 06:26, nái hámarki 06:59 og að honum ljúki um 07:32. Sólarupprás er svo um 07:49 og hún getur haft áhrif á sýnileika. Ekki þörf á sjóntækjum Á vef Iceland by night kemur einnig fram að ekki sé þörf á neinum sjóntækjum til að sjá tunglmyrkvann en að skemmtilegra sé að fylgjast með honum í gegnum handsjónauka eða litla stjörnusjónauka. „Við almyrkva verður tunglið rauðleitt á litinn. Ástæðan er sú, að ljós frá sólinni berst í gegnum andrúmsloft Jarðar og bregður rauðum blæ á tunglið. Sólarljósið ferðast í gegnum þykkara andrúmsloft sem dreifir bláu ljósi burt á meðan rautt, appelsínugult og gult ljós berst í gegn og lýsir upp tunglið. Rauði liturinn veldur því, að almyrkvar á tungli eru stundum kallaðir „blóðmánar“,“ segir einnig á síðunni. Tunglið Geimurinn Veður Tengdar fréttir Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Íslendingar geta séð hluta af almyrkva á tungli ef veður leyfir snemma að morgni föstudags. Almyrkvinn verður í hámarki klukkan 6:29 um morguninn en sést ekki í heild sinni frá Íslandi þar sem tunglið sest áður en honum lýkur. 12. mars 2025 09:03 Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Almyrkvi á sólu, sem verður á jörðinni þann 12. ágúst á næsta ári, mun vara lengst á Látrabjargi. Þetta er ástæða þess að hótelrými á sunnanverðum Vestfjörðum er fyrir löngu uppselt í kringum þennan dag og þar er búist við umferðaröngþveiti. 11. mars 2025 23:17 Sólmyrkvinn í beinni frá Ameríku Íslendingar munu mögulega getað séð deildarmyrkva á sólu í kvöld. Í Mexíkó, Bandaríkjunum og í Kanada mun fólk þó geta séð almyrkva en hann má einnig sjá á netinu. 8. apríl 2024 16:46 Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Skýjað og rigning af og til Hiti gæti náð fimmtán stigum Styttir víða upp og kólnar Von á allhvössum vindi og rigningu Gengur á með skúrum sunnan- og vestanlands Útlit fyrir þokkalegt veður Hægfara lægð yfir landinu Víða væta með köflum en rigningin samfelld á Suðausturlandi Bjart veður víðast hvar en víða frost í nótt Bjart suðvestantil en skýjað fyrir norðan og austan Víða bjart yfir landinu í dag Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Norðan kaldi eða stinningskaldi í dag Hæglætisveður um páskana Snjókoma eða slydda norðan- og austantil Misstu bílinn af veginum og þorðu ekki að bíða í honum Rigning í flestum landshlutum og kaldara loft Fremur hlýtt en bætir í vind í kvöld Rigning sunnan- og vestantil Hiti gæti farið í sextán stig norðantil Hiti gæti náð átján stigum fyrir norðan og austan Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Allt að 14 stiga hiti á Austurlandi í dag Hvassir vindstrengir á Snæfellsnesi en milt loft yfir landinu Hlýnar í veðri en kólnar ört eftir sólsetur Síðasta lægðin í bili gengur norður yfir landið Víða snjókoma, slydda eða rigning í nótt Sjá meira
Sigríður Magnea Óskarsdóttir náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir spána því miður þannig að ólíklegt sé að það sjáist til tunglmyrkvans á vestari hluta landsins. „Það er útlit fyrir, því miður, að það verði skýjað. Það er fallegt veður núna en það fer að draga fyrir sólu á Suður- og Vesturlandi um miðnætti og verður alskýjað klukkan sex. En á austurhelmingi landsins ætti þetta að sjást.“ Varir í sex klukkustundir Fjallað er ítarlega um tunglmyrkvann á heimasíðu Sævars Helga Bragasonar og Gísla Más Árnasonar, Iceland at night. Þar kemur fram að tunglmyrkvinn muni alls var í sex klukkustundir og þrjár mínútur og þar af verði almyrkvi í um eina klukkustund og sex mínútur. Tunglmyrkvinn mun sjást best í Norður- og Suður-Ameríku og Kyrrahafi. Þar kemur einnig fram að almyrkvi hefjist klukkan 06:26, nái hámarki 06:59 og að honum ljúki um 07:32. Sólarupprás er svo um 07:49 og hún getur haft áhrif á sýnileika. Ekki þörf á sjóntækjum Á vef Iceland by night kemur einnig fram að ekki sé þörf á neinum sjóntækjum til að sjá tunglmyrkvann en að skemmtilegra sé að fylgjast með honum í gegnum handsjónauka eða litla stjörnusjónauka. „Við almyrkva verður tunglið rauðleitt á litinn. Ástæðan er sú, að ljós frá sólinni berst í gegnum andrúmsloft Jarðar og bregður rauðum blæ á tunglið. Sólarljósið ferðast í gegnum þykkara andrúmsloft sem dreifir bláu ljósi burt á meðan rautt, appelsínugult og gult ljós berst í gegn og lýsir upp tunglið. Rauði liturinn veldur því, að almyrkvar á tungli eru stundum kallaðir „blóðmánar“,“ segir einnig á síðunni.
Tunglið Geimurinn Veður Tengdar fréttir Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Íslendingar geta séð hluta af almyrkva á tungli ef veður leyfir snemma að morgni föstudags. Almyrkvinn verður í hámarki klukkan 6:29 um morguninn en sést ekki í heild sinni frá Íslandi þar sem tunglið sest áður en honum lýkur. 12. mars 2025 09:03 Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Almyrkvi á sólu, sem verður á jörðinni þann 12. ágúst á næsta ári, mun vara lengst á Látrabjargi. Þetta er ástæða þess að hótelrými á sunnanverðum Vestfjörðum er fyrir löngu uppselt í kringum þennan dag og þar er búist við umferðaröngþveiti. 11. mars 2025 23:17 Sólmyrkvinn í beinni frá Ameríku Íslendingar munu mögulega getað séð deildarmyrkva á sólu í kvöld. Í Mexíkó, Bandaríkjunum og í Kanada mun fólk þó geta séð almyrkva en hann má einnig sjá á netinu. 8. apríl 2024 16:46 Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Skýjað og rigning af og til Hiti gæti náð fimmtán stigum Styttir víða upp og kólnar Von á allhvössum vindi og rigningu Gengur á með skúrum sunnan- og vestanlands Útlit fyrir þokkalegt veður Hægfara lægð yfir landinu Víða væta með köflum en rigningin samfelld á Suðausturlandi Bjart veður víðast hvar en víða frost í nótt Bjart suðvestantil en skýjað fyrir norðan og austan Víða bjart yfir landinu í dag Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Norðan kaldi eða stinningskaldi í dag Hæglætisveður um páskana Snjókoma eða slydda norðan- og austantil Misstu bílinn af veginum og þorðu ekki að bíða í honum Rigning í flestum landshlutum og kaldara loft Fremur hlýtt en bætir í vind í kvöld Rigning sunnan- og vestantil Hiti gæti farið í sextán stig norðantil Hiti gæti náð átján stigum fyrir norðan og austan Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Allt að 14 stiga hiti á Austurlandi í dag Hvassir vindstrengir á Snæfellsnesi en milt loft yfir landinu Hlýnar í veðri en kólnar ört eftir sólsetur Síðasta lægðin í bili gengur norður yfir landið Víða snjókoma, slydda eða rigning í nótt Sjá meira
Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Íslendingar geta séð hluta af almyrkva á tungli ef veður leyfir snemma að morgni föstudags. Almyrkvinn verður í hámarki klukkan 6:29 um morguninn en sést ekki í heild sinni frá Íslandi þar sem tunglið sest áður en honum lýkur. 12. mars 2025 09:03
Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Almyrkvi á sólu, sem verður á jörðinni þann 12. ágúst á næsta ári, mun vara lengst á Látrabjargi. Þetta er ástæða þess að hótelrými á sunnanverðum Vestfjörðum er fyrir löngu uppselt í kringum þennan dag og þar er búist við umferðaröngþveiti. 11. mars 2025 23:17
Sólmyrkvinn í beinni frá Ameríku Íslendingar munu mögulega getað séð deildarmyrkva á sólu í kvöld. Í Mexíkó, Bandaríkjunum og í Kanada mun fólk þó geta séð almyrkva en hann má einnig sjá á netinu. 8. apríl 2024 16:46