Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Samúel Karl Ólason skrifar 13. mars 2025 11:55 Vladimír Pútín, forseti Rússlands. AP/Mikhail Metzel Tillaga Bandaríkjamanna um þrjátíu daga vopnahlé í Úkraínu þjónar engum tilgangi, samkvæmt ráðgjafa Vladimírs Pútín, forseta Rússlands. Vopnahlé yrði eingöngu tímabundin pása fyrir úkraínska hermenn, sem ættu undir högg að sækja. Þetta sagði Júrí Úsjakóv, ráðgjafi Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, í samtali við rússneska fjölmiðla í morgun, þegar sendinefnd frá Bandaríkjunum var nýlent í Moskvu til að ræða tillöguna. Rússneska ríkisrekna fréttaveitan RIA hefur eftir Úsjakóv að vopnahléstillagan þjóni engum tilgangi. Rússar vildu samkomulag til langs tíma sem tæki mið af hagsmunum þeirra og kröfum. Frekari viðræðna væri þörf milli Rússa og Bandaríkjamanna. Sjá einnig: Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Úsjakóv sagðist hafa talað við Mike Walz, þjóðaröryggisráðgjafa Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, í gær og þá hefði hann komið þessu sjónarmiði sínu á framfæri. Þá sagði hann að Bandaríkjamenn væru sammála því að NATO-aðild kæmi ekki til greina fyrir Úkraínumenn. Russia has rejected the 30-day ceasefire in Ukraine proposed by the US.Yuri Ushakov, Putin's foreign policy advisor, says this would be “nothing other than a temporary breather for Ukrainian troops.” pic.twitter.com/fbrwJf82bE— max seddon (@maxseddon) March 13, 2025 Dmitrí Peskóv, talsmaður Pútíns, sagði í morgun að forsetinn gæti tjáð sig um vopnahlésstillöguna seinna í dag. Trump sagðist fyrr í vikunni ætla að ræða við Pútín um tillöguna. Pútín hefur, eins og ráðgjafi hans, gefið lítið fyrir tímabundið vopnahlé og hefur sagt að það væri eingöngu til þess fallið að hjálpa Úkraínumönnum við að byggja upp sveitir sínar og vopnabúr. Sjá einnig: Hörfa frá Kúrsk Rússneskir ráðamenn hafa ekki gefið til kynna að þeir hafi látið af kröfum sínum um að fá fjögur héruð Úkraínu, sem þeir stjórna ekki að fullu, auk Krímskaga, að Úkraína afvopnist, fái ekki inngöngu í NATO og jafnvel það að NATO hörfi alfarið frá Austur-Evrópu. Friðargæsluliðar svo gott sem stríðsyfirlýsing Lengi hefur verið ljóst að Úkraínumenn séu tilbúnir til að gefa eftir landsvæði fyrir frið. Þeir segja þó að slíkum samningum þurfi að fylgja góðar og bindandi öryggistryggingar, til að tryggja að Rússar verji ekki næstu árum í að byggja upp heri sína á nýjan leik og gera aðra innrás. Til þess eru öryggistryggingar nauðsynlegar og vilja Úkraínumenn helst fá aðild að Atlantshafsbandalaginu. Það hafa Bandaríkjamenn, Ungverjar og aðrir lýst yfir að þeir styðji ekki. Uppi eru hugmyndir um evrópska hermenn sem friðargæsluliða í Úkraínu en það hafa Rússar gagnrýnt harðlega. María Sakaróva, talskona utanríkisráðuneytis Rússlands, lýsti því yfir í morgun að Rússar væru alfarið gegn veru erlendra hermanna í Úkraínu. Slíkt væri svo gott sem stríðsyfirlýsing og bein þátttaka í átökum við Rússa. Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Hernaður Donald Trump Vladimír Pútín NATO Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Innlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Fleiri fréttir Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Sjá meira
Þetta sagði Júrí Úsjakóv, ráðgjafi Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, í samtali við rússneska fjölmiðla í morgun, þegar sendinefnd frá Bandaríkjunum var nýlent í Moskvu til að ræða tillöguna. Rússneska ríkisrekna fréttaveitan RIA hefur eftir Úsjakóv að vopnahléstillagan þjóni engum tilgangi. Rússar vildu samkomulag til langs tíma sem tæki mið af hagsmunum þeirra og kröfum. Frekari viðræðna væri þörf milli Rússa og Bandaríkjamanna. Sjá einnig: Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Úsjakóv sagðist hafa talað við Mike Walz, þjóðaröryggisráðgjafa Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, í gær og þá hefði hann komið þessu sjónarmiði sínu á framfæri. Þá sagði hann að Bandaríkjamenn væru sammála því að NATO-aðild kæmi ekki til greina fyrir Úkraínumenn. Russia has rejected the 30-day ceasefire in Ukraine proposed by the US.Yuri Ushakov, Putin's foreign policy advisor, says this would be “nothing other than a temporary breather for Ukrainian troops.” pic.twitter.com/fbrwJf82bE— max seddon (@maxseddon) March 13, 2025 Dmitrí Peskóv, talsmaður Pútíns, sagði í morgun að forsetinn gæti tjáð sig um vopnahlésstillöguna seinna í dag. Trump sagðist fyrr í vikunni ætla að ræða við Pútín um tillöguna. Pútín hefur, eins og ráðgjafi hans, gefið lítið fyrir tímabundið vopnahlé og hefur sagt að það væri eingöngu til þess fallið að hjálpa Úkraínumönnum við að byggja upp sveitir sínar og vopnabúr. Sjá einnig: Hörfa frá Kúrsk Rússneskir ráðamenn hafa ekki gefið til kynna að þeir hafi látið af kröfum sínum um að fá fjögur héruð Úkraínu, sem þeir stjórna ekki að fullu, auk Krímskaga, að Úkraína afvopnist, fái ekki inngöngu í NATO og jafnvel það að NATO hörfi alfarið frá Austur-Evrópu. Friðargæsluliðar svo gott sem stríðsyfirlýsing Lengi hefur verið ljóst að Úkraínumenn séu tilbúnir til að gefa eftir landsvæði fyrir frið. Þeir segja þó að slíkum samningum þurfi að fylgja góðar og bindandi öryggistryggingar, til að tryggja að Rússar verji ekki næstu árum í að byggja upp heri sína á nýjan leik og gera aðra innrás. Til þess eru öryggistryggingar nauðsynlegar og vilja Úkraínumenn helst fá aðild að Atlantshafsbandalaginu. Það hafa Bandaríkjamenn, Ungverjar og aðrir lýst yfir að þeir styðji ekki. Uppi eru hugmyndir um evrópska hermenn sem friðargæsluliða í Úkraínu en það hafa Rússar gagnrýnt harðlega. María Sakaróva, talskona utanríkisráðuneytis Rússlands, lýsti því yfir í morgun að Rússar væru alfarið gegn veru erlendra hermanna í Úkraínu. Slíkt væri svo gott sem stríðsyfirlýsing og bein þátttaka í átökum við Rússa.
Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Hernaður Donald Trump Vladimír Pútín NATO Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Innlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Fleiri fréttir Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Sjá meira