Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 6. mars 2025 20:50 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur hótað Evrópuríkjunum með háum tollum. AP/Evan Vucci Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur frestað tollum á vörur frá Kanada og Mexíkó en einungis tveir dagar eru síðan þeir tóku gildi. Nágrannaríkin svöruðu fyrir sig með sínum eigin tollgjöldum. Tveimur sólarhringum eftir að Trump lagði háa tolla á samstarfsríkin sín tilkynnti hann, eftir símtal við Claudia Shenbaum, forseta Mexíkó, að tollgjöldum á vörur frá Mexíkó sem falla undir USMCA samninginn yrði frestað. USMCA viðskiptasamningurinn er á milli Mexíkó, Bandaríkjanna og Kanada. Klukkustundum síðar tilkynnti Trump að tollgjöldum á vörur frá Kanada yrði einnig frestað þar til í apríl. Í þessa tvo sólarhringa sem tollgjöldin voru í gildi 25 prósent tollur á allar vörur frá Mexíkó og Kanada ásamt 10 prósenta tolli á orku frá Kanada. Einnig setti hann tuttugu prósenta tollgjöld á vörur frá Kína sem er enn í gildi samkvæmt umfjöllun The Guardian. Ráðamenn í löndunum brugðust ekki vel við. Stjórnvöld í Kína sögðust meðal annars ætla „berjast til hins síðasta.“ Claudia Sheinbaum, forseti Mexíkó sagði vandamálin ekki leyst með tollum heldur með samtali. Þá kallaði Justin Trudeau tollgjöldin heimskuleg. „Það er ekki minn vani að vera sammála The Wall Street Journal. En Donald, þau benda á að jafnvel þótt að þú sért mjög klár maður er þetta mjög heimskulegur hlutur til að gera,“ sagði Trudeau á blaðamannafundi á þriðjudag sem CNN fjallaði um. Kínverjar gripu strax til gagnaðgerða og var fimmtán eða tíu prósenta tollur lagður á ýmsar vörur frá Bandaríkjunum. Trudeau sagði þá einnig að Kanada myndi bregðast við með 25 prósent tollum á fjölda vara. Tollgjöld yrðu sett á enn fleiri vörur ef að tollarnir væru enn í gildi eftir 21 dag. Hlutabréfavísitölur um allan heim fundu fyrir áhrifum ákvörðunar Trumps og Ísland þar með talið. Úrvalsvísitala Kauphallarinnar lækkaði um tæp fjögur prósent á þriðjudag. Trump hefur áður tilkynnt að hann ætlaði að setja 25 prósenta tolla á vörur sem fluttar eru frá ríkjum Evrópusambandsins. Skattar og tollar Bandaríkin Kanada Mexíkó Kína Donald Trump Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Innlent Fleiri fréttir Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Sjá meira
Tveimur sólarhringum eftir að Trump lagði háa tolla á samstarfsríkin sín tilkynnti hann, eftir símtal við Claudia Shenbaum, forseta Mexíkó, að tollgjöldum á vörur frá Mexíkó sem falla undir USMCA samninginn yrði frestað. USMCA viðskiptasamningurinn er á milli Mexíkó, Bandaríkjanna og Kanada. Klukkustundum síðar tilkynnti Trump að tollgjöldum á vörur frá Kanada yrði einnig frestað þar til í apríl. Í þessa tvo sólarhringa sem tollgjöldin voru í gildi 25 prósent tollur á allar vörur frá Mexíkó og Kanada ásamt 10 prósenta tolli á orku frá Kanada. Einnig setti hann tuttugu prósenta tollgjöld á vörur frá Kína sem er enn í gildi samkvæmt umfjöllun The Guardian. Ráðamenn í löndunum brugðust ekki vel við. Stjórnvöld í Kína sögðust meðal annars ætla „berjast til hins síðasta.“ Claudia Sheinbaum, forseti Mexíkó sagði vandamálin ekki leyst með tollum heldur með samtali. Þá kallaði Justin Trudeau tollgjöldin heimskuleg. „Það er ekki minn vani að vera sammála The Wall Street Journal. En Donald, þau benda á að jafnvel þótt að þú sért mjög klár maður er þetta mjög heimskulegur hlutur til að gera,“ sagði Trudeau á blaðamannafundi á þriðjudag sem CNN fjallaði um. Kínverjar gripu strax til gagnaðgerða og var fimmtán eða tíu prósenta tollur lagður á ýmsar vörur frá Bandaríkjunum. Trudeau sagði þá einnig að Kanada myndi bregðast við með 25 prósent tollum á fjölda vara. Tollgjöld yrðu sett á enn fleiri vörur ef að tollarnir væru enn í gildi eftir 21 dag. Hlutabréfavísitölur um allan heim fundu fyrir áhrifum ákvörðunar Trumps og Ísland þar með talið. Úrvalsvísitala Kauphallarinnar lækkaði um tæp fjögur prósent á þriðjudag. Trump hefur áður tilkynnt að hann ætlaði að setja 25 prósenta tolla á vörur sem fluttar eru frá ríkjum Evrópusambandsins.
Skattar og tollar Bandaríkin Kanada Mexíkó Kína Donald Trump Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Innlent Fleiri fréttir Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Sjá meira