„Fyrr skal ég dauður liggja“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. febrúar 2025 11:30 Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal, veit að hans menn þurfa að gera eitthvað sérstakt ætli þeir að vinna titilinn í vor. Getty/James Gill Vonin er veik en hún er samt enn með lífsmarki þegar kemur að því að enda meira en tveggja áratuga bið Arsenal eftir Englandsmeistaratitli. Helgin var samt allt annað en góð fyrir Arsenal menn sem töpuðu á heimavelli sínum á móti West Ham og horfðu síðan Liverpool vinna á heimavelli Englandsmeistara Manchester City daginn eftir. Fyrir vikið er Liverpool komið með ellefu stiga forskot á toppnum og sumir nánast búnir að krýna þá enska meistara í ár. Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal, er hins vegar ekki búinn að gefast upp. „Fyrr skal ég dauður liggja,“ sagði Arteta um hvort að hann væri búinn að gefa upp vonina um titilinn en hann viðurkenndi þó að hans lið þyrftu að gera eitthvað sem hefði ekki sést áður í ensku úrvalsdeildinni. Hann notaði nákvæmtlega orðalagið „Over my dead body“. „Ég mun ekki gefast upp ekki nema að það sé ekki lengur stærðfræðilegur möguleiki. Þú átt enn möguleika og verður að spila alla leiki. Fyrir þremur dögum áttum við skyndilega möguleika á því að minnka forskotið og vera þá einum og hálfum leik frá þeim. Það skiptir ekki máli hver staðan er því þú verður að halda áfram,“ sagði Arteta. „Erfiðleikastuðullinn er hærri núna en fyrir þremur dögum en ef þú ætlar að vinna ensku úrvalsdeildina þá þarftu alltaf að gera eitthvað sérstakt. Ef við ætlum að vinna ensku úrvalsdeildina í þessum kringumstæðum þá verðum við að gera eitthvað sem enginn hefur séð áður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar,“ sagði Arteta. Fyrst á dagskrá er leikur á móti spútnikliði Nottingham Forest á útivelli í kvöld. Arteta hrósaði sérstaklega Nuno Espirito Santo, knattspyrnustjóra Nottingham Forest. „Hann hefur verið ótrúlegur. Ekki bara hvað hann hefur gert hjá Forest en einnig hvað hann gerði áður hjá Wolves. Það var magnað. Hann getur verið stoltur af því og félagið stolt af honum,“ sagði Arteta. „Það sem þeir hafa gert síðan þeir komu aftur upp í ensku úrvalsdeildina er stórmerkileg saga og þeir eiga mikið hrós skilið fyrir það,“ sagði Arteta. View this post on Instagram A post shared by CBS Sports Golazo (@cbssportsgolazo) Enski boltinn Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Íslenski boltinn McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Fleiri fréttir Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Sjá meira
Helgin var samt allt annað en góð fyrir Arsenal menn sem töpuðu á heimavelli sínum á móti West Ham og horfðu síðan Liverpool vinna á heimavelli Englandsmeistara Manchester City daginn eftir. Fyrir vikið er Liverpool komið með ellefu stiga forskot á toppnum og sumir nánast búnir að krýna þá enska meistara í ár. Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal, er hins vegar ekki búinn að gefast upp. „Fyrr skal ég dauður liggja,“ sagði Arteta um hvort að hann væri búinn að gefa upp vonina um titilinn en hann viðurkenndi þó að hans lið þyrftu að gera eitthvað sem hefði ekki sést áður í ensku úrvalsdeildinni. Hann notaði nákvæmtlega orðalagið „Over my dead body“. „Ég mun ekki gefast upp ekki nema að það sé ekki lengur stærðfræðilegur möguleiki. Þú átt enn möguleika og verður að spila alla leiki. Fyrir þremur dögum áttum við skyndilega möguleika á því að minnka forskotið og vera þá einum og hálfum leik frá þeim. Það skiptir ekki máli hver staðan er því þú verður að halda áfram,“ sagði Arteta. „Erfiðleikastuðullinn er hærri núna en fyrir þremur dögum en ef þú ætlar að vinna ensku úrvalsdeildina þá þarftu alltaf að gera eitthvað sérstakt. Ef við ætlum að vinna ensku úrvalsdeildina í þessum kringumstæðum þá verðum við að gera eitthvað sem enginn hefur séð áður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar,“ sagði Arteta. Fyrst á dagskrá er leikur á móti spútnikliði Nottingham Forest á útivelli í kvöld. Arteta hrósaði sérstaklega Nuno Espirito Santo, knattspyrnustjóra Nottingham Forest. „Hann hefur verið ótrúlegur. Ekki bara hvað hann hefur gert hjá Forest en einnig hvað hann gerði áður hjá Wolves. Það var magnað. Hann getur verið stoltur af því og félagið stolt af honum,“ sagði Arteta. „Það sem þeir hafa gert síðan þeir komu aftur upp í ensku úrvalsdeildina er stórmerkileg saga og þeir eiga mikið hrós skilið fyrir það,“ sagði Arteta. View this post on Instagram A post shared by CBS Sports Golazo (@cbssportsgolazo)
Enski boltinn Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Íslenski boltinn McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Fleiri fréttir Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Sjá meira