„Fyrr skal ég dauður liggja“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. febrúar 2025 11:30 Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal, veit að hans menn þurfa að gera eitthvað sérstakt ætli þeir að vinna titilinn í vor. Getty/James Gill Vonin er veik en hún er samt enn með lífsmarki þegar kemur að því að enda meira en tveggja áratuga bið Arsenal eftir Englandsmeistaratitli. Helgin var samt allt annað en góð fyrir Arsenal menn sem töpuðu á heimavelli sínum á móti West Ham og horfðu síðan Liverpool vinna á heimavelli Englandsmeistara Manchester City daginn eftir. Fyrir vikið er Liverpool komið með ellefu stiga forskot á toppnum og sumir nánast búnir að krýna þá enska meistara í ár. Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal, er hins vegar ekki búinn að gefast upp. „Fyrr skal ég dauður liggja,“ sagði Arteta um hvort að hann væri búinn að gefa upp vonina um titilinn en hann viðurkenndi þó að hans lið þyrftu að gera eitthvað sem hefði ekki sést áður í ensku úrvalsdeildinni. Hann notaði nákvæmtlega orðalagið „Over my dead body“. „Ég mun ekki gefast upp ekki nema að það sé ekki lengur stærðfræðilegur möguleiki. Þú átt enn möguleika og verður að spila alla leiki. Fyrir þremur dögum áttum við skyndilega möguleika á því að minnka forskotið og vera þá einum og hálfum leik frá þeim. Það skiptir ekki máli hver staðan er því þú verður að halda áfram,“ sagði Arteta. „Erfiðleikastuðullinn er hærri núna en fyrir þremur dögum en ef þú ætlar að vinna ensku úrvalsdeildina þá þarftu alltaf að gera eitthvað sérstakt. Ef við ætlum að vinna ensku úrvalsdeildina í þessum kringumstæðum þá verðum við að gera eitthvað sem enginn hefur séð áður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar,“ sagði Arteta. Fyrst á dagskrá er leikur á móti spútnikliði Nottingham Forest á útivelli í kvöld. Arteta hrósaði sérstaklega Nuno Espirito Santo, knattspyrnustjóra Nottingham Forest. „Hann hefur verið ótrúlegur. Ekki bara hvað hann hefur gert hjá Forest en einnig hvað hann gerði áður hjá Wolves. Það var magnað. Hann getur verið stoltur af því og félagið stolt af honum,“ sagði Arteta. „Það sem þeir hafa gert síðan þeir komu aftur upp í ensku úrvalsdeildina er stórmerkileg saga og þeir eiga mikið hrós skilið fyrir það,“ sagði Arteta. View this post on Instagram A post shared by CBS Sports Golazo (@cbssportsgolazo) Enski boltinn Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Enski boltinn Fleiri fréttir Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Sjá meira
Helgin var samt allt annað en góð fyrir Arsenal menn sem töpuðu á heimavelli sínum á móti West Ham og horfðu síðan Liverpool vinna á heimavelli Englandsmeistara Manchester City daginn eftir. Fyrir vikið er Liverpool komið með ellefu stiga forskot á toppnum og sumir nánast búnir að krýna þá enska meistara í ár. Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal, er hins vegar ekki búinn að gefast upp. „Fyrr skal ég dauður liggja,“ sagði Arteta um hvort að hann væri búinn að gefa upp vonina um titilinn en hann viðurkenndi þó að hans lið þyrftu að gera eitthvað sem hefði ekki sést áður í ensku úrvalsdeildinni. Hann notaði nákvæmtlega orðalagið „Over my dead body“. „Ég mun ekki gefast upp ekki nema að það sé ekki lengur stærðfræðilegur möguleiki. Þú átt enn möguleika og verður að spila alla leiki. Fyrir þremur dögum áttum við skyndilega möguleika á því að minnka forskotið og vera þá einum og hálfum leik frá þeim. Það skiptir ekki máli hver staðan er því þú verður að halda áfram,“ sagði Arteta. „Erfiðleikastuðullinn er hærri núna en fyrir þremur dögum en ef þú ætlar að vinna ensku úrvalsdeildina þá þarftu alltaf að gera eitthvað sérstakt. Ef við ætlum að vinna ensku úrvalsdeildina í þessum kringumstæðum þá verðum við að gera eitthvað sem enginn hefur séð áður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar,“ sagði Arteta. Fyrst á dagskrá er leikur á móti spútnikliði Nottingham Forest á útivelli í kvöld. Arteta hrósaði sérstaklega Nuno Espirito Santo, knattspyrnustjóra Nottingham Forest. „Hann hefur verið ótrúlegur. Ekki bara hvað hann hefur gert hjá Forest en einnig hvað hann gerði áður hjá Wolves. Það var magnað. Hann getur verið stoltur af því og félagið stolt af honum,“ sagði Arteta. „Það sem þeir hafa gert síðan þeir komu aftur upp í ensku úrvalsdeildina er stórmerkileg saga og þeir eiga mikið hrós skilið fyrir það,“ sagði Arteta. View this post on Instagram A post shared by CBS Sports Golazo (@cbssportsgolazo)
Enski boltinn Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Enski boltinn Fleiri fréttir Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Sjá meira