Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 24. febrúar 2025 14:18 Erling Haaland í stúkunni á Etihad á leik Manchester City og Liverpool í gær. getty/Catherine Ivill Daniel Sturridge, fyrrverandi leikmanni Manchester City og Liverpool, varð aðeins á í messunni á meðan leik liðanna í ensku úrvalsdeildinni í gær stóð. Liverpool var 0-2 yfir í hálfleik eftir mörk frá Mohamed Salah og Dominik Szoboszlai. Sturridge, sem var álitsgjafi á Sky Sports um leikinn, fannst vanta slagkraft í sókn City og var með lausn á vandamálinu. „Þeir hafa verið snuðrandi og fengið tækifæri en þegar þeir hafa náð fyrirgjöfum er enginn inni í teig til að taka á móti þeim. Svo við gætum séð Haaland á einhverjum tímapunkti,“ sagði Sturridge og vísaði til norska framherjans Erlings Haalands. Vandamálið var bara að Haaland var ekki í leikmannahópi City vegna meiðsla. Hann fylgdist með leiknum úr stúkunni á Etihad. Haaland meiddist í leiknum gegn Newcastle United um þarsíðustu helgi og lék ekki með gegn Real Madrid í Meistaradeild Evrópu. Þáttastjórnandinn David Jones leiðrétti Sturridge og sendi svo boltann á lýsendur áður en gamli landsliðsframherjinn gat brugðist við. Sturridge, sem lagði skóna á hilluna fyrir þremur árum, hefur verið í stóru hlutverki hjá Sky Sports í vetur og oft verið álitsgjafi um stærstu leikina í ensku úrvalsdeildinni. Sturridge lék bæði með City og Liverpool auk Chelsea, Bolton Wanderers, West Brom, Trabzonspor og Perth Glory. Hann skoraði átta mörk í 26 leikjum fyrir enska landsliðið á árunum 2011-17. Liverpool vann leikinn á Etihad í gær, 0-2, og náði þar með ellefu stiga forskoti á toppi ensku úrvalsdeildarinnar. City er aftur á móti í 4. sæti deildarinnar og útséð um að liðið verði Englandsmeistari fimmta árið í röð. Haaland hefur skorað nítján mörk í ensku úrvalsdeildinni í vetur og er næstmarkahæsti leikmaður hennar á eftir Salah sem hefur skorað 25 mörk. Enski boltinn Tengdar fréttir „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Þrátt fyrir að Liverpool eigi eftir að leika ellefu leiki í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu segir Phil McNulty, aðalfótboltapenni BBC, að liðið sé orðið meistari. 24. febrúar 2025 09:01 „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Sérfræðingar Sky Sports hrósuðu Mohamed Salah í hástert eftir frammistöðu hans í 0-2 sigri Liverpool á Manchester City í ensku úrvalsdeildinni í gær. Jamie Carragher sagði að það sem Salah hafi gert á þessu tímabili fari í sögubækurnar. 24. febrúar 2025 08:02 „Spiluðum mjög vel í dag“ Pep Guardiola var ánægður með margt í leik sinna manna í Manchester City gegn Liverpool í dag þrátt fyrir 2-0 tap. Hann segir uppbyggingu framundan hjá City. 23. febrúar 2025 23:17 „Við þurfum annan titil“ Mohamed Salah var frábær í 2-0 sigri Liverpool á Manchester City í dag. Hann var vitaskuld hæstánægður með sigurinn eftir leik. 23. febrúar 2025 19:32 Mest lesið Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport Juventus-parið hætt saman Fótbolti Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Körfubolti Beckham fimmtugur í dag Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Man. City - Wolves | Fyrrum meistarar á tæpasta vaði Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Vilja allir spila fyrir Man United“ Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Sjá meira
Liverpool var 0-2 yfir í hálfleik eftir mörk frá Mohamed Salah og Dominik Szoboszlai. Sturridge, sem var álitsgjafi á Sky Sports um leikinn, fannst vanta slagkraft í sókn City og var með lausn á vandamálinu. „Þeir hafa verið snuðrandi og fengið tækifæri en þegar þeir hafa náð fyrirgjöfum er enginn inni í teig til að taka á móti þeim. Svo við gætum séð Haaland á einhverjum tímapunkti,“ sagði Sturridge og vísaði til norska framherjans Erlings Haalands. Vandamálið var bara að Haaland var ekki í leikmannahópi City vegna meiðsla. Hann fylgdist með leiknum úr stúkunni á Etihad. Haaland meiddist í leiknum gegn Newcastle United um þarsíðustu helgi og lék ekki með gegn Real Madrid í Meistaradeild Evrópu. Þáttastjórnandinn David Jones leiðrétti Sturridge og sendi svo boltann á lýsendur áður en gamli landsliðsframherjinn gat brugðist við. Sturridge, sem lagði skóna á hilluna fyrir þremur árum, hefur verið í stóru hlutverki hjá Sky Sports í vetur og oft verið álitsgjafi um stærstu leikina í ensku úrvalsdeildinni. Sturridge lék bæði með City og Liverpool auk Chelsea, Bolton Wanderers, West Brom, Trabzonspor og Perth Glory. Hann skoraði átta mörk í 26 leikjum fyrir enska landsliðið á árunum 2011-17. Liverpool vann leikinn á Etihad í gær, 0-2, og náði þar með ellefu stiga forskoti á toppi ensku úrvalsdeildarinnar. City er aftur á móti í 4. sæti deildarinnar og útséð um að liðið verði Englandsmeistari fimmta árið í röð. Haaland hefur skorað nítján mörk í ensku úrvalsdeildinni í vetur og er næstmarkahæsti leikmaður hennar á eftir Salah sem hefur skorað 25 mörk.
Enski boltinn Tengdar fréttir „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Þrátt fyrir að Liverpool eigi eftir að leika ellefu leiki í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu segir Phil McNulty, aðalfótboltapenni BBC, að liðið sé orðið meistari. 24. febrúar 2025 09:01 „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Sérfræðingar Sky Sports hrósuðu Mohamed Salah í hástert eftir frammistöðu hans í 0-2 sigri Liverpool á Manchester City í ensku úrvalsdeildinni í gær. Jamie Carragher sagði að það sem Salah hafi gert á þessu tímabili fari í sögubækurnar. 24. febrúar 2025 08:02 „Spiluðum mjög vel í dag“ Pep Guardiola var ánægður með margt í leik sinna manna í Manchester City gegn Liverpool í dag þrátt fyrir 2-0 tap. Hann segir uppbyggingu framundan hjá City. 23. febrúar 2025 23:17 „Við þurfum annan titil“ Mohamed Salah var frábær í 2-0 sigri Liverpool á Manchester City í dag. Hann var vitaskuld hæstánægður með sigurinn eftir leik. 23. febrúar 2025 19:32 Mest lesið Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport Juventus-parið hætt saman Fótbolti Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Körfubolti Beckham fimmtugur í dag Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Man. City - Wolves | Fyrrum meistarar á tæpasta vaði Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Vilja allir spila fyrir Man United“ Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Sjá meira
„Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Þrátt fyrir að Liverpool eigi eftir að leika ellefu leiki í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu segir Phil McNulty, aðalfótboltapenni BBC, að liðið sé orðið meistari. 24. febrúar 2025 09:01
„Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Sérfræðingar Sky Sports hrósuðu Mohamed Salah í hástert eftir frammistöðu hans í 0-2 sigri Liverpool á Manchester City í ensku úrvalsdeildinni í gær. Jamie Carragher sagði að það sem Salah hafi gert á þessu tímabili fari í sögubækurnar. 24. febrúar 2025 08:02
„Spiluðum mjög vel í dag“ Pep Guardiola var ánægður með margt í leik sinna manna í Manchester City gegn Liverpool í dag þrátt fyrir 2-0 tap. Hann segir uppbyggingu framundan hjá City. 23. febrúar 2025 23:17
„Við þurfum annan titil“ Mohamed Salah var frábær í 2-0 sigri Liverpool á Manchester City í dag. Hann var vitaskuld hæstánægður með sigurinn eftir leik. 23. febrúar 2025 19:32