„Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 24. febrúar 2025 08:02 Mohamed Salah klappar til stuðningsmanna Liverpool eftir sigur liðsins á Manchester City á Etihad. getty/Molly Darlington Sérfræðingar Sky Sports hrósuðu Mohamed Salah í hástert eftir frammistöðu hans í 0-2 sigri Liverpool á Manchester City í ensku úrvalsdeildinni í gær. Jamie Carragher sagði að það sem Salah hafi gert á þessu tímabili fari í sögubækurnar. Salah skoraði fyrra mark Liverpool í leiknum á Etihad í gær og lagði það seinna upp fyrir Dominik Szoboszlai. Þrátt fyrir að febrúar sé ekki liðinn er Salah kominn með 25 mörk og sextán stoðsendingar í ensku úrvalsdeildinni og hefur því komið með beinum hætti að 41 marki í vetur. „Þetta verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni. Það er engin spurning,“ sagði Carragher á Sky Sports eftir leikinn í gær. Alan Shearer og Andy Cole hafa komið að flestum mörkum á einu tímabili í ensku úrvalsdeildinni, eða 47 en það var í 42 leikjum. Ef Salah heldur uppteknum hætti mun hann slá það met rækilega. „Þetta snýst ekki bara um hvort hann kemst upp fyrir þessa leikmenn heldur mun hann hækka rána svo mikið að enginn mun ná þessu í framtíðinni. Við erum að upplifa eitthvað sérstakt,“ sagði Carragher. „Hann hefur verið frábær síðan hann kom til Liverpool en þegar ég horfi á hann núna er hann óstöðvandi og hann kemst inn í hausinn á mótherjum sínum. Þegar þú spilar gegn einhverjum svona hugsarðu: Ég ætla að negla hann, fara í gegnum hann. Þú getur það ekki. Hann er eins og veggur,“ sagði Gary Neville. Liverpool er með ellefu stiga forskot á toppi ensku úrvalsdeildarinnar þegar liðið á ellefu leiki eftir. Enski boltinn Tengdar fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Pep Guardiola var ánægður með margt í leik sinna manna í Manchester City gegn Liverpool í dag þrátt fyrir 2-0 tap. Hann segir uppbyggingu framundan hjá City. 23. febrúar 2025 23:17 Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn Handbolti Fleiri fréttir Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Sjá meira
Salah skoraði fyrra mark Liverpool í leiknum á Etihad í gær og lagði það seinna upp fyrir Dominik Szoboszlai. Þrátt fyrir að febrúar sé ekki liðinn er Salah kominn með 25 mörk og sextán stoðsendingar í ensku úrvalsdeildinni og hefur því komið með beinum hætti að 41 marki í vetur. „Þetta verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni. Það er engin spurning,“ sagði Carragher á Sky Sports eftir leikinn í gær. Alan Shearer og Andy Cole hafa komið að flestum mörkum á einu tímabili í ensku úrvalsdeildinni, eða 47 en það var í 42 leikjum. Ef Salah heldur uppteknum hætti mun hann slá það met rækilega. „Þetta snýst ekki bara um hvort hann kemst upp fyrir þessa leikmenn heldur mun hann hækka rána svo mikið að enginn mun ná þessu í framtíðinni. Við erum að upplifa eitthvað sérstakt,“ sagði Carragher. „Hann hefur verið frábær síðan hann kom til Liverpool en þegar ég horfi á hann núna er hann óstöðvandi og hann kemst inn í hausinn á mótherjum sínum. Þegar þú spilar gegn einhverjum svona hugsarðu: Ég ætla að negla hann, fara í gegnum hann. Þú getur það ekki. Hann er eins og veggur,“ sagði Gary Neville. Liverpool er með ellefu stiga forskot á toppi ensku úrvalsdeildarinnar þegar liðið á ellefu leiki eftir.
Enski boltinn Tengdar fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Pep Guardiola var ánægður með margt í leik sinna manna í Manchester City gegn Liverpool í dag þrátt fyrir 2-0 tap. Hann segir uppbyggingu framundan hjá City. 23. febrúar 2025 23:17 Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn Handbolti Fleiri fréttir Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Sjá meira
„Spiluðum mjög vel í dag“ Pep Guardiola var ánægður með margt í leik sinna manna í Manchester City gegn Liverpool í dag þrátt fyrir 2-0 tap. Hann segir uppbyggingu framundan hjá City. 23. febrúar 2025 23:17